Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 12
12 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR YFIR TRJÁBOL Hópur barna gengur yfir trjábol í Kalawana á Sri Lanka. Gífurleg flóð sem gengu yfir landið um síðustu helgi hafa sett lífið úr skorðum fyrir almenning. 266 manns hafa látist af völdum flóðanna og um 350 þús- und manns hafa misst heimili sín. Fertugur bátur á flótta undan ýsu Oddgeir ÞH varð 40 ára í seinasta mánuði og hefur klakklaust borið að landi milljarða króna. Fékk fullfermi af boltaþorski á sólarhring. SJÁVARÚTVEGSMÁL „Við erum stöðugt á flótta undan ýsunni sem er um allan sjó,“ segir Hjálmar Haraldsson, skipstjóri á togbátn- um Oddgeiri ÞH, sem landaði um helgina um 40 tonnum af vænum þorski eftir aðeins sólarhring á veið- um. Oddgeir er eitt fjögurra skipa sem eru í eigu Gjögurs hf. sem skráð er á Grenivík. Útgerðin hefur staðið sig vel því hún hefur verið undir sama flaggi frá því hún var stofn- uð fyrir rúmum fimmtíu árum, fyrir daga kennitölunnar. Oddgeir ÞH, sem er gerður út frá Grindavík, varð fertugur í seinasta mánuði og hefur að sögn Hjálmars skipstjóra alla tíð verið happafley. Hjálmar skipstjóri hef- ur verið við stjórnvölinn í 20 ár og segir mikla fiskigengd vera á þeim slóðum sem hann stundar togveiðar. Burtséð frá ýsunni, sem sé til mikillar óþurftar vegna verðfalls og kvótaleysis, segir Hjálmar að ekki sé vandasamt að finna þorskinn. Í síðustu veiðiferð fyllti hann bátinn úti af Önundar- firði. „Þarna er mikið líf í sjónum og þorskurinn var stór og góður. 25 tonn af aflanum fóru í salt,“ segir Hjálmar, sem í vikubyrjun lagði enn á hafið þar sem hann reynir að sneiða hjá ýsunni og veiða þorsk. Hann segir að engin hátíðar- höld hafi verið í tengslum við fer- tugsafmæli bátsins enda hafi hann ekki fylgst svo grannt með þeirri dagsetningu. „Það var engin afmælisveisla,“ segir Hjálmar. Hann segir að Oddgeir ÞH sé gott sjóskip og hollenska stálið hafi staðið sig vel í gegnum tíðina; lítið sjái á bátnum eftir allan 40 ár. „Það sást ekki móta fyrir bandi á skrokknum eftir 40 ár,“ segir hann. Hann segist ekki hafa hug- mynd um það hve mikinn afla bát- urinn hafi borið að landi frá upp- hafi. Guðmundur Þorbjörnsson útgerðarmaður tók í sama streng. En hann sagði líklegt að aflaverð- mæti bátsins hafi losað 100 millj- ónir króna árlega á núvirði. Þar með má reikna með því að Odd- geir hafi frá upphafi borið að landi verðmæti upp úr sjó sem nemur um 5 milljörðum króna. rt@frettabladid.is Sumarsýning Listasafns Íslands: Jón skipar heiðurssess MYNDLIST „Já, þetta verk mun skipa heiðurssess á sýningunni og veglegan sess á safninu í framtíð- inni,“ segir dr. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands. Sumarsýning safnsins opnar á laugardaginn og meðal sýndra verka er mynd eftir Jón Stefáns- son sem safnið festi sér nýlega og greiddi 3,5 milljón króna fyrir. Ekki er að heyra á forstöðumann- inum að það hafi verið slæm kaup. „Þetta er afar merkileg mynd eft- ir Jón frá 3. áratugnum sem við keyptum fyrir tveimur mánuðum úr dánarbúi hér í Reykjavík.“ ■ Enn ríkir hættuástand í Kongó: Hjálparstarfsmenn finna fjöldagröf KONGÓ, AP Hjálparstarfsmenn fundu fjöldagröf með yfir 30 lík- um skammt frá borginni Bunia í Ituri-héraði í norðausturhluta Kongó. Þar með er tala látinna í átökum síðustu vikna komin yfir 300. Að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna voru líkin mörg hver tekin að rotna og því erfitt að átta sig á fjölda þeirra. Ekki liggur fyrir hvort fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar eða víga- menn. Fyrir viku undirrituðu Hema- og Lendu-ættbálkarnir vopna- hléssáttmála en enn ganga þó vígamenn um götur Bunia vopn- aðir rifflum og handsprengjum. Talsmaður Kofi Annan, aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna, segir að enn ríki hættuástand á svæðinu. Annan hefur unnið að því undan- farna daga að kalla alþjóðlegt friðargæslulið til Ituri-héraðs. Frakkar hafa verið beðnir að fara fyrir liðinu og eru franskir her- foringjar þegar mættir á svæðið til þess að meta ástandið og skipuleggja friðargæsluna. ■ Atkins-kúrinn: Ekki talinn hættulegur NEW ORLEANS, AP Samvæmt tveimur nýjum rannsóknum hjálpar Atkins- megrunarkúrinn fólki að megra sig án þess að auka magn kólesteróls í líkamanum. Önnur rannsóknin gaf þó til kynna að fólk bætti kílóunum aftur á sig innan við ári frá því það byrjaði á kúrnum. Rannsóknirnar voru birtar í hinu virta læknatíma- riti New England Journal of Med- icine. Bækur Dr. Robert C. Atkins, höfundar kúrsins, sem lést fyrir mánuði síðan, hafa selst í 15 milljón- um eintaka víðs vegar um heim. Megrúnarkúrinn hefur verið harð- lega gagnrýndur fyrir að vera hættulegur heilsu manna. ■ UNGUR STRÍÐSMAÐUR Vígamenn Lendu- og Hema-ættbálkanna eru margir hverjir aðeins börn að aldri. MÓÐIR JÖRÐ Mynd eftir Jón Stefánsson frá 3. áratugnum sem Listasafn Íslands festi nýverið kaup á úr dánarbúi í Reykjavík. HJÁLMAR HARALDSSON Helsta áhyggjuefnið er ýsan. ■ Þarna er mikið líf í sjónum og þorskurinn var stór og góður. ODDGEIR ÞH Varð fertugur um daginn en engin var afmælisveislan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.