Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 15
■ Bráðalungnabólga 15FÖSTUDAGUR 23. maí 2003 Skipulagsstofnun: Fallist á sorp- brennslu UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun tel- ur að ný sorpbrennslu-, móttöku- og flokkunarstöð í Helguvík og urðun sorps á Stafnesi hafi ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og fellst því á framkvæmdina. Skipulagsstofnun telur þó nauð- synlegt að fylgjast með breytingum á efnainnihaldi grunnvatns sem streymir frá urðunarsvæðinu til sjávar. Verði gripið til viðeigandi mótvægisaðgerða muni fram- kvæmdin hins vegar hafa óveruleg áhrif á lífríki fjöru og sjávar. Kæra má úrskurð Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 25. júní. ■ HRÖÐ ÚTBREIÐSLA Í TAÍVAN 65 ný tilfelli bráðalungnabólgu hafa komið upp í Taívan. Þetta eru flest tilfelli sem komið hafa upp á eyjunni á einum degi til þessa. Átta manns til viðbótar hafa dáið úr veikinni í landinu og er dánartalan komin í 60. Alls hafa um 483 manns smitast í landinu. Veikin er sögð berast hraðast út í heiminum í Taívan. SMIT Í KAMBÓDÍU Talið er að fyrsta tilfelli bráðalungnabólgu í Kambódíu sé komið fram. Um er að ræða 16 ára gamlan pilt sem kom aftur heim eftir að hafa dvalið í suður- hluta Kína, þar sem veikin kom fyrst fram í nóvember í fyrra. KÍNVERSKIR NEMENDUR AFTUR Í SKÓLANN Þúsundir nemenda hafa snúið aft- ur til náms í Peking, höfuðborg Kína, mánuði eftir að stjórnvöld í landinu lokuðu skólum í borginni til að hemja útbreiðslu bráða- lungnabólgunnar. Aðeins mennta- skólanemendur fá að snúa aftur í skólann. Yngri nemendur þurfa að bíða í a.m.k. tvær vikur til við- bótar eftir því að setjast á skóla- bekk á ný. Mjög hefur dregið úr fjölda smitaðra í Kína. 12 manns smituðust í fyrradag, en fyrir tveimur vikum smituðust um það bil 150 manns á dag. SVEITARSTJÓRNIR Laun Reinhards Reynissonar, bæjarstjóra á Húsavík, hafa verið hækkuð í 595 þúsund krónur. Þá greiðir bærinn fasteigna- gjöld, orku- og símreikninga bæjarstjórans og 500 kílómetra akstur á mánuði innanbæjar auk ferðakostnaðar. Minnihluti Þ-listans í bæjar- stjórn sagði hækkun launa bæj- arstjórans á kjörtímabilinu nema 245 þúsundum króna á mánuði að meðtöldum auknum biðlaunarétti úr þremur mánuð- um í sex. Hækkunin sé 45% frá fyrri ráðningarsamningi: „Þessar hækkanir eru langt umfram alla almenna launa- þróun í landinu og einnig miklu hærri en umdeildir úrskurðir kjaradóms. Það er sérkennilegt að á sama tíma og bæjaryfirvöld eru að reyna að draga úr útgjöldum á öllum sviðum og hækka álögur á íbúa sveitarfélagsins skuli vera svigrúm til að hækka laun bæj- arstjóra,“ bókaði minnihlutinn. Meirihluti H-listans sagði hækkunina aftur á móti nema 100 þúsund krónum á mánuði, minnihlutinn blandaði saman launum Reinhards sem bæjar- fulltrúa og sem bæjarstjóra: „Þrátt fyrir þessa hækkun eru laun bæjarstjóra í lægri kant- inum miðað við sambærileg sveitarfélög.“ ■ REINHARD REYNISSON Bæjarstjórinn á Húsavík fær nú 595 þús- und krónur á mánuði auk ýmissa fríðinda og launa sem bæjarfulltrúi. Minnihluti á Húsavík gagnrýnir nýjan ráðningarsamning harðlega: Sérkennileg hækkun á launum bæjarstjóra TUGMILLJÓNA LÁN Reykjavíkurborg hefur veitt Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins heimild til að taka 95 millj- óna króna lán vegna fram- kvæmdanna við Skógarhlíð 14. HAGNAÐUR Í GARÐABÆ Rekstrarniðurstaða ársreikn- ings Garðabæjar er jákvæð sem nemur 112 milljónum króna. Heildarrekstrartekjur námu 2,6 milljörðum króna og þar af voru skatttekjur 2,2 milljarðar. Tekj- urnar voru því 73 milljónum króna meiri en áætlun gerði ráð fyrir. RATLEIKUR Í HAFNARFIRÐI Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarð- ar stendur fyrir ratleik í allt sumar til að hvetja almenning til að njóta þeirrar náttúru sem við bæjardyrnar er. Þetta er í átt- unda sinn sem ratleikurinn fer fram. ■ Sveitarfélög

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.