Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 16
Það á aldrei að skamma þá semsetja sér há markmið. Ef ný rík- isstjórn Davíðs Oddssonar ætlar sér að halda stöðugleika í efnahagsmál- um þrátt fyrir mikla innspýtingu fjármagns á næstu árum en lækka jafnframt tekjuskatta á einstak- linga og virðisaukaskatt á matvæli þá er það gott. Enn betra ef hún ætl- ar á sama tíma að hækka lánshlut- fall almennra húsnæðislána í 90 prósent af kaupverði íbúða og treysta jafnframt velferðarkerfið. Og frábært ef hún ætlar hvorki að gefa eftir í skattamálum né velferð- armálum heldur draga úr umsvif- um ríkisins á öðrum vígstöðvum til að þetta tvennt geti farið saman. Þessi háleitu markmið eru svo- lítið á skjön við stjórnina sjálfa í upphafi þriðja kjörtímabils síns. Þótt hún hafi haldið velli í kosning- unum er ekki hægt að loka augum fyrir því að viss þreyta hangir yfir þessari stjórn. Þótt Halldór Ás- grímsson hafi brosað í kosninga- baráttunni munum við að hann var hálfmæðulegur allt síðasta kjör- tímabil. Og Davíð óvenju oft óvenju pirraður. Afrekaskrá síðasta kjör- tímabils var líka fremur stutt og bjargaðist rétt fyrir lokun með ál- verssamnigum og bankasölu. Í flestum málaflokkum virðist stjórnin hafa rambað um stefnu- laus og treyst á að geta leyst ríkis- reksturinn frá degi til dags. Enn skortir stefnu í heilbrigðismálum og landbúnaðarmálum, sjávarút- vegsstefnan er á skjön við vilja þjóðarinnar og afstaða ríkisstjórn- arinnar og almennings til hlutverks ríkisins í félagsmálum stangast á. Ríkisstjórnin hefur nánast hafnað ábyrgð á fátækt í landinu; ýmist með því að hafna fátæktinni yfir- höfuð eða þá með því að skilgreina hana sem vanda sveitarfélaganna. Sem sagt; þessir flokkar og þetta fólk í ráðherrastólunum hefur ekki yfir sér blæ dugnaðar og atorku – ekki liðið sem maður býst við miklu af. Þess vegna er óendanlega gleði- legt að það skuli setja sér háleitari markmið en flestar fyrri ríkis- stjórnir. Það vill bæta sig – og lofar því að standa við það. Og vonandi gengur þetta upp. Hækkun húsnæðislána mun losa miklu spennu úr samfélaginu. Ef þetta tekst mun það þýða enda tíma- bils sem kalla má „að koma sér þaki yfir höfuðið“. Fyrir ekki mörgum árum vörðu Íslendingar árunum milli 25 til 40 ára aldurs í að byggja og kaupa blokkaríbúð, raðhús og síðan einbýlishús og allt líf þeirra miðaðist við þetta. Fólk vann myrkranna á milli og smíðaði og naglhreinsaði í þeim fáu frístundum sem gáfust. Það hefur smátt og smátt dregið úr þessari afplánun á byggingastað með hækkandi hús- næðislánum á undanförnum tveim- ur áratugum. Ef lánin fara upp í 90 prósent af kostnaðarverði má segja að þessu tímabili sé lokið. Það mun sömuleiðis hafa mikil áhrif í samfélaginu ef ríkisstjórn- inni tekst að lækka tekjuskatt ein- staklinga og enn fremur ef virðis- aukaskattur á matvæli verður helmingaður. Það sem einna helst dregur úr lífsgæðum Íslendinga er hátt matarverð. Það má venjast fá- menninu og klæða af sér veðrið en hátt matarverð er andstyggð. Næstu skref til að lækka verð á matvælum væru að skera upp land- búnaðarkerfið, auka samkeppni á því sviði og leyfa innflutning á land- búnaðarvörum. En svo langt ná markmið ríkisstjórnarinnar ekki svo við skulum ekki fara lengra út í þá sálma. Það er engin ástæða til að efast um það fyrir fram að ríkisstjórn- inni takist að ná markmiðum sín- um. Þótt hún hafi verið þreytt og dofin á síðasta kjörtímabili getur hún skánað. Ef maður trúir því ekki hefur maður misst trúna á manninn. Það er því lítið annað hægt að segja en: Aðstæður á seinni hluta kjörtímabilsins munu ekki verða skárri en nú. Komið því sem mestu af þessu í verk sem fyrst. Gangi ykkur vel. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um markmið nýrrar ríkisstjórnar í ríkisfjármálum. 16 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þá hefur Davíð Oddsson myndaðsitt fjórða ráðuneyti í röð, sem raunar verður aðeins hans í rúmt ár því þá tekur Halldór við. Í þessu er Davíð að slá met, eins og svo mörgu öðru sem viðkemur íslenskum stjórn- málum. Öll ráðu- neyti Davíðs hafa verið mynduð á óvenju skömmum tíma og það hefur aldrei tekið hann meira en þrjár vikur að mynda stjórn. Fljótastur var hann að mynda Viðeyjar- stjórnina 1991 eða um 10 daga, en nú tók stjórnar- myndunin um hálfan mánuð. Það hefur vakið athygli að þessi skammi tími sem farið hefur í stjórnarmyndun síðasta áratuginn, er umtalsverð breyting frá því sem einkenndi stjórnir og stjórnar- myndanir áratugina tvo þar á und- an. Á árunum frá 1971-1991 eru myndaðar níu ríkisstjórnir á Ís- landi, en kosið er sex sinnum til Al- þingis. Stjórnarmyndun eftir kosn- ingar tók yfirleitt um 2 mánuði, en þó tók það nokkru skemmri tíma þegar fyrsta vinstri stjórn Ólafs Jó- hannessonar var mynduð 1971, eða rétt um mánuð. Sömuleiðis tók það ekki nema rúman mánuð að mynda fyrstu ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar 1983, sem var sam- stjórn Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks. Aðrar stjórnir þessa tíma- bils höfðu um helmingi lengri með- göngutíma og sumar, eins og stjórn Gunnars Thoroddsen árið 1980, sem kallaði fram í dagsljósið djúp- stæð átök sem verið höfðu innan Sjálfstæðisflokksins, voru svar við raunverulegri stjórnarkreppu. En auk þeirra stjórna sem voru myndaðar eftir kosningar eru þrjár stjórnir myndaðar án þingkosninga, en það er minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins frá 1979-80 og svo stjórnir Steingríms Hermannssonar frá 1988-1989 og aftur frá 1989-91. Allar voru þær hræringar til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn og/eða til að tryggja sitjandi stjórn meirihluta á þingi á ólgutímum, þegar verðbólga og efnahagssveiflur ógnuðu póli- tískri samheldni eða sprengdu upp ríkisstjórnarsamvinnu. Báða þessa áratugi loguðu verðbólgueldar og stjórnvöld voru – eða töldu sig vera – í hlutverki slökkviliðsins. Til vitn- is um það eru hin frægu óánægju- orð Steingríms Hermannssonar 1987/1988 þáverandi utanríkisráð- herra um aðgerðarleysi Þorsteins Pálssonar og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum: „Róm brennur!“ Lengd stjórnarmyndana og varan- leiki samsteypustjórna var þannig í raun fall af verðbólgu- og efnahags- vandanum. Þessir áratugir voru pólitískir umbrotatímar þar sem stjórnar- skútur sigldu í ólgusjó verðbólgu og óstöðugleika. Fjölmörg framfara- spor voru þó stigin og velsæld og al- menn velferð jókst. Annað slagið komu upp mál, sem ekki eru bein- línis efnahagsleg, sem límdu saman tiltekin stjórnarmynstur frekar en önnur. Þannig má t.d. nefna hluti eins og landhelgisútfærsluna 1972, jafnvel hermálið og ýmis velferðar- mál. Engu að síður voru efnahags- málin þó jafnan fyrirferðarmest. Viðreisn og davíðska Um margt má segja, að hvað pólitískan stöðugleika varðar, minni tíundi áratugurinn – „davíðskan“ - einna helst á þann sjöunda. Við- reisnartímabilið var þriggja kjör- tímabila samstarf tveggja flokka, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, þar sem unnið var með ýmsum hætti að því að auka frjálsræði í efnahags- og viðskiptalífinu. Al- mennt má þó segja að kyrrð hafi verið yfir efnahagslífinu á þessum árum, þó gagnrýnendur segðu raun- ar að kyrrðin hafi verið slík að rétt- ara væri að tala um kyrrstöðu. Tí- undi áratugurinn hefur einnig verið áratugur pólitísks stöðugleika þar sem byggt er á þjóðarsáttinni frá 1990, sem varð það slökkvitæki sem á endanum slökkti verðbólgubálið. Þannig má segja að Steingrímur Hermannsson og vinstrimenn hafi skilað stjórnarskútunni í hendur Davíðs á lygnari sjó en Steingrímur sjálfur hafði lengst af upplifað sjálfur. Steingrímskan varð for- senda davíðskunnar. Fjórða ráðuneyti Davíðs - Davíð IV - markar því í sjálfu sér engin skil við það sem á undan er gengið. Og þrátt fyrir skemmtilega ný- breytni sem felst í væntanlegum stólaskiptum Davíðs og Halldórs má segja að við séum nú að upplifa hin miklu pólitísku þáttaskil, sem ekki urðu. Þessi ríkisstjórn er fram- hald þess sem verið hefur síðasta áratuginn. Það tók skamman tíma að mynda hana og líklegt að hún muni sitja út sitt kjörtímabil nema eitthvað mjög óvænt komi upp á. En það eru raunar ýmsar blikur á lofti í þeim málum, og ýmis átakamál eða stefnuásar sem lúrt hafa í bak- grunni gætu komist á dagskrá stjórnmálanna og skipt máli varð- andi flokkakerfið, stjórnmálin og stjórnarsamstarfið - þó svo að það hafi ekki gerst fyrir þessar kosning- ar. Þar eru mál eins og Evrópumál ofarlega á baugi. Það er t.d. ekki ótrúlegt að þótt logn sé á verð- bólguslóðum geti hvesst á Evrópu- miðum og aðild mikilvægra við- skiptaþjóða okkar að Myntbanda- lagi Evrópu ruggað hinni íslensku stjórnmálaskútu hressilega á næstu misserum. Það er í slíku veðri sem stólaskipti þeirra Halldórs og Dav- íðs gæti skipt verulegu máli í sögu- legu ljósi. ■ Runnarnir fjarlægðir Óánægður garðeigandi á Akureyri skrifar: Núpasíða 4 á Akureyri er rað-húsabyggð með átta íbúðum og hefur hver íbúð sinn garð. Runnarnir voru háir og flestir vel klipptir. Fyrir þá sem höfðu áhuga reyndist afar ánægjulegt að sinna blómum og gróðri. En sú ánægja náði ekki til allra. Væri hægt að draga þá ályktun að það dygði hverjum og einum að hugsa um sjálfan sig en raun- in reyndist önnur. Einn góðan veðurdag birtust verktakar og söguðu niður runnana í kringum alla garðana í lengjunni að ósk eins íbúa. Hinir vissu hins vegar ekkert um þetta og voru ekki spurðir álita frekar en þeir væru ekki til. Nú er lengjan galopin, hvergi skjól þegar hvasst er og engin leið að hafa blóm sér til yndisauka. Hvort sá aðili sem stóð fyrir þessu hefur gert það til að fá svipað útlit á alla garðana eða jafnvel til að geta fylgst betur með nágrönnunum er enn ósvar- að. Ekki hefur fengist húsfund- ur um málið. ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐ- MUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um stjórnar- myndanir fyrr og nú. Þáttaskilin sem ekki urðu ■ Bréf til blaðsins Gangi ykkur vel Björn Leifsson eigandi World Class Leið til að koma stúlkum á framfæri Fegurðarsamkeppnir eiga fyllilega rétt á sér og er góð leið til að koma ungum stúlkum á framfæri. Það er keppt í öllu, hvers vegna ekki fegurð? Það að halda sam- keppni í fegurð er æskilegra en samkeppni ljótra, það vill enginn vinna titilinn ljótasti maðurinn eða ljótasta konan. Öll höfum við áhuga á fegurð, því ekki að velja þá fegurstu? En útkoma í fegurðarsamkeppni verður aldrei eins því fegurð verður alltaf matsatriði þar sem hún er afstæð. Keppnirnar hér á Íslandi gefa stúlkunum möguleika á frama eða aukna atvinnumöguleika í sams konar keppnum erlendis og í tískuheiminum. ■ Katrín Anna Guðmundsdóttir talskona Femínistafélags Íslands Manneskja, ekki markaðsvara Fegurðarsamkeppnir eru ekki af hinu góða, þær við- halda staðlaðri ímynd af konum og ýta undir gömul og úrelt hlutverk kvenna. Að stærsti kostur kvenna sé að vera fín og sæt. Fyrir það fyrsta finnst mér að ekki eigi að keppa í því hver er sætust. Að konur séu settar fram sem markaðsvara finnst mér ekki gott. Mér finnst að ekki eigi að halda á lofti einhverri einni ímynd af kon- um sem er sögð vera eftirsótt. Það er ekki heilbrigt heldur því það ýtir undir fegrunaraðgerðir, ljósabekkja- notkun eða of miklar megranir. Ég vil ekki láta banna fegurðarsamkeppnir, það er bara skrýtið að það skuli vera svona mikið stórmál í þjóðfélagi eins og okkar. ■ Eiga fegurðarsamkeppnir rétt á sér? Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Bless, bless Framsókn „En hvað Framsóknarflokkinn varðar, þá er nú fokið í flest skjól. Fátt er aðlaðandi við hann: Hvorki fiskveiði-, landbúnaðar- né byggðastefna hans. Og svo kom stríðið... Ég er ekki lengur framsóknarmaður.“ JÓHANN M. HAUKSSON Á VEFNUM HRIFLA.IS. Snyrtilegur ráðherra „Við skulum vona að Sólveig Pétursdóttir færi sig ekki til í ráðherraembætti, svo ekki þurfi að smíða klósett inn af skrifstofu annars ráðherra.“ GRÍMUR SIGURÐSSON Á VEFNUM POLITIK.IS. Skráðu þig í tilboðsklúbb Iceland Express á Netinu Og njóttu þess að fá reglulega send til þín frábær tilboð sem eingöngu eru veitt félögum í tilboðsklúbbi Iceland Express. Skráðu þig á www.IcelandExpress.is núna! Daglegt flug til Kaupmannahafnar og London. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN ■ Þrátt fyrir skemmtilega nýbreytni sem felst í stóla- skiptum Davíðs og Halldórs má segja að við séum nú að upplifa hin miklu pólitísku þáttaskil, sem ekki urðu. Fréttablaðið tekur nú við að-sendum greinum. Greinarn- ar eiga að vera á bilinu 200 til 400 orð í word. Senda skal grein- arnar á netfangið kolbrun@- frettabladid.is ásamt mynd af greinarhöfundi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til þess að velja og hafna og stytta greinar. ■ ■ Aðsendar greinar UMRÆÐAN UM FEGURÐARSAMKEPPNIR HEFUR VERIÐ OFARLEGA Á BAUGI UNDANFARIÐ. FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS HEFUR FARIÐ FREMST Í FLOKKI Í GAGNRÝNI Á SLÍKAR KEPPNIR.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.