Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 22
23. maí 2003 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 MAÍ Föstudagur 24 ■ ■ FUNDIR  9.00 Málþing um lýðræði og kynja- og byggðasjónarmið er haldið á vegum Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri í samvinnu við Jafnréttisstofu og jafnréttisráð. Fundurinn er haldinn í stofu L101 í Sólborg, Háskólanum á Ak- ureyri. Fundarstjóri er Elín Hirst. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Maðurinn sem hélt að kon- an hans væri hattur sýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Um síðustu sýningu er að ræða.  20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir þá Terrence McNelly og David Yazbek sýndur á Stóra sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Söngleikurinn Sól og Máni sýndur í Borgarleikhúsinu á Stóra svið- inu. Söngleikurinn er eftir hljómsveitina Sálina og Karl Ágúst Úlfsson.  20.00 Nemendaleikhúsið sýnir Tvö hús eftir Federico Garcia Lorca. Uppsetningin er útskriftarsýning Leiklist- ardeildar Listaháskólans og er í leik- stjórn Kjartans Ragnarssonar.  21.00 Einleikurinn Sellófón eftir Björk Jakobsdóttur sýndur á Nasa við Austurvöll. ■ ■ TÓNLIST  17.00 Tangó- og kántríhljómsveitin Homebreakers leikur fyrir gesti og gangandi hjá versluninni 12 Tónum á Skólavörðustíg.  22.30 Hljómsveitin Helgi og hljóð- færaleikararnir spilar í Deiglunni í Listagilinu Akureyri.  23.00 Dúettinn Acoustic skemmtir á Ara í Ögri við Ingólfsstræti.  23.00 Hljómsveitin Von hitar upp fyrir Evróvisjón á Champions Café fram eftir nóttu.  23.00 Hljómsveitin SKE spilar á Grandrokk.  Sixties spilar á Kaffi Krók á Sauða- króki.  SSSól spilar á skemmtistaðnum Players í Kópavogi.  Í svörtum fötum spilar á Mekka sport í Reykjavík.  Á Kaffi 59 Grundarfirði verður diskórokktekið og plötusnúðurinn DJ SkuggaBaldur að spila fram eftir nóttu.  Hljómsveitin Úlrik spilar á Café Amsterdam. Hún mun sérhæfa sig í Evróvisjónlögum þessa helgina.  Plötusnúðurinn breski Pascal verður á Astró í kvöld.  Hljómsveitin Cadillac og Bjarni Ara leika fyrir dansi á Kringlukránni.  Hljómsveitin Úlfarnir spilar á Græna hattinum, Akureyri.  Stórsveit Ásgeirs Páls spilar á Gullöldinni. Hljómsveitin Ske heldur tón-leika á Grand Rokk í kvöld. Mikið er að gerast hjá hljómsveit- armeðlimum þessa dagana þar sem tónleikahald á erlendri grund nálgast, hljómsveitin mun meðal annars spila á hinni rómuðu Hróarskelduhátíð í lok júní, Ís- lendingadeginum í Stokkhólmi, Stengade í Kaupmannahöfn og Spitz í London. Ske gaf út sinn fyrsta disk á síðasta ári, en hann ber nafnið Life, Death, Happiness & Stuff. Diskurinn spannar alla flóru poppsins, þar heyrast einnig rokklínur, stemningslög og dansvænar rispur. Fjölbreytnin er þar ríkjandi, margir söngvarar taka lagið og mörg tungumál heyrast. Söngkonan Ragnheiður Gröndal er gengin til liðs við hljómsveitina og mun hún stíga á svið með henni í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 23 á Grand Rokk. ■ Allt að ske hjá Ske ■ TÓNLIST SKE Heldur tónleika á Grand Rokk kl. 23 í kvöld. HELGA ÓLAFSDÓTTIR Ef ég væri stödd á Akureyrimyndi ég trítla í Háskólann og hlýða á málþing um lýðræði og kynja- og byggðasjónarmið ef sá gállinn væri á mér,“ segir Helga Ólafsdóttir, ritstjóri Matartím- ans. „Svo líður dagurinn í sinni fegurstu mynd, vappandi um á milli sýninga eins og yfirlitssýn- ingar um rússneska ljósmyndun á Kjarvalsstöðum og sýningarinnar hans Steingríms Eyfjörðs, „of nam hjá fiðurfé og van“ í Gallerí Hlemmi. Rússneskar ljósmyndir frá miðri nítjándu öld og frásögn af íslenskri stúlku sem ólst upp innan um hænur og hélt hún væri fugl er efni sem getur ekki annað en vakið áhuga manns. Þegar dagurinn væri á enda myndi ég án efa taka mér göngutúr eftir einni fallegustu götu Reykjavíkur, Skólavörðustígnum, og hlýða á tangó- og kántríhljómsveitina Homebreakers sem leikur fyrir gesti og gangandi hjá versluninni 12 Tónum. Það er alltaf svo gaman þegar göturnar í borginni eru full- ar af lífi og að horfa á fólkið vakna upp úr vetrardvalanum og dilla sér við tangó í miðbænum. Eftir góðan málsverð er alltaf gaman að kíkja á leikhús. Fyrir valinu yrði útskriftarsýning Leik- listardeildar Listaháskólans, Tvö hús eftir Lorca. Og þar sem Evró- visjónkeppnin er á morgun myndi ég enda kvöldið á Café Amster- dam og hlusta á hljómsveitina Úl- rik sem sérhæfir sig í Evróvisjón- lögum þessa helgi, enda mikill Evróvisjónfan!“  Val Helgu Þetta lístmér á! Þetta ermjög merkileg sýn- ing. Mér fannst leikar- arnir fara mjög vel með efnið og þarna er heilmikil senukúnst á ferðinni,“ segir Karl Guðmunds- son leikari um leikritið Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur, en sýningum á því í Borg- arleikhúsinu fer brátt að ljúka. „Þessi grúppa er orðin mjög þétt og þau vita nákvæmlega hvað þau eru að gera. Sú vinnuaðferð sem þau hafa tamið sér er mjög flott en allt eru þetta frábærir leikarar fyrir. Þetta er geysilega vel æft hjá hópnum. Þá er Peter Brook, sem setur verkið saman eftir þessari kunnu bók, mikill meistari.“ Mittmat ✓ ✓ ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.