Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 23. maí 2003 25 Þarna er bókstaflega allt millihimins og jarðar sem varðar sumarhúsið og garðinn,“ segir Auður Ottesen. Hún hefur undan- farnar vikur staðið í ströngu ásamt félögum sínum við að skipu- leggja sýninguna Sumarhúsið og garðurinn, sem var opnuð í gær í Íþróttahöllinni að Varmá í Mosfellsbæ. Þetta er sannkölluð stór- sýning. Sýningarsvæðið er meira en 3.000 fermetrar í tveimur sölum og á úti- svæði. Meira en hundrað fyrirtæki kynna vöru sína og þjónustu í tengslum við sumarhús og garðrækt, auk þess sem boðið er upp á skemmtiatriði og afþreyingu af ýmsu tagi bæði í dag og yfir helgina. „Við förum líka óhefðbundn- ar leiðir til þess að mæta þörfum gesta fyrir upplýs- ingar, því þarna verða ekki bara fyr- irtæki að kynna sig heldur verður líka mikil fræðsludagskrá þar sem erindi verða haldin á tuttugu mín- útna fresti. Svo verða líka fag- menn á staðnum sem fólk getur rætt við.“ Að sýningunni standa útgefend- ur tímaritsins Sumarhúsið og garð- u r - inn, sem áður voru tvö tímarit, Sumarhúsið og Við ræktum. „Við héldum fyrst svona sýn- ingu í fyrra vegna þess að þá var Sumarhúsið tíu ára. Þeirri sýningu var svo vel tekið að við ákváðum að gera aðra sýningu núna. Svo á eftir að koma í ljós hvort þetta verður árlega eða annað hvert ár.“ Á síðasta ári sóttu meira en tíu þúsund manns sýninguna í Mosfellsbæ. Ekki er að efa að margir leggja leið sína þangað í ár, því markhópurinn er stór. „Á Íslandi eru risin 15 til 16 þúsund sumarhús og þeim fer stöðugt fjölg- andi,“ segir Auður. „Auk þess eru skráðir um 35 þúsund garðar á landinu. Fyrir utan all- an þennan fjölda dreymir marga um að eignast sumarhús eða garð. Flest fólk vill, held ég, komast í návist við gróðurlíf og það notalega umhverfi sem náttúran býður upp á.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ SÝNING Gróðurlífið heillar Veiðimaðurinn ehf. Funahöfða 17a Sími 567 8050 Veiðimaðurinn Napp och Nytt 2003 – tileinkað Íslandi, á íslensku. Við opnum nýja og glæsilega verslun að Funahöfða 17a í dag kl. 14. Fullt af nýjum veiðivörum. Í tilefni dagsins bjóðum við upp á léttar veitingar og Meistaravörur upp á smárétti. Allir velkomnir. Verslunin A B X – 9 0 3 0 3 8 5 opnuð aftur! Ókeypis e intak!i i ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 12 37 05 /2 00 3 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ www.utilif.is Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 og 545 1500 Skemmtilegur fararskjóti Hlaupahjól úr stáli, stöðugt og auðvelt að leggja saman. Litir: Svart, rautt og blátt. Verð 5.990 kr. Buxur 3.990 kr. Bolur 2.490.kr  Hljómsveitin Feðgarnir leikur á Kaffi Duus í Keflavík.  Hljómsveitin Glymsarnir spilar á Kaffi-Strætó.  Rokktónleikar á Akureyri í Kompaní- inu, þar koma fram Changer, Dark Harvest, Myrk, Shiva og Sólstafir.  Hljómsveitin Sólon spilar á Vídalín. ■ ■ SÝNINGAR  Hrafnhildur Sigurðardóttir sýnir lág- myndir, textílverk og myndverk unnin með tölvutækni í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 1. júní. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 er opið frá 13.00 til 17.00 alla daga nema mánudaga.  „ÓRÓ“ nefnist vorsýning sex mynd- listarnema á öðru ári í Listaháskóla Ís- lands sem haldin verður í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þessa helgi og næstu helgi. Opnunartími er frá kl. 14- 17.  Sýning á verkum nemenda Mynd- listaskólans á Akureyri er á tveimur stöðum í Listagilinu á Akureyri að þessu sinni, bæði í Ketilhúsinu og að Kaup- vangsstræti 16. Vorsýningin verður að- eins opin í tvo daga, laugardag og sunnudag, kl. 14-18 báða dagana.  Yfirlitssýning á rússneskri ljósmynd- un stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Verk- in eru frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag og bera glöggt vitni um þær breyt- ingar sem hafa átt sér stað í rússneskri ljósmyndun.  Sýning á höggmyndum eftir Örn Þorsteinsson stendur yfir á Kjarvals- stöðum. Sýningin teygir sig um ganga Kjarvalsstaða og umhverfis húsið.  Eggert Pétursson sýnir í galleríinu i8 við Klapparstíg.  Útskriftarsýning myndlistar- og hönnunarnemenda Listaháskóla Íslands stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.  Nú stendur yfir einkasýning Mark- úsar Þórs Andréssonar í Englaborg, Flókagötu 17. Húsið byggði listmálar- inn Jón Engilberts sem vinnustofu og íbúð handa sér og fjölskyldu sinni skömmu eftir stríð. Í húsinu er stór salur sem nú er í fyrsta sinn lagður í hendur utanaðkomandi listamanns.  Steingrímur Eyfjörð myndlistarmað- ur er með sýninguna “of nam hjá fið- urfé og van“ í Gallerí Hlemmi. Sýning- in er innsetningarverk sem byggir á 50 ára gamalli frásögn af íslenskri stúlku sem ólst upp að einhverju leyti innan um hænur og hélt að hún væri fugl. Tit- ill sýningarinnar er kominn frá Megasi.  Ríkharður Valtingojer og Helgi Snær Sigurðsson halda sýningu, sem þeir nefna Tvíraddað, í sýningarsal fé- lagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu.  Þorbjörg Höskuldsdóttir sýnir í List- húsi Ófeigs.  Ella Magg sýnir ný og „öðruvísi“ olíumálverk í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Sýning hennar stendur til 18 maí og er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-18 og sunnudaga frá kl. 15-18. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ÞRÍR AF AÐSTANDENDUM SÝNINGARINNAR Sýningin Sumarhúsið og garður- inn stendur yfir í dag. ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.