Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 23. maí 2003 29 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.15 b.i. 16 SKÓGARLÍF 2 m/ísl tali kl. 6 Sýnd kl. 4, 6.30 og 9 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 JUST MARRIED kl. 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 XMEN 2 kl. 4 m. ísl. taliTÖFRABÚÐINGURINN X- MEN 2 kl. 5.30, 8 og 10.30 bi 12 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 BOWLING FOR... kl. 5.40 Rússland er sigurstranglegast íEurovision-söngvakeppninni sem fer fram í Lettlandi á morgun ef marka má atkvæðagreiðslu á vefsíðunni http://www.eurovision.tv. Þar eru vinkonurnar í Tatú í fyrsta sæti með einkunnina 7,6 en Tyrkland fylgir í kjölfarið með 6,7. Holland er í þriðja sætinu með 6,0, Írland í því fjórða og Spánn í því fimmta. Ísland nær einungis þrettánda sætinu með einkunnina 4,7. Tuttugu og fimm manna hópurÍslendinga fer með Flugleiðum til Riga í dag gagngert til þess að fylgjast með Söngvakeppninni. Áhuginn á keppninni virðist síst vera minni hér en undanfarin ár og miðanir seldust upp á nokkrum dögum. Í kringum Eurovision hefur BT oftteflt á tæpasta vað með því að lofa að endur- greiða öll sjón- vörp sem keypt eru fyrir keppn- ina, fari svo að Ísland beri sigur úr býtum. Það mátti til dæmis litlu muna þegar Selma var full- trúi Íslands árið 1999 og sagan segir að markaðs- stjóri BT hafi verið á barmi taugaá- falls yfir atkvæðagreiðslunni. Selma hafnaði eins og allir vita í öðru sætinu en meint stolið lag frá Svíþjóð rændi hana sigrinum. Verslunin hefur nú látið þauboð út ganga að öll sjónvörp sem keypt eru 10 dögum fyrir keppnina verði endurgreidd ef Birgitta vinnur. Íslandi er víða spáð sigri og því má búast við rafmögnuðu andrúmslofti í höf- uðstöðvum BT enda gætu endur- greiðslurnar hljóðað upp á allt að 20 milljónum. Guðmundur H. Magnason, framkvæmdastjóri Verslanasviðs ATV, viðurkennir fúslega að Birgitta sé „tvímæla- laust flytjandi á heimsmæli- kvarða“ og því verði „gaman að fylgjast með næsta laugardag“. 1 dagurí Eurovision Að líkja dönsku sveitinni Saybiavið hina íslensku Leaves er ekki svo galið. Um er að ræða tvær norrænar rokksveitir sem eyða orku sinni frekar í það að framleiða vandaða og vel flutta tónlist frekar en frumlega. Báðar eru fullfærar um ágætar og afar tregafullar lagasmíðar, eru vopn- aðar afbragðs söngvurum auk þess sem báðar minna um margt á Coldplay. Sigur Rósar áhrifin eru greinileg hjá dönsku sveitinni. Bendi á lokalag plötunnar „The One for You“ mér til málstuðn- ings. Eins og í tilfelli Leaves eiga þeir tónlistaráhugamenn sem gera kröfur um frumleika í tónlist, og pirra sig því yfir sterkum áhrifum annara samtímasveita, eftir að finnast lítið til Saybia koma. Vin- sældir sveitarinnar á FM957 sýna þó glögglega að flutningur og tján- ing eru þó oft ofar í hugum al- mennings en frumleiki. Rannsóknarmennirnir, sem hleypa engu að eyrum sínum nema það sé nýtt, setja líklegast frekar plötur Coldplay og Radi- ohead í tækið en að sætta sig við dönsku hermikrákurnar. Niðurstaða: ef þú átt það til að kafa undir meginstrauminn í leit að gulli skaltu halda þig víðs fjarri þessari. Ef þú situr á árbakkanum, horfir á strauminn og bíður eftir því að eitthvað vel slípað reki í áttina til þín ertu nokkuð heppinn, vanalega rennur margt mun verra en þetta í áttina til þín. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist Vandaðar hermikrákur SAYBIA: The Second You Sleep

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.