Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 33
35FÖSTUDAGUR 23. maí 2003 STÁL Á GRÆNU LJÓSI „Græni kallinn í götuvitanum er vinur þinn og hatrið í augum fólksins er bara plat,“ segir í ljóði Einars Más Guðmundssonar. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra stikar stórum enda í nógu að snúast hjá þingmönnum stjórnarflokkanna. Margir með fiðrildi í maganum af spenningi yfir ráðherrastólunum og hverjir fái grænt ljós á götuvita stjórnmálanna. KÆRKOMIN SENDING Gowtan, sjö ára, og Kvaitha, sem er sex ára, eru fósturbörn starfsmanna innkaupa- deildar Hagkaupa. Starfsmenn efna til maraþonsunds til styrktar indverskum börnum. Synda fyrir börnin BARNAHJÁLP Starfsmenn innkaupa- deildar Hagkaupa voru á ferð á Indlandi síðastliðið haust. Fyrir- tækið á viðskipti við þarlent fyrir- tæki sem heiti Mondial. Forstjóri Mondial á Indlandi, Raguraman, hefur látið neyð barna í landinu til sín taka. Hann hefur beitt sér fyr- ir stofnun munaðarleysingjahæl- is, skóla og barnaspítala svo eitt- hvað sé nefnt. Starfsmenn Hagkaupa vildu ekki láta sitt eftir liggja og ætt- leiddu tvö börn, strák og stelpu. Styrkur starfsmannanna felst í því að sjá um uppihald og fylgjast með velferð þeirra í gegnum bréfasendingar. Síðast þegar starfsmenn innkaupadeildarinnar voru á ferðinni komu þeir færandi hendi með leikföng og fatnað. Starfsmennirnir ætla ekki að láta þar við sitja, því í kvöld klukkan 20 standa þeir fyrir mar- aþonsundi starfsmanna Hagkaupa í Grafarvogssundlaug. Ætlunin er að safna áheitum til styrktar börnum á Indlandi. ■ 250 lítrar af málningu á Ströndum DJÚPAVÍK Málningarverksmiðjan Harpa Sjöfn hefur veitt hótelinu í Djúpuvík á Ströndum 250 lítra málningarstyrk til að mála gömlu síldarverksmiðjuna á staðnum. Síldarverksmiðjan kemur vel undan vetri en málningarstyrkur- inn er engu að síður kærkominn. Töluvert er um að fólk sæki í gist- ingu á hótelinu í Djúpuvík utan al- menns ferðamannatíma og ber þar mest á Svisslendingum. Auk þess að mála verksmiðjuna er ráð- gert að Tolli Morthens verði með málverkasýningu á staðnum seinni partinn í júní. Svo verður hefðbundið kaffihlaðborð aðra hverja helgi í sumar. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Suðurlands- tröll ekki í Hveragerði KEPPNI Bæjarráð Hveragerðis- bæjar hefur synjað umsókn Fé- lags íslenskra aflraunamanna um styrk til að halda keppni og kjósa Suður- landströllið í Hveragerði. Afl- raunamennirnir sóttu um hund- rað þúsund króna styrk án árangurs. Er því óvíst um afdrif Suðurlandströlls- ins og hvar eða hvort það verði kjörið í ár. ■ HVERAGERÐI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.