Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 34
36 23. maí 2003 FÖSTUDAGUR Presturinn: „Pétur minn, hlustar þúaldrei á samviskuna?“ Pétur:„Nei, á hvaða rás er hún?“ Með súrmjólkinni Geiri Sigurvins meiri svona vinnuhestur 50 ÁRA „Já, þetta ferlegt. Kominn á sextugsaldurinn. Ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Ég er stunginn af, nenni ekki að vera hérna meðan þetta gengur yfir,“ segir Viðar Halldórsson – afmæl- isbarn dagsins – en hann er hálfr- ar aldar gamall í dag. Viðar er sem sagt á leið til Nor- egs þar sem hann ætlar að heim- sækja son sinn, sem þar býr, og að sjálfsögðu ætlar hann að kíkja á einn fótboltaleik eða svo - minna má það nú ekki vera. „Maður losn- ar seint við þessa vitleysu.“ Á árunum 1976 til 1983 var Við- ar fastur maður í landsliðinu. Að- spurður hvort hann hafi verið hægri eða vinstri bakvörður seg- ist Viðar einnig hafa verið „midfi- eld dínamó“ eða leikstjórnandi. „Já, við vorum þarna saman á miðjunni ég og Geiri Sigurvins. Hann var meira svona vinnuhest- urinn meðan ég byggði upp sókn- irnar og dreifði boltanum... en jú, mest var ég reyndar sem bak- vörður. Þeir sem gátu minna voru settir þangað í þá daga. Og nei, ég skoraði aldrei mark með lands- liðinu. Ég var mjöööög óheppinn.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Viðari var hann að gefa fyrrum landsliðsþjálfara kaffi á skrif- stofu sinni, en Viðar rekur fyrir- tæki í sjávarútvegi. Viðar var alltaf (og er) í FH en hann lagði skóna á hilluna árið 1987, eftir 18 ára glæsilegan feril. Hann segir að þótt meiri hreyfing sé á mönn- um nú til dags séu þeir alltaf trúir sínu félagi. „Nema Atli. Hann er orðinn KR-ingur.“ Engin veisla verður í tilefni dagsins. „Þetta eru bara fyllerí og vitleysa og allir þurfa að gefa gjafir. Og hvað á að gefa gömlum mönnum? Mig vantar ekkert og hef ekkert með kristalsglös, hnífapör og vasa að gera.“ ■ VIÐAR HALLDÓRSSON Er lítið fyrir afmælisveislur, segist ekkert með afmælisgjafir að gera kominn á þenn- an aldur og er stunginn af til Noregs. Afmæli VIÐAR HALLDÓRSSON ■ var í Landsliði Íslands í fótbolta á ár- unum 1976 til 1983 í stöðu bakvarðar - og einnig á miðjunni að dreifa boltanum meðan Ásgeir Sigurvinsson hafi verið vinnuhesturinn. Tvímælalaust Lili Marleen, ogþá í flutningi Marline Dietrich, segir Hrafn Jökulsson, skákfrömuður og tónlistarunn- andi. Ég var einmitt að fá mér disk með þýskum sönglögum frá fyrri hluta síðustu aldar. Ég þurfti að hafa hraðar hendur því í búð- inni var einnig staddur Haraldur Blöndal lögmaður, sem var farinn að renna hýru auga á gripinn. Þar er að sjálfsögðu þessi perla í önd- vegi. Þetta lag hafa flutt menn á borð við Bubba, Frey í Geirfugl- unum – og átti ég meira að segja til að taka undir með honum á árum fyrri þegar sá gállinn var á mér – og svo Dietrich en lagið hlýtur að teljast best í flutningi hennar. ■ ■ Óskalagið GUÐMUNDUR PÉTURSSON Þeir Dóri Braga ætla að kenna fólki að spila blús um helgina. Kenna fólki að spila blús Erkiblúsararnir Dóri Braga ogGuðmundur Pétursson ætla að bjóða hljóðfæraleikurum upp á blúsnámskeið um næstu helgi. Námskeiðið verður haldið í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar klukkan 10-17 báða dagana. „Við Guðmundur erum með ákveðna þráhyggju í þessu. Þetta er ákveðið trúboð, eins og hjá þeim í Krossinum,“ segir Dóri Braga. „Við höfum í vetur verið tveir saman með tónleika nokkrum sinnum og spilum þá bara á kassagítarana. Við vildum fara að- eins meira í ræturnar á blúsnum og þá er betra að vera bara með kassagítarinn.“ Dóri segist jafnan finna fyrir miklum áhuga fólks á blústónlist og margir sem vilja ekki bara hlusta heldur líka geta spilað blúsinn. „Ef menn ætla að impróvisera eitthvað í rokki eða djassi þá er það alltaf blúsinn sem menn byggja á. En þetta er fólk á öllum aldri sem er búið að skrá sig hjá okkur, bæði kúabóndi fyrir austan og tólf ára strákur, svo eitthvað sé nefnt.“ ■ Jón Kristinn Björnsson lést 21. maí. Björn Tómas Kjaran, skipstjóri, lést 20. maí. Útförin fer fram í kyrrþey. Guðrún Elíasdóttir, Sunnubraut 50, Keflavík, lést 20. maí. Valgerður Laufey Einarsdóttir, Álftamýri 36, Reykjavík, lést 20. maí. Indriði Már Hafliðason, Nedrejordet 91, Drammen, Noregi, lést 19. maí. Margarethe Gíslason, Víðivangi 10, Hafnarfirði, lést 13. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðbjörg Óskarsdóttir, Bæjartúni 12, Kópavogi, lést 10. maí. Útförin hefur far- ið fram í kyrrþey. Tónlist HALLDÓR BRAGASON OG GUÐMUNDUR PÉTURSSON ■ eru trúboðar þegar blústónlist er annars vegar. ■ Andlát ■ Jarðarfarir 13.30 Brynja Hermannsdóttir, Klappar- stíg 1, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Halldóra Halldórsdóttir, Hlað- hömrum, Mosfellsbæ, verður jarð- sungin frá Lágafellskirkju. Það gengur mikið á í gaman-leiknum Öfugu megin uppí, sem gengur fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu þessa dagana. Þar er greint frá hremmingum tveggja hjóna sem bregða sér í helgarreisu með viðhöldum sínum en bóka sig óvart á sama af- skekkta hótelið. Friðþjófur, leik- inn af Eggert Þorleifssyni, er í af- leysingum í gestamóttökunni og á fullt í fangi með að halda skikki á hlutunum og hylma yfir ósiðleg- heitin. Á sýningunni síðastliðið laug- ardagskvöld keyrðu fagnaðarlæt- in um þverbak, þegar hin sein- heppna Hulda, sem Sigrún Edda Björnsdóttir leikur, ákvað að skella sér í bólið með elskhugan- um, leiknum af Ellert Ingimund- arsyni. Leikkonan tók mikið til- hlaup og flaug í háum boga upp í rúmið og lenti beint ofan á elsk- huganum. Við harkalega lending- una brotnaði rúmið í spón, rúm- fæturnir spýttust út um allt svið og leikendurnir skriðu skelkaðir upp úr brakinu. Það þarf því að smíða rúmið upp nýtt, en þess verður þó gætt að halda þessu áhrifamikla atriði inni. ■ Forseti færir prinsessu hest Ég er að reyna að skipuleggjaog fá það til að ganga upp að vera með tíu þúsund manns og fjörutíu hesta,“ segir Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi. Hann er að leggja síð- ustu hönd á Íslandsdag í Stokk- hólmi 28. maí í Konungsgarðinum þar í borg. Meðal gesta á Íslandsdeginum eru Viktoría, krónprinsessa Svía, og íslensku forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff og er þetta fyrsta ut- anferð þeirra eftir að þau gengu í hjónaband. Á Íslandsdeginum af- hendir Ólafur Ragnar Grímsson Viktoríu prinsessu íslenskan hest að gjöf frá íslensku þjóðinni. Hestinum fylgja reiðtygi sérstak- lega ætluð fötluðum frá fyrirtæk- inu Seifi. Viktoría tekur við hest- inum fyrir hönd fatlaðra sænskra hestamanna. Íslenski hesturinn nýtur mikilla vinsælda í Svíþjóð. „Leiðin að hjarta Svíans liggur í gegnum hestinn,“ segir Svavar. Fjórtán þúsund ís- lenskir hestar eru skráðir í Svíþjóð og segir Svavar að ætla megi að 100 þúsund Svíar séu í snertingu við reiðmennsku á íslenskum hestum. Fjölmargir íslenskir listamenn koma fram á Íslandsdeginum á dag- skrá sem stendur í tíu tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur dagur er haldinn í Stokkhólmi. Íslensk fyrir- tæki hafa verið að hasla sér völl í Svíþjóð og standa þau með Reykja- víkurborg og ríkisstjórninni að há- tíðinni. Svavar segir að áhersla sé lögð á að kynna íslensk orkufyrir- tæki. „Það hefur margt verið skrif- að skrýtið í sænsk blöð um orkumál og við erum að svara því með kynn- ingu á orkuvinnslu íslenskra fyrir- tækja.“ haflidi@frettabladid.is SENDIHERRANN RÍÐUR ÚT Svavar Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi, brá sér í reiðtúr í Konungsgarðinum ásamt Ylvu Hagander sem rekur hestafyrirtæki með hrossum af íslensku gæðingakyni. Íslandskynning ■ Mikið verður um dýrðir á Íslandsdegi í Stokkhólmi. Fjöldi listamanna kemur fram og þjóðirnar leiða saman hesta sína. SIGRÚN EDDA Undirbýr tilhlaupið í rúmið í Öfugu megin uppí. Leikhús ■ Mikið gengur á í leiksýningunni, Öfug- um megin uppí. Enda þótt atriðin séu vel æfð getur ýmislegt farið úrskeiðis. Stærð: 180sm X 120sm Pallur: 60sm X 180sm Visa/Euro GG trésmíðar S: 660-1050 Öll önnur almenn trésmíðavinna Barnahús Barnahús í garðinn eða við sumarhúsið Sumartilboð verð 49.900 kr. Braut rúmið í hita leiksins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.