Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 38
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR Ég get ekki að því gert, en þegarég horfi á viðtöl við formenn stjórnarflokkanna í sjónvarpinu, finnst mér ég heyra orðið „sátt“ eða orðasambandið „mikil sátt“ nánast í öðru hverju orði. Einnig hef ég rekið mig á það að orðsam- bandið „enginn ágreiningur“ kem- ur sífellt fyrir. Formenn stjórnar- flokkanna hafa lagt á það gríðar- lega áherslu að í stjórnarmyndun- arviðræðunum hefur ekkert komið upp á borðið sem hefur þótt ástæða til að hafa áhyggjur af. Engin alvarleg deilumál. Allt í sómanum. ÞAÐ ER YNDISLEGT að flokk- arnir tveir skuli ná svona ofsalega vel saman. Annað eins hefur ekki sést í langan tíma í stjórnmálum á Íslandi. Í rauninni hefur ekki ann- að eins sést í langan tíma á Íslandi yfir höfuð, og þá ekki bara í stjórnmálum heldur í lífinu öllu. Ég held jafnvel að annað eins hafi ekki sést í öllum heiminum, aldrei nokkurn tímann. Hvílík sátt! Vinir deila. Pör rífast. En Halldór og Davíð eru eins og tveir óaðskiljan- legir svanir á tjörn, sem dóla sér tignarlegir í kvöldroðanum. ÉG ÞEKKI par sem er búið að vera saman lengi og á tvö börn. Það er alltaf á leiðinni að gifta sig. Vinir og ættingjar eru sífellt í startholunum og hafa beðið spenntir eftir boðskorti inn um lúguna í hátt á fjórða ár. En aldrei kemur boðskortið. Það skilur eng- inn í því af hverju þau gifta sig ekki. Þau eru fullkomið par og eiga örugglega eftir að vera ham- ingjusöm saman alla ævi. ÉG ER AÐ SPÁ. Væri það ekki miklu einfaldara ef stjórnarflokk- arnir tveir sameinuðust? Það er enginn ágreiningur á milli þeirra hvort sem er. Þeir smella saman eins og flís við rass. Aðrir eins kærleikar hafa ekki sést í langan tíma. Þeir samþykkja alltaf allt samhljóða sem hinn segir. Núna erum við að bögglast með tvo stjórnarflokka. Til hvers? Það er miklu betra að hafa bara einn stór- an og hamingjusaman stjórnar- flokk, úr því sem komið er. Það er hreinlegra og það er líka svo miklu einfaldara og betra fyrir blessuð börnin. ■ Mikil sátt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.