Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 4
STJÓRNMÁL Undiralda er í Fram- sóknarflokknum vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímsson- ar formanns að skipa Árna Magn- ússon, nýkjörinn alþingismann, félagsmálaráðherra. Kenningar eru uppi um að Halldór sé með þessu að tilnefna arftaka sinn og hafin séu kynslóða- skipti í flokknum. Skoðanir á útspil Halldórs skiptast mjög í tvö horn. Sumir eru hæst- ánægðir með til- nefningu þessa fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar en aðr- ir eru ævareiðir vegna þess að gengið er framhjá reyndari flokkshestum. Þá er gagnrýnt að tvö kjördæmi séu ráðherralaus á meðan önnur tvö kjördæmi hafa á að skipa tveimur ráðherrum hvort. Í biðsalnum Ákvörðun Halldórs kom mjög á óvart. Í biðsal ráðherradóms voru Jónína Bjartmarz, alþingismaður í Reykjavík suður, Magnús Stef- ánsson í Norðvesturkjördæmi og Hjálmar Árnason, alþingismaður í Suðurkjördæmi. Þá hefur Krist- inn H. Gunnarsson, alþingismað- ur í Norðvesturkjördæmi, lengi bankað á dyrnar. Jónína var ósátt við að hljóta ekki ráðherrasæti. Hún mun hafa talið eðlilegt að sem fyrsti þingmaður Reykjavík- ur suður, með aðeins 14 atkvæð- um færri atkvæði að baki sér en Halldór Ágrímsson, ætti hún full- an rétt á stólnum í stað þess að Reykjavík norður fengi tvo ráð- herra, líkt og reyndar Norðaust- urkjördæmi þar sem Jón Krist- jánsson og Valgerður Sverrisdótt- ir fengu bæði ráðherrastóla. Ekki er þó búist við að Jónína muni gera uppsteyt fremur en Magnús Stefánsson. En hún mun bíða síns tíma. Heimildarmenn Frétta- blaðsins eru sammála um að Kristinn gæti orðið til vandræða. Hann er umdeildur innan flokksins þótt hann hafi haldið þingflokksformennsku. Kristinn var upphaflega kosinn á þing fyr- ir Alþýðubandalagið en þegar Samfylkingin varð til sagði hann skilið við sína gömlu félaga og gekk til liðs við Framsóknar- flokkinn. Honum var þar spáð skjótum frama í upphafi en síðan hefur smám saman hallað undan fæti. Kristinn var stjórnarfor- maður Byggðastofnunar en sagði af sér eftir harðvítugar deilur sem urðu til þess að hann og for- stjórinn hættu báðir. Kristinn hefur verið í andstöðu við Davíð Oddsson forsætisráðherra og gagnrýnt hann óspart. Þar með hefur hann unnið sér til óhelgi og smám saman hefur fjarað undan honum í flokknum. Í kosninga- baráttunni var altalað að mesti kvíði stjórnarflokkanna væri sá að meirihlutinn yrði svo tæpur að treysta yrði á atkvæði Kristins H. í erfiðum málum. Nánir sam- herjar Kristins lýsa því að hann standi nú frammi á fremstu brún og lítið þurfi til þess að hann taki flugið úr Framsókn og hreiðri um sig á gömlum slóðum á vinstri vængnum. Skýrist á mánudag Á mánudag mun þingflokkur Framsóknarflokksins úthluta þeim sem misstu af ráðherrasæt- um sárabótum. Þegar er mikill titringur vegna þessa og bæði Jónína Bjartmarz og Magnús Stefánsson þurfa að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Hvorugt þeirra er sagt hafa áhuga á þingflokks- formennsku. Innan þingflokksins eru raddir uppi um að Hjálmar Árnason verði kjörinn þing- flokksformaður. Þá er vilji til þess að Magnús Stefánsson verði formaður fjárlaganefndar og hann er sagður vera áhugasamur um slíkt sjálfur. Missi Kristinn H. þingflokksformannsstólinn án þess að fá verðugar bætur, svo sem formennsku í fjárlaganefnd, séu vaxandi líkur á því að hann fari úr flokknum. Þar með yrði ríkisstjórnarmeirihlutinn enn tæpari en áður. Uppi eru raddir um að Halldór muni meta það pólitískt nauðsynlegt að halda Kristni góðum. Óvissa Sivjar Staða Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra er snúin ef litið er til þess að hún missir um- hverfisráðuneytið 15. september 2004. Hún er í því raun ráðherra á útleið. „Ég hef fullan hug á að halda áfram í stjórnmálum og sem ráð- herra,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sem missir ráðherraembættið 15. september 2004 þegar ráðuneyti hennar fer til Sjálfstæðisflokksins. Raddir eru uppi um að þá séu mestar lík- ur á að Siv lendi utangarðs. Á þeim tímamótum verður kos- ið að nýju um ráðherra flokksins. „Það er ljóst að einn ráðherra verður að víkja en ég er pollró- leg,“ segir Siv. Halldór lagði málið þannig upp að við ráðherraskiptin 2004 verði aftur kosið í þingflokknum um ráðherrastólana og þannig eigi Siv möguleika á framhalds- lífi innan ríkisstjórnar. Aðrir benda á að ef ekki verði einhverj- um ráðherranum skákað út, svo ekki komi til uppgjörs, þá muni þeir ráðherrar eftir eru ríghalda í stóla sína og mynda bandalag gegn Siv. Hún muni því líklega hverfa af ráðherrastóli. Halldór stendur nú andspænis því vandasama verkefni að leysa mál þannig að ríkisstjórnin haldi fimm þingsæta meirihluta. rt@frettabladid.is 4 24. maí 2003 LAUGARDAGUR Yfir 1.600 fórust í jarðskjálftanum: Óttaslegnir íbúar hafast við undir berum himni ALSÍR Tala látinna í jarðskjálftan- um í Alsír er komin yfir 1.600. Að minnsta kosti 6.800 manns slösuð- ust í skjálftanum og þúsundir fjöl- skyldna eru heimilislausar. Sjúkrahús landsins eru löngu orð- in yfirfull og mikill skortur er á blóði, lyfjum og sjúkragögnum. Skjálftinn jafnaði við jörðu fjölda þorpa við norðurströnd landsins. Þar hafa þúsundir flúið heimili sín af ótta við eftirskjálfta og lagst til svefns á götum úti og í almenningsgörðum. Lögreglan hefur reist vegatálma og aukið liðstyrk sinn til að koma í veg fyr- ir gripdeildir. Talið er að jarðskjálftinn geti haft umtalsverð áhrif á pólitíska framtíð Abdelaziz Bouteflika, forseta Alsírs. Ljóst er að þá gíf- urlegu eyðileggingu sem skjálftinn hafði í för með sér má að stórum hluta til rekja til lé- legs húsakosts. Almenningur í landinu hefur um árabil krafist umbóta í þessum efnum en án árangurs. Skjálftans varð vart víða um Miðjarðarhaf. Flóðbylgja skall á spænskum eyjum um 280 kíló- metra norður af ströndum Als- írs með þeim afleiðingum að um 150 bátar eyðilögðust eða skemmdust. Sæstrengir fóru í sundur og truflun varð á síma- sambandi við Asíu og Kyrra- hafslönd. ■ ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR Sjálfstæðiskonum á Alþingi fjölgar úr fjór- um í fimm þegar hún leysir Tómas Inga Olrich af hólmi. Stutt brotthvarf: Snýr aftur á Alþingi STJÓRNMÁL „Ég var aðallega búin að ganga frá skrifstofunni minni og lítið farin að huga að framtíð- aráformum,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðaustur- kjördæmi, sem tekur sæti Tómas- ar Inga Olrich á Alþingi þegar hann fer til Parísar sem sendi- herra. Arnbjörg var þingmaður Austurlands frá 1995 til síðustu þingkosninga þegar hún féll af þingi. Þegar rætt var við Arnbjörgu í gær var hún ekki búin að fá á hreint hvenær hún tæki aftur sæti á þingi og gat lítið sagt til um hvað hún myndi gera í millitíðinni. ■ Bráðaþjónusta FSA: Í forgangi HEILBRIGÐISMÁL „Við drögum hér úr rekstri flestra eininga á hefð- bundnum sumarleyfatíma,“ segir Þorvaldur Ingvarsson, lækninga- forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Að hans sögn er aðeins endurhæfingardeild lokað yfir sumartímann. „Hér er dregið úr rekstri fyrst og fremst vegna skorts á afleys- ingum starfsfólks og rekstrarfé,“ segir Þorvaldur. „Við látum bráðaþjónustuna ganga fyrir.“ ■ Siv í óvissu Ólga í Framsóknarflokki vegna ráðherraskipta. Þingflokksformennska Kristins H. talin í hættu. Ótti um að hann snúi baki við flokknum. UNDIR BERUM HIMNI Fjölskylda situr við bálköst í bænum Boumerdes, um 50 kílómetra austur af Algeirsborg. Fjöldi fólks hefst við utan dyra af ótta við eftirskjálfta. ■ Uppi eru raddir um að Halldór muni meta það pólitískt nauð- synlegt að halda Kristni góðum. ■ FRÉTTASKÝRING KRISTINN H. GUNNARSSON Missir hugsanlega þingformennskuna. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Óviss framtíð. MAGNÚS STEFÁNSSON Vill formennsku í fjárlaganefnd. JÓNÍNA BJARTMARZ Með svipað fylgi og Halldór en fékk ekki ráðherrastól. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hvernig koma breytingar á ráðherraliðinu út? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að horfa eða horfðir þú á Eurovision? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 36% 17%Alveg sama Mjög illa Frekar illa Frekar vel Mjög vel 11% 10% 26% Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.