Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 9
24. maí 2003 LAUGARDAGUR Glaðningur með gasgrillunum* + + + Með em aleraðri grill- grind og hitagrin d. Grillbók fylgir m eð. Outbac k Omeg a 17.900 kr. Outbac k Troop er 34.900 kr. Grillbók fylgir m eð. Fiesta E30035 21.900 k r. Grillbók fylgir m eð. Nú fylgir vönduð grillveislubók með öllum gasgrillum á ESSO stöðvunum. Við bjóðum þér að fá grillið sent heim samdægurs samansett og tilbúið til notkunar.** Auðveldara getur það ekki verið. Það eina sem þú þarft að gera er að snúa kjötinu. **Á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og Akureyri.*Gildir ekki um ferðagasgrill. F í t o n / S Í A SKIPULAG Íbúar Rimahverfis í Graf- arvogi afhentu skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar í gær 500 und- irskriftir þar sem skipulagi svokall- aðrar Landssímalóðar, óbyggðs svæðis í miðju Rimahverfis, er mótmælt. Að sögn Emils Arnar Kristjáns- sonar, talsmanns íbúa, hafa íbúar mótmælt hæð og þéttleika fyrir- hugaðrar byggðar á lóðinni, þar sem hún sé ekki í samræmi við aðliggjandi byggð. „Okkur voru gefin mjög góð orð á síðasta ári um að skipulagið yrði unnið í fullri sátt við íbúa,“ segir Emil. „Það hefur ekki gengið eftir.“ Emil segir að meginkröfur íbúa séu að þéttleiki byggðarinnar verði minnkaður og skipulag verði unnið í samræmi við aðliggjandi byggð. Íbúar hafi verulegar áhyggjur af því að ekki liggi fyrir áætlun um uppbyggingu skóla og leikskóla á svæðinu, auk þess sem þeir geri kröfur um að hluti lóðarinnar verði gerður að útivistarsvæði. ■ AFHENDING UNDIRSKRIFTALISTA Emil Örn Kristjánsson og Þórdís T. Þórarinsdóttir, íbúar í Rimahverfi, afhenda Salvör Jóns- dóttur, forstöðumanni skipulags- og byggingarnefndar, og Helgu Bragadóttur skipulagsfull- trúa undirskriftirnar. Skipulagi Landssíma- lóðar mótmælt: Vilja lágreist- ari byggð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hlutabréfamarkaður: DeCode hækkar um fjórðung HLUTABRÉF Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hækkað um 27% undanfarna daga á bandaríska hlutabréfamarkaðn- um Nasdaq. Gengið í DeCode var 2,30 doll- arar á hlut í lok viðskipta á þriðju- dag. Á miðvikudag hækkaði geng- ið í 2,71 dollara, eða um 17,8% Daginnn eftir hækkaði gengið um 7,01% til viðbótar. Þá stóð gengið í 2,90 dollurum í lok dags. Síðdegis í gær, föstudag stóð gengið í 2,93. Gengi DeCode hefur lægst far- ið í 1,55 dollara og var um nokkurt skeið í kringum 1,70. ■ HEILSA Þungaðar konur eiga það síður á hættu að verða þunglyndar í kjölfar barnsfæðingar ef þær neyta fisks á meðgöngunni, sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar. Ástæðan er hátt hlutfall ómega-3 fitusýra í fiski. Í rannsókninni var fylgst með 11.721 breskri konu. Komust vís- indamennirnir að því að tilfellum fæðingarþunglyndis fækkaði eftir því sem konurnar innbyrtu meiri fisk. Barnshafandi konur sem ekki neyttu fisks voru helmingi líklegri til þess að þjást af þunglyndi á fyrstu átta mánuðum eftir fæð- ingu en þær sem borðuðu fisk tvisvar til þrisvar í viku. ■ HOLL FÆÐA Fisktegundir á borð við silung, lax, síld, sardínur og túnfisk inni- halda mikið magn ómega-3 fitusýra. Ný rannsókn: Fiskur gegn fæð- ingarþunglyndi RÁÐHERRA „Ráðherrastóllinn kom ánægjulega á óvart,“ segir Árni Magnússon, nýr þingmaður Fram- sóknarflokks, en hann tók við ráð- herrastól í félagsmálaráðuneytinu í gær. Árni segir ágæta samstöðu hafa verið um ráðherraskipan í þingflokknum á fimmtudag. „Okkar formaður gerði sína til- lögu eftir að hafa talað við þing- menn. Hann tók marga hluti inn í myndina og er þetta hans nið- urstaða sem naut stuðnings flokksins.“ Árni hefur sent bæjarstjórn Hveragerðis bréf og beðist lausnar frá og með gærdeginum. Hann er bæjarfull- trúi og starfar í nefndum og ráð- um. „Þetta ber brátt að og svona verður það að vera.“ Árni hefur unnið við stjórnmál í rúm átta ár. Fyrst sem kosninga- stjóri á Suðurlandi fyrir kosning- arnar 1995. Síðan var hann aðstoð- armaður iðnaðar- og viðskiptaráð- herra frá árinu 1995 til 1999. Starfi aðstoðarmanns utanríkis- ráðherra gegndi hann frá árinu 1999 til 2001. Undanfarin tvö ár hefur hann verði framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins. „Áhugi minn á pólitík kviknaði fyrir um átta árum. Ég var starf- andi í fjölmiðlum og ekki hafði hvarflað að mér áður að hafa af- skipti af pólitík fyrr en ég fékk tækifæri sem ég ákvað að grípa.“ Árni er 37 ára og býr í Hvera- gerði ásamt konu sinni Eddu Björg Hákonardóttur. Saman eiga þau fimm börn á aldrinum sex til tuttugu og þriggja ára ára. Árni ætlar ekki að flytja til Reykjavík- ur að svo stöddu, heldur bíða og sjá hvernig hlutirnir þróast. „Mér finnst ekki mikið mál að keyra á milli Reykjavíkur og Hveragerð- is, búinn að gera það í níu ár og get haldið því áfram. Það er nýtt að þingmaður Reykjavíkur búi úti á landi. Yfirleitt er það á hinn veginn, að þingmenn landsbyggð- arinnar búi í Reykjavík. Eftir að ráðherradómur varð raunin finn ég frá fólki sem ég ræði við að því finnst Halldór Ásgrímsson hafa sýnt bæði djörfung og mik- inn styrk með þessari ákvörðun. Það á ekkert skylt við mína per- sónu heldur það að hann hafi spil- að út spili sem menn áttu ekki von á.“ hrs@frettabladid.is Djörf ákvörðun formannsins Halldór Ásgrímsson gerði tillögu sem naut stuðnings þingflokks Framsóknar. Árni Magnússon er nýr þingmaður og ráðherra flokksins. Hann tók við félagsmálaráðuneytinu af Páli Péturssyni í gær. ÁRNI MAGNÚSSON Segir það ekki mikið mál að keyra á milli Reykjavíkur og Hveragerðis, það sé hann búinn að gera í níu ár. „ Þetta ber brátt að og svona verður það að vera. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.