Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 14
20 24. maí 2003 LAUGARDAGUR L J Ó S M Y N D A S T Ú D Í Ó P É T U R P É T U R S S O N FÓTBOLTI „Það er mikilvægt að þjálf- ari sýni aldrei veikleikamerki. Svipbrigði þjálfarans verða að vekja traust leikmanna til hans.“ Þannig hljóðar ein af lífsreglum Ottmar Hitzfeld, þjálfara Bayern München. Hitzfeld leggur hart að leikmönnum sínum en leggur áherslu á að þeim sé sýnd sann- girni. „Við verðum að sætta okkur við sérvisku sumra leikmanna en ef þeir fara yfir strikið verður þeim refsað eins og öðrum.“ Treystir leikmönnum Sigurður Grétarsson, fyrrum leikmaður og þjálfari Breiðabliks og Vals, þekkir til Hitzfeld frá því hann lék undir stjórn Þjóðverjans hjá svissneska félaginu Grass- hoppers fyrir rúmum áratug. „Hann er ótrúleg týpa,“ segir Sig- urður. „Hann er í raun mjög mann- legur en lætur menn finna það ef þeir standa sig ekki. Hann rakkar menn samt aldrei niður fyrir fram- an hópinn. Þótt hann sé undir miklu álagi heldur hann alltaf haus.“ „Reyndu að leiða væntingar annarra hjá þér, forðastu of marga fundi og ekki tala um fótbolta heima hjá þér,“ er enn ein lífsregla Hitzfelds og sú þriðja hljóðar svona: „Ekki gagnrýna leikmenn þína of mikið – sýndu þeim traust. Treystu innsæi þínu og leiddu hjá þér skoðanir almennings og fjöl- miðla þegar þú tekur ákvarðanir. Notaðu rökhugsun í undirbún- ingnum og bættu tilfinningunum við þegar leikurinn hefst.“ Skemmtilegur tími með Hitzfeld Sigurði finnst svipmót Grass- hoppers á sínum tíma ólíkt Dort- mund og Bayern undir stjórn Hitzfeld á síðustu árum. „Við spiluðum alltaf 4-4-2 en núna spil- ar hann ýmist með þriggja eða fjögurra manna vörn, stundum 3- 5-2, 4-3-3 eða 3-4-3. Hann er með breiðan leikmannahóp og svo fer það eitthvað eftir mótherjum hvernig hann stillir þessu upp. Hann er líka snillingur í allri tak- tík og uppsetningu á leikjum. Það var hann sem byrjaði á þessu „rótasjónskerfi“ þegar hann var hjá Dortmund.“ Kerfið felst í því að breyta byrjunarliðinu mark- visst til að hvíla leikmenn vegna álags. Hitzfeld lék lengstum í Sviss og þar hóf hann þjálfaraferil sinn. „Þegar ég kom til Luzern var hann þjálfari Aarau,“ segir Sigurður. „Samningur minn við Luzern rann út vorið 1990 og þeir hjá Grasshoppers töluðu við mig strax um áramótin og báðu mig að bíða með að skrifa undir nýjan samning þar til við hefðum rætt saman. Hitzfeld sagði mér frá sínum hugmyndum og mér leist vel á þær. Þetta var mjög skemmtilegur tími, sérstaklega fyrra tímabilið þegar við urðum meistarar. Hann kláraði ekki seinna tímabilið því hann fór á miðju ári til Dortmund.“ Markviss skref að toppnum „Enginn leikmanna Grass- hoppers fylgdi Hitzfeld til Dort- mund og hann hefur ekki keypt leikmenn frá Dortmund eftir að hann tók við hjá Bayern. Giovane Elber spilaði með mér hjá Grass- hoppers en Hitzfeld keypti hann frá Stuttgart. Elber kom upphaf- lega til Milan frá Brasilíu en var lánaður til Grasshoppers sem keypti hann ári síðar.“ Hitzfeld ólst upp í bænum Lörrach í Þýskalandi, ekki fjarri Basel í Sviss. Hann gerðist at- vinnumaður hjá Basel árið 1971, varð meistari tvö fyrstu árin og bikarmeistari vorið 1975. Vetur- inn 1977-78 var eina tímabil Hitz- feld í 1. deild þýsku Búndeslíg- unnar. Það var síðasta ár hans hjá Stuttagart en frumraun hans í efstu deild var í leik gegn Bayern München í ágúst 1977 sem lauk með 3:3 jafntefli. Frami þjálfarans Hitzfeld hef- ur vaxið með markvissum skre- fum frá litlu félagi í Sviss í erfið- asta viðfangsefni þýskrar knatt- spyrnu. Sumarið 1983 gerðist Hitzfeld þjálfari hjá FC Zug og kom þeim upp í efstu deild í fyrstu atrennu. Hann fór til FC Aarau eftir aðeins eitt tímabil hjá Zug, til Grasshoppers fjórum árum síðar, þá Dortmund og loks til Bayern. Hitzfeld lék aldrei með A- landsliði Þýskalands en lék alla sex leiki liðsins sem keppti á Ólympíuleikunum í München árið 1972. Hann skoraði eitt mark í öllum fimm leikjunum þegar hann var í byrjunarliði. obh@frettabladid.is OTTMAR HITZFELD Ottmar Hitzfeld varð þýskur meistari í sjöt- ta sinn í vor. Hann hefur fjórum sinnum orðið svissneskur meistari, tvisvar sem þjálfari Grasshoppers og tvisvar sem leik- maður Basel. Hitzfeld hefur bæði stýrt Bayern München og Borussia Dortmund til sigurs í Meistaradeildinni. OTTMAR HITZFELD (F. 12. JANÚAR 1949) Leikmaður: TuS Stetten 1960-67 FC Lörrach 1967-71 FC Basel 1971-75 VfB Stuttgart 1975-78 FC Logano 1978-80 FC Luzern 1980-83 Þjálfari: FC Zug 1983-84 FC Aarau 1984-88 Grasshopper 1988-91 Borussia Dortmund 1991-98 Bayern München 1998- Átta meistaratitlar með þremur félögum Ottmar Hitzfeld varð meistari með Bayern í fjórða sinn. Grasshoppers og Dortmund hafa líka orðið meistarar undir hans stjórn. A U G L Ý S I N G A S E T R I Ð Collector 33 Rafmagnssláttuvél 1000W rafmótor 27 ltr grashirðupoki Euro 45 Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Silent 45 Combi Bensínsláttuvél 4 hestöfl B&S mótor 55 ltr grashirðupoki Verð: 17.900 Verð: 34.900 Verð: 44.900 Park Comfort Bensínsláttuvél 15,5 hestöfl B&S mótor Slátturbúnaður að framan Verð: 544.000 Estate President Bensínsláttuvél, 13,5 hestöfl B&S mótor 250 ltr grashirðupoki Verð: 354.000 Hágæða sláttuvélar Vetrarsól - Askalind 4 - Kópavogi - Sími 564 1864

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.