Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 17
EUROVISION Þrátt fyrir að stóra stundin sé enn ekki runnin upp hefur síðasta vika í Lettlandi þeg- ar verið Birgittu Haukdal við- burðarík. Hún hefur varið mikl- um tíma á blaðamannafundum, bæði sínum eigin og fylgst með öðrum, og tekið þátt í stífri æf- ingadagskrá. Frítíma sínum hefur hún svo varið í að koma íslenska hópnum í gott keppnisskap auk þess sem hún hefur reynt að kynnast keppinautunum. „Ég er búin að hitta þau sem eru frá Noregi og þau voru mjög elskuleg,“ segir Birgitta glöð í bragði að vanda. „Við höfum líka mikið kynnst þeim sem eru frá Ír- landi. Við eyddum mánudags- kvöldinu með þeim og skemmtum okkur stórvel á hótelinu. Spiluð- um á kassagítar og sungum langt fram eftir nóttu. Það var alveg æðislegt. Í morgun fylgdumst við með æfingunni hjá t.A.T.u. og með blaðamannafundinum á eftir.“ Hvernig líst þér á þær? „Þær virka á mig eins og tvær fjórtán ára stelpur sem er sagt hvernig þær eigi að haga sér. Þær eru pínulitlar, rosalega barnaleg- ar og svara litlu. Þær koma sér líka mikið undan því að svara spurningum. Þegar þær svo svara finnst manni eins og það sé búið að segja þeim hvað þær eigi að segja. Ég held að þessir stælar séu nú ekkert 100% komnir frá þeim sjálfum.“ Heldur þú þá að þær séu ekki einu sinni lesbíur? „Mér finnst það nú ekki á þeim. Ég held að þetta sé bara tilgerð en maður veit aldrei.“ Óttast umsjónarmenn keppn- innar ekki að þær hneyksli fólk á sviðinu? „Það var einmitt spurt á blaða- mannafundinum í dag hvort þær væru að fela eitthvað á æfingun- um sem þær ætluðu að fram- kvæma keppniskvöldið. Þær sögðust ætla að fara eftir reglun- um en mér finnst einhvern veginn eftir að hafa horft á æfinguna að það komi koss, þó að það verði ekki nema alveg í endann. Þær mættu á blaðamannafundinn í dag í fangabúningum. Með því voru þær að segja að þær væru fangar þar sem þær fengju ekki að gera það sem þær vildu í keppninni.“ Þyrnirós á sviðinu Það kom Birgittu á óvart hversu falleg Riga er. Hún segir þar vera mikið af trjám og að byggingarnar séu rómantískar. „Okkur er líka svo vel tekið að mér finnst ég vera stödd í ævin- týri. Ég er komin inn í Þyrni- rósarævintýrið. Svo þegar ég kem heim verð ég að loka bókinni og ævintýrið verður búið.“ Hvernig líður þér á sviðinu? „Ég hef aldrei á ævinni séð svona fallegt svið. Það er mikil upplifun að standa á því og það verður alveg örugglega það flott- asta sem ég mun á ævinni syngja á.“ t.A.T.u stelpurnar voru nú ein- mitt að kvarta yfir því hvað allt væri ömurlegt þarna á sviðinu... „Það er bara rugl. Þær viður- kenndu það nú á blaðamannafund- inum í dag að þær hefðu verið illa upplagðar á fyrsta blaðamanna- fundinum. Ég held að þær hafi bara verið í vondu skapi eftir langt ferðalag. Þegar maður er þannig gengur ekkert upp.“ En þú býst við því að verða ör- ugg á sviðinu? „Já, ég kom sjálfri mér á óvart hvað ég gat verið afslöppuð. Þeg- ar ég hef verið að syngja á æfing- unum hefur allt verið troðið af blaðamönnum. Maður er ekkert einn, eins og heima í hljóðprufu. Það er því kannski alveg ástæða til þess að vera stressaður því þeir skrifa um það hvernig æfing- in fór. Ég bjóst við því að vera rosalega stressuð en mér leið bara vel.“ Gengi og spár veðbanka Niðurstöður veðbanka hafa verið misjafnar um íslenska lagið. Því hefur verið spáð allt frá þrett- ánda sætinu upp í það þriðja. Ætli þessar spár hafi nú nokkuð áhrif á hana Birgittu okkar? „Það er ekkert hægt að segja um þetta. Það er fullt af fólki búið að koma til mín og segja að ég verði í fyrsta til fimmta sæti. Ég held að það sé ekkert hægt að taka mark á þessu því þetta er bara persónulegt álit hjá hverjum og einum. Við eigum eftir að sjá hvað öllum hinum millj- ónunum finnst. Ég get ekkert sagt um það hvort við verðum ofar- lega eða neðar- lega. Allavega virðast blaða- m e n n i r n i r fíla okkur í botn. Það gerir þetta að ennþá meira ævintýri fyrir okkur, hvort sem við vinn- um eða töp- um.“ Ert þú búin að gera þér e i n h v e r j a r væntingar um árangur? „Það væri draumur að fá að vera í topp 10. Að- alatriðið er að Ís- lendingar geti verið stoltir af s í n u a t r i ð i þ e g - a r ég kem aftur heim, hvort sem ég verð í tuttugasta sæti eða því tí- unda. Ég ætla að reyna að gera vel fyrir þjóðina. Við verðum svo bara að sjá hvort hin löndin fíla okkur eða ekki, ef ekki þá verður bara að hafa það.“ Nú ertu fyrst í röðinni, heldur þú að það minnki möguleika þína á góðum ár- angri? „Ábyggilega getur það gert það. Við skulum bara vona að fólk muni eftir okkur. Þetta eru náttúr- lega rosalega mörg lönd og við gætum gleymst. Fólk man kannski ekkert eftir laginu í lokin, kannski bara aðeins eftir mér. Ef við stöndum okkur vel og gerum landið okkar stolt getum við skemmt okkur miklu meira. Þá getum við horft á öll hin atriðin afslöppuð. Ég held því að það sé skemmtilegra fyrir okkur sem erum hér úti að vera fyrst.“ Er eitthvert lag, annað en ykk- ar, sem þú myndir vilja sjá ofar- lega? „Það eru nokkur sem mér finnst mjög flott. Hollenska lagið er gott, norska lagið er afslappað og öðruvísi en öll hin lögin. Svo finnst mér t.A.T.u vera með mjög flott lag. Þó að ég hrópi nú ekkert húrra yfir því hvernig þær haga sér hérna. Svíþjóð og Spánn eru líka með flott lög. Ég sé þessi lög fyrir mér á topp 5. Vonandi fæ ég líka að vera með þar.“ Að lokum vill Birgitta senda sínar bestu kveðjur „á klakann“, eins og hún orðar það. „Þið sendið okkur kannski orku,“ segir hún áður en sambandið rofnar. biggi@frettabladid.is LAUGARDAGUR 24. maí 2003 Í kvöld keppir skærasta poppstjarna landsins, Birgitta Haukdal, fyrir hönd Íslands í Eurovision. Fréttablaðið spjallaði við hana um keppnina, lesbíudúettinn t.A.T.u, vonir og væntingar. Ævintýri Birgittu Eurovisionblaðið Hafðu þetta blað við höndina í kvöld og færðu stigin inn í töfluna. Sjáðu alla myndina með32“ 32“ Ef Birgitta ber sigur úr bítum ætlar BT að endurgreiða öll sjónvörpin. 99.999 ÓTRÚLEGT VERÐ M YN D /FR IÐ R IK Ö R N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.