Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 22
24 24. maí 2003 LAUGARDAGUR Bókaðu flug á www.IcelandExpress.is Eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Þjónustuverið er opið virka daga frá 9-17, laugardaga frá 10-14 og sunnudaga frá 11-15. Sími 5 500 600 Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Uppáhaldsborgin mín er Róm,af því hún er best,“ segir Auður Haralds, rithöfundur, og finnst að það segi allt sem þarf. Innt eftir frekari skýringum segir hún Róm einfaldlega stór- fenglega, fallega, skítuga og að hún spanni fleiri þúsund ár. „Þú getur ekki tekið skref án þess að ganga þar um í fortíð, nútíð og framtíð. Ég bjó í sjö ár í Róm og fór þangað aftur í mánuð og er langt í frá búin,“ segir Auður, sem telur að fólk gefi sér ekki nægan tíma í stórborgum. „Ég er hrifnust af kirkjunum í Róm sem ná aftur til ársins 40 eftir Krist. Þær standa þarna eins og lifandi hlekkur við hlekk aftur til upphafs menningar okkar, hvort sem má svo kalla það menningu eða ómenningu.“ Auður segist ekki tala ítölsk- una eins og innfædd þrátt fyrir sjö ára búsetu. „Það gerir maður ekki ef maður lærir tungumál eftir tíu ára aldur, það heyrist alltaf að þú ert útlendingur.“ ■ ■ UPPÁHALDSBORGIN MÍN AUÐUR HARALDS Allt í Róm heillar Auði, og þá ekki ekki síst kirkjurnar. Stórfengleg og skítug Róm Það er nú saga á bak við nafniðmitt,“ segir Helga Braga Jóns- dóttir. leikkona. „Mamma mín, Svala Bragadóttir, missti móður sína þegar hún var sjö ára gömul og það var alveg á hreinu þegar hún varð ólétt um tvítugt að hún óskaði sér stelpu sem hún ætlaði að skíra Helgu, í höfuðið á mömmu sinni.“ Helga segir að þegar óskin var uppfyllt og stelpan fædd hafi mamma hennar ætlað að bæta Mjöll við Helgunafnið. „En þá barði Bragi afi öskureiður í borð- ið og sagði: „Ertu brjáluð, kona? Það halda allir að krakkinn hafi verið getinn úti í snjóskafli. Þetta kemur bara ekki til greina, og barnið á að heita Braga.“ Mamma Helgu gaf sig strax og fyrir það er Helga Braga ævin- lega þakklát. „Mömmu hafði bara ekki dottið þetta í hug,“ segir hún hlæjandi. „Hún mundi eftir Gunn- vöru Braga, sem var með barna- þætti í útvarpinu, en sú beygði ekki nafnið, það var meira svona eins og ættarnafn. En hún á reyndar Brögur í sínum afkom- endahópi sem beygja nafnið.“ Skólasystkini Helgu Brögu gerðu tilraun til að uppnefna hana, en hún lét það sem vind um eyru þjóta. „Þau reyndu að kalla mig Helgu Bragakaffi, en mér var nákvæmlega engin stríðni í því og gaf því enga orku. Enda var ég grínarinn í hópnum og ekkert hægt að stríða mér.“ Helga Braga hlær dátt við til- hugsunina um að heita Mjöll. „Það passar mér náttúrlega engan veg- inn,“ segir hún. „Hugsaðu þér bara. Svo var ég auðvitað í geð- veiku uppáhaldi hjá Braga afa, sem samdi til mín mörg falleg ljóð, eins og til dæmis: „Best af öllum börnum hér, búsettum á Skaga, faðminn breiðir móti mér, meyjan Helga Braga.“ Fallegt,“ segir Helga Braga dreymin. „Hann skildi eftir sig hundruð ljóða, hann var sko sirka mínútu að semja ferskeytlu með stuðl- um, höfuðstöfum, innrími og hringrími. En þessi er bara svona klassísk,“ segir hún. „Svo var hann fyllibytta, blessaður. Þegar Helga amma dó tók hann upp bokkuna og drakk þangað til hann dó, það var bara þannig. En hann var yndislegur maður og ég er óskaplega stolt af nafninu mínu og að heita í höfuðið á hon- um.“ ■ ■ NAFNIÐ MÍTT ■ BERNSKUMINNING Best af öllum börnum hér... Ég hef verið um það bil átta áraog systir mín Arna fjögurra, þegar við ákváðum að strjúka að heiman,“ segir Þóra Sigurðardótt- ir, umsjónarmaður Stundarinnar okkar, spurð um skemmtilega bernskuminningu. „Við vöknuð- um snemma eins og venjulega einhverja helgina og mamma og pabbi sváfu náttúrlega á sínu græna og sinntu okkur ekki neitt. Við urðum ægilega fúlar og ákváðum að strjúka að heiman og kenna þeim lexíu.“ Þóra og litla systir önuðu ekki af stað út í óvissuna heldur pökk- uðu vandlega niður og útbjuggu nesti. Þær komu sér svo fyrir í geymslu í fjölbýlishúsinu þar sem þær bjuggu. „Það leið og beið,“ segir Þóra. „Við borðuðum nestið og biðum og biðum, en enginn kom. Eftir heila eilífð ákváðum við að þau væru vöknuð, búin að hringja á lögregluna og örugglega orðin viti sínu fjær af hræðslu. Þá ákváðum við að koma í leitirnar því þeim hefði örugglega á þess- um tímapunkti skilist hversu öm- urlegir foreldrar þau væru. Þegar við hinsvegar komum upp aftur sváfu þau værar en nokkru sinni og það kom í ljós að við höfðum enst í nákvæmlega hálftíma í geymslunni.“ Þóra segir þær systur hafa sagt foreldrum sínum allt af létta þegar þau vöknuðu, en þau ekki skilið til fulls alvarleika málsins. „Nú finnst okkur öllum þetta skemmtilegt í minningunni,“ seg- ir Þóra. ■ Biðu árangurslaust í geymslunni HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR Krakkarnir í skólanum reyndu að upp- nefna hana Helgu Bragakaffi, en það þótti henni ófyndið og gaf því engan gaum. ÞÓRA OG ARNA SIGURÐARDÆTUR Fannst þær vanræktar af foreldrum sínum og ákváðu að kenna þeim lexíu fyrir lífstíð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.