Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 28
24. maí 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 MAÍ Laugardagur 30 ■ MYNDLIST ■ ■ SÝNINGAOPNANIR  14.00 Opnun á Stóru norrænu fílasýningunni í sýningarsal Norræna hússins. Á sýningunni eru verk eftir dönsku listamennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pernelle Maegaard. Victoria Winding hefur séð um gerð fræðslutexta.  16.00 Opnun sýningar Claire Xuan í Ljósmyndasafni Íslands við Tryggva- götu. Listakonan kynnir þar myndverk sín og ljósmyndir og fimmtu ferðadag- bók sína, Ísland.  Ný sýning hefst í Listasafni Íslands á úrvali verka í eigu safnsins. Um sumar- sýningu safnsins er að ræða. ■ ■ SAMKOMUR  12.00 Svifflugfélagið verður með opinn dag á Sandskeiði. Öllum er vel- komið að koma og fara í flugtúr á svif- flugu eða mótorsvifflugu.  14.00 Opið hús hjá listakonunni Sjöfn Har á Eyrabakka. Þetta er í tilefni af menningarhátíðinni Vor í Árborg. Sjöfn býr í svonefndu Óðinshúsi sem áður hýsti rafstöð og slökkviliðsstöð en nú síðast áhaldahús Árborgar.  14.00 Listaháskóli Íslands braut- skráir nemendur frá skólanum á hátíðar- samkomu sem haldin verður í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.  14.00 Ásatrúarmenn halda Rækt- unarblót við Aronsbústað í landi Skóg- ræktarinnar á Mógilsá. Komið verður saman á bílastæðinu við rætur Esju og farið þaðan í hópferð að bústaðnum. Grill, leikir og söngur.  16.00 Menningarfélagið Hispán- ica og Stofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur í erlendum tungumálum gangast fyrir dagskrá um bókmenntir og bókmennta- Matthew Barney, einn afþekktustu og athyglisverð- ustu myndlistarmönnum samtím- ans, opnar sýningu í Nýlistasafn- inu í dag. Matthew Barney er mörgum Íslendingum kunnur sem barnsfaðir Bjarkar Guð- mundsdóttur en hann hefur á undanförnum árum haldið sýn- ingar í virtustu galleríum heims. „Ég hitti nokkra íslenska lista- menn og fór að vinna verk um landið, það má segja að besta að- ferðin til að vinna verk um landið sé að koma hingað og setja upp sérstaka sýningu,“ sagði Matt- hew Barney um ástæðu þess að hann ákvað að halda sýningu á Ís- landi. Barney hefur vakið verðskuld- aða athygli fyrir CREMASTER myndirnar sem hann er höfundur að, leikstýrir og framleiðir, en þær verða sýndar í Regnboganum dag- ana 25. maí til 1. júní. Um er að ræða fimm íburðarmiklar myndir sem eru samblanda af sögulegum staðreyndum, sjálfsævisögu og goðsögnum þar sem Barney bregð- ur sér í ótal gervi. Sýning Matthew Barney í Ný- listasafninu verður margþætt, hann leggur undir sig 3. hæð safnsins og mun verk hans þekja gólf salarins og myndirnar fimm munu verða sýndar á fimm stór- um skjám. „Þetta eru nýir skúlpt- úrar sem ég sýni hér og eru þeir með vísun í íslenskt landslag“ sagði Matthew Barney um verkin sem hann sýnir í Nýlistasafninu. Sýningin ber nafnið CREMASTER Plate og verður í Nýlistasafninu til 29. júní en sýn- ingar á myndum Barneys verða í Regnboganum til 1. júní. ■ EITT VERKA BARNEYS Barney er einn af þekktustu og athyglisverðustu myndlistarmönnum samtímans og sýnir nú í Nýlistasafninu. Sýningin stendur til 29. júní. Matthew Barney í Nýlistasafninu sögu Mexíkó. Erindi flytja Dr. Hólmfríð- ur Garðarsdóttir, lektor í spænsku, Sig- ríður Ragna Birgisdóttir, B.ed. og starf- andi spænskukennari og Edna Mastache. ■ ■ TÓNLIST  14.00 Í tilefni 40 ára afmælis Tón- listarskóla Kópavogs verða hátíðartón- leikar í Salnum Kópavogi. Þar mun meðal annars verða frumflutt tónverkið Tónleikur-Hljóðleikur-Hringleikur eftir Erik J. Mogensen.  14.00 Snæfellingakórinn í Reykja- vík heldur vortónleika í Safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju á Hellissandi. Undir- leikari er Lenka Máteová og stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson.  15.00 Útgáfutónleikar Stórsveitar Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Stjórnandi er Sæbjörn Jónsson, stofn- andi og fyrrum aðalstjórnandi hljóm- sveitarinnar. Útsetningar eru í höndum Veigars Margeirssonar.  16.00 Í tilefni 40 ára afmælis Tón- listarskóla Kópavogs verða hátíðartón- leikar í Salnum Kópavogi. Þar munu efni- legustu nemendur skólans koma fram.  16.00 tónleikar í Fella- og Hóla- kirkju, stjórnandi er Kári Friðriksson. Undirleikarar eru þeir Árni Ísleifsson, Benedikt Egilsson, Arngrímur Marteins- son, Unnur Eyfells. Einsöngvarar eru Kári Friðriksson, Sigurður Stefán Þórhallsson og Valdimar Ólafsson.  17.00 Snæfellingakórinn í Reykja- vík heldur vortónleika í Grundarfjarðar- kirkju. Undirleikari er Lenka Máteová og stjórnandi Friðrik S. Kristinsson.  15.30 Strengjasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar heldur tónleika í Kristskirkju við Landakot í Reykjavík. Spilaðir verða m.a. konsertar eftir Vivaldi og Händel, hið alkunna Adagio eftir Albinoni og Holberg-svítan eftir Edvard Grieg. Tón- leikarnir eru liður í undirbúningi fyrir tónleikaferð strengjasveitarinnar, til Tékklands og Póllands. ■ ■ SÝNINGARLOK  Sýningu á málverkum Hjördísar Frí- mann, verkum bandaríska listmálarans Richards Vaux og á grafík og akrýlverk- um listakonunnar Aðalheiðar Ólafar Skarphéðinsdóttur lýkur um helgina í Hafnarborg. Sýningin er opin frá 11 til 17.  Sýningunni „Tvíraddað“ í íslenskri grafík lýkur nú um helgina í Hafnarhús- inu en þar sýna saman Helgi Snær og Ríkharður Valtingojer. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Veislan sýnd á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. Verkið er eftir þá Thomas Vinterberg og Mogens Rukov en leikgerð er í höndum Bo Hansen.  20.00 Leikfélag Reykjavíkur sýnir Öfugu megin uppí eftir Derek Benfield á Stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Sumarævintýrið sýnt í Borg- arleikhúsinu á Nýja sviðinu. Verkið er eftir Shakespeare og leikhópinn sjálfan.  20.00 120. sýningin á Píkusögum eftir Eve Ensler. Verkið er sýnt á þriðju hæð Borgarleikhússins. SIGFÚS SIGURÐSSON Það er nú eiginlega fyrst ogfremst dægurmenning göt- unnar á Austurvelli sem heillar mig þessa dagana. Þetta er flott Nyhavn-stemning í sólinni,“ segir Sigfús Ólafsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Tvö dónaleg haust. „Annars líst mér einna best á tónleika hljómsveitarinnar minnar Tvö dónaleg haust á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum á laug- ardaginn. Það verður rosalegt ball enda mun Birgitta vinna Eurovisionkeppnina fyrr um kvöldið og það verður 20 stiga hiti á Egilsstöðum. Við tökum örugg- lega Eurovisionlög í bland og ætli við komum ekki naktir fram ef hún vinnur. Annars langar mig mikið til að sjá Veisluna í Þjóð- leikhúsinu um helgina. Bíómynd- in var svo frábær að það er bara ekki annað hægt en að skella sér í Veislu. Svo líst mér líka mjög vel á Herjólfur er hættur að elska. Ég held að þessi Sigtryggur Magna- son sé alveg afbragðs náungi. Svo hef ég heyrt að Stóra fílasýningin í Norræna húsinu sé alveg geggj- uð og ætla ekki að missa af henni.“  Val Sigfúsar Þetta lístmér á! Karlakór Dalvíkur og Fóstbræður halda tónleika í Langholtskirkju í dag, laugardaginn 24. maí kl. 17 Stjórnendur: Guðmundur Óli Gunnarsson og Árni Harðarson. Einsöngvari: Davíð Ólafsson, bassi. Píanóleikari: Daníel Þorsteinsson. Dagskrá er fjölbreytt að vanda, m.a: Fjögur karlakórslög op. 8 eftir Árna Björnssson Svarfaðardalur kæri, nýtt lag eftir Guðmund Óla Gunnarsson Fimm vinsæl rússnesk þjóðlög með leikrænni tjáningu Gullvagninn, í útsetningu Þóris Baldurssonar Tvö Stuðmannalög Davíð Ólafsson, bassasöngvari syngur Nirfilinn og Ef ég væri ríkur. Davíð syngur einnig með Karlakór Dalvíkur og Fóstbræðrum: Old man river og Hraustir menn. ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.