Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 24. maí 2003 ■ ■ SÝNINGAROPNANIR  Sýningin „Afbrigði af fegurð“ verður opnuð á Prikinu. Það er Femínistafélag Íslands sem stendur fyrir henni. ■ ■ SAMKOMUR  16.00 Leiksýningarhópurinn Perl- an verður með kaffihlaðborð og skemmtun í Iðnó til styrktar Noregsferð sinni en þau eiga 20 ára sýningarafmæli um þessar mundir.  16.00 Sextíu ár eru liðin frá orrust- unni miklu í Stalíngrad og af því tilefni verður fundur í MÍR salnum við Vatns- stíg 10. Þar verður meðal annars kynnt ferð til Moskvu, Pétursborgar og Stalín- grad. Einnig verður heimildarmynd um Stalíngradorrustuna sýnd, áróðursplaköt úr stríðinu og baráttulög leikin. ■ ■ TÓNLIST  17.00 Afmælistónleikar Kvöld- vökukórsins verða í Háteigskirkju. Karlakórinn Kátir karlar syngur nokkur lög. Á efnisskrá eru íslensk og erlend sönglög. Stjórnandi Ulrik Ólason og undirleikari Douglas A. Brotchie.  17.00 Söngfélagið sunnan heiða og Ólafur Kjartan Sigurðarson bariton, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Pétur Björnsson kvæðamaður koma fram í Salnum Kópavogi. Stjórnandi er Kári Gestsson. Á efnisskrá er aðallega ís- lensk tónlist, þar á meðal nýtt verk, Stemmur, sem Gunnsteinn Ólafsson samdi fyrir kórinn.  17.00 Útgáfutónleikar hjá B3 tríó í Norrænahúsinu. Leikin verður frum- samin orgeljazzmúsik, hljómsveitina skipa Agnar Már Magnússon á orgel, Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Eirik Qvick á trommur.  20.00 Leikhúskórinn á Akureyri heldur tónleika í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit. Kórinn flytur perlur úr óper- um, óperettum og söngleikjum. Undir- leikari er Aladár Rácz og einsöngvarar eru Hildur Tryggvadóttir, Michael J. Cl- arke og félagar úr kórnum.  20.00 Gradualekór Langholts- kirkju og Eivör Pálsdóttir koma fram á tónleikum í Langholtskirkju. Einnig syngur Þóra Sif Friðriksdóttir nokkur lög með kórnum. ■ ■ SÝNINGARLOK  Sýningu Markúsar Þórs Andrésson- ar lýkur í Englaborg, Flókagötu 17, um helgina. ■ ■ LEIKLIST  16.00 Sýning á verkinu Herjólfur er hættur að elska í Leiksmiðju Þjóð- leikhússins við Sölvhólsgötu. Verkið er eftir Sigtrygg Magnason og er í leikstjórn Stefáns Jónssonar.  20.00 Leikfélag Reykjavíkur sýnir Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht á Stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Litli leikklúbburinn og Tón- listarskóli Ísafjarðar sýnir Söngvaseið á Stóra sviði Þjóðeikhússins. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en uppfærslan var valin athyglisverðasta áhugaleiksýn- ing ársins. ■ ■ SÝNINGAR  Sýningin „Afbrigði af fegurð“ í Cut’n Paste, Síðumúla 12. Það er Staðal- ímyndahópur Femínistafélags Íslands sem stendur fyrir sýningunni. Á sýning- unni verða sýnd sögubrot allt frá árinu 1970 þegar slagorðið „Manneskja en ekki markaðsvara“ kom fyrst fram.  Hrafnhildur Sigurðardóttir sýnir lág- myndir, textílverk og myndverk unnin með tölvutækni í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 1. júní. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 er opið frá 13.00 til 17.00 alla daga nema mánudaga.  Ljósmyndasýningin Myndaðir máls- hættir stendur nú yfir í Caffé Kúltur í Al- þjóðahúsinu við Hverfisgötu, gegnt Þjóð- leikhúsinu. Þetta er sýning á lokaverkefn- um útskriftarnema í ljósmyndun við Iðn- skólann í Reykjavík. Sýningin stendur til 6. júní. hvað?hvar?hvenær? 22 23 24 25 26 27 28 MAÍ Sunnudagur STRÓRSVEITIN Stórsveit Reykjavíkur heldur útgáfutónleika í Ráðhúsinu í dag klukkan 15. Fjölmargir söngvarar koma fram með hljómsveitinni, þar á meðal Páll Óskar, Andrea Gylfadóttir og Egill Ólafsson. Stórsveit Reykjavíkur Stórsveit Reykjavíkur heldurútgáfutónleika í dag. Hljóm- sveitin gaf nýverið út geisladisk sem inniheldur fjölmörg lög sem tengjast höfuðborginni á ýmsan hátt og því vel við hæfi að velja tónleikunum stað í Ráðhúsi Reykjavíkur. Margir af ástsæl- ustu söngvurum Íslendinga koma fram með hljómsveitinni og má þar nefna Andreu Gylfadóttur, Egil Ólafsson, Kristjönu Stefáns- dóttur, Pál Óskar Hjálmtýsson, Pál Rósinkranz og Ragnar Bjarna- son. „Það er gaman að geta komið fram og flutt lög sem eru mest- megnis eftir íslensk tónskáld og snerta Reykjavíkurborg,“ segir Sigurður Flosason. „Stjórnandi verður Sæbjörn Jónsson, stofn- andi og fyrrum aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, og allar útsetn- ingar á lögunum eru í höndum Veigars Margeirssonar.“ Tónleik- arnir verða klukkan 15 í Ráðhúsi Reykjavíkur og er aðgangur ókeypis. ■ ■ TÓNLIST ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.