Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 40
Hrósið 42 24. maí 2003 FÖSTUDAGUR Fyrir nokkrum árum síðan fórég ásamt fjórum vinkonum mínum í helgarferð til London. Það var að sjálfsögðu allt gert á nokkrum dögum, eins og sannir Ís- lendingar gera; skoðunarferðir, sigling, drukkið, hlegið og verslað. Á mánudeginum um hádegisbil kom flugrútan að sækja okkur. Ferðin gekk hægt fyrir sig en við áttum eftir að versla pínulítið uppi á velli og fara í Tax Free þannig að við vildum komast á staðinn sem fyrst. Þegar rútan þurfti svo að beygja inn frekar þrönga götu keyrði hún á mann sem var á mót- orhjóli. Það slasaðist sem betur fer enginn nema gæinn á mótor- hjólinu en hann fótbrotnaði. Þetta kostaði það að hringja varð á sjúkrabíl og lögregluna. Þegar löggan kom á staðinn var hún ekki par hrifin af því að mótor- hjólagæinn var „undercover cop“ og var að vinna að einhverju mik- ilvægu verkefni. Loksins fengum við að halda áfram og það var smá hrollur í mannskapnum eftir þetta. Þegar við nálgumst flugvöllinn sjáum við ekkert nema lögreglu- bíla og þvílíkar bílaraðir. Farar- stjórinn stökk út til að kanna hvað væri í gangi og málið var að mað- ur gekk laus með byssu í flugstöð- inni. Enn og aftur þurftum við að bíða og bíða. Að endingu var okk- ur hleypt inn og það urðu allir að hlaupa eins hratt og þeir gátu því það var komið síðasta kall út í vél. Fljótlega eftir að við fórum í loftið segir flugstjórinn að það eigi eftir að verða smá ókyrrð í loftinu. Allir áttu því að spenna beltin og ekki yrði boðið upp á kaffi. Ég var ekkert að kippa mér upp við þetta en tvær af vinkon- um mínum eru sjúklega flug- hræddar og tóku strax eftir ljós- inu á sætisbeltunum. Það var lán í óláni að þær skildu ekki alveg hvað flugstjórinn sagði þannig að ég þýddi orð hans þeim í hag og sagði að Bretarnir vildu hafa ör- yggið í fyrirrúmi og þessvegna þyrftum við að hafa beltin spennt. Síðan pantaði ég tvöfaldan kon- íak handa þeim og bað þær að drekka í botn og sem betur fer steinsofnuðu þær og urðu ekki varar við neitt. ■ Sagan ■ Sonja M. Halldórsdóttir leikskólakenn- ari segir sögu af ókyrrð í flugi og skorar á vin sinn Gunnar Braga Sveinsson að segja næstu sögu. ...fær Sólveig Pétursdóttir, fyrr- verandi dóms- og kirkjumálaráð- herra, fyrir æðruleysi, jákvætt hug- arfar og fágæta stillingu sem hún sýndi við missi ráðherradóms. Fréttiraf fólki Bílslys, óður byssubófi og biluð kaffivél ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að karlmenn fá ekki fæðingarorlof þó þeir endurfæðist. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alsír. Rósa Guðmundsdóttir. SONJA M. HALLDÓRSDÓTTIR „Hvað kaffið varðaði þá væri kaffivélin biluð og við fengjum því ekkert kaffi.“ 55 ÁRA „Þetta er ljóta loftræstingin hérna. Það liggur við að frjósi í pungnum á manni – þeir eru ýktir í þessu einsog Ameríkaninn. Eins og að labba inn í ísskáp alls staðar. Hvað segirðu annars?“ Það er af- mælisbarn dagsins, Kristján Jó- hannsson stórsöngvari, sem talar, rennandi blautur, nýstiginn úr sturtuklefanum á Hilton í Tókíó. „Það er spurning hvort ég segi hvað ég er gamall. Í mínum bransa er þetta alltaf stórt leyndarmál. Til dæmis var lengi gert grín að Placido Domingo. Hann var 49 ára í 20 ár,“ hlær Kristján og lætur svo ófeiminn uppi að hann sé 55 ára, ferskur eins og rósin. Kristján er að æfa hlutverk Óþelló í The New National Theater Tokyo sem hann segir frábært hús, nýtt og tæknilega fullkomið. Frumsýning er 10. júní. Og talandi um Domingo, þá er Kristján ein- mitt að „skrölta sér í“ búning hans en sýningin sem verið er að setja upp er frá Royal Operahouse Covent Garden – þar sem Domingo fór með hlutverk Óþelló. „Dom- ingo er vambsíðari en hærri. Og búnigurinn er úr þessu fína leðri og talsvert mál að breyta þessu.“ Kristján segist ekkert ætla að gera í tilefni dagsins. „Ég er reyndar búinn að biðja stelpurnar aðstoðarfólkið í leikhúsinu að kaupa fyrir mig eina eða tvær tert- ur og á æfingunni á morgun drekk- um við kóka kóla og fáum okkur tertu.“ Jan Pons, sem er einn helsti baritónn heimsins, er þarna með Kristjáni auk fleiri félaga hans. „Svo hringi ég í mína heittelskuðu og börnin í kvöld. Svo verður nú ekkert meira úr því.“ Það olli nokkrum titringi hér- lendis þegar Kristján lýsti því yfir í sinni síðustu heimsókn að hann væri að gerast ítalskur ríkisborg- ari. Íslendingar eiga Kristján, sem segist reyndar vera orðinn svoldið ítalskur. „En þetta er tæknilegs eðlis. Hjartað slær íslenskt til enda. Það er engin spurning.“ jakob@frettabladid.is Domingo hærri og vambsíðari KRISTJÁN JÓHANNSSON Stórsöngvarinn er staddur í Tókíóborg og segir aldur atvinnuleyndarmál, til dæmis var Domingo 49 ára í tuttugu ár. Afmæli ■ Afmælisbarn dagsins er að æfa Óþelló í Tókíó. Hann lætur sæmilega af dvöl sinni þar. Þó skyggja fjarvistir við fjölskylduna á sem og loftræstingaárátta Japana – herbergið hans er eins og ís- skápur, sem ekki er gott fyrir söngvara. Nokkuð óvænt skaust borgar-fulltrúinn Björn Bjarnason í stól dóms- og kirkju- málaráðherra og ruddi þar með Sól- veigu Pétursdóttur úr vegi. Meðal gárunga í Sjálfstæðisflokknum gengur Björn nú und- ir gælunafninu Kvennabaninn en þetta er í annað sinn sem hann fellir konu. Þess er skemmst að minnast að Björn ætl- aði að hrifsa Reykjavíkurborg úr höndum R-listans. Þá felldi hann Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita Sjálfstæðismanna, sem þar með hvarf af sjónarsviðinu. Inga Jóna er eiginkona Geirs Haarde fjár- málaráðherra, sem talinn var eiga formannssæti í flokknum. Endur- nýjaður ráðherradómur Björns er talinn vera vísbending um að nú sé það ekki kona sem hann leggur til atlögu við heldur Geir Haarde. Verslunin Kaffiboð e.f. Grettisgötu 64 s: 562 1029 og 899 3034 Úrval af borðum frá Alutec

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.