Fréttablaðið - 26.05.2003, Qupperneq 18
■ ■ FUNDIR
20.30 Þórunn Pétursdóttir, land-
fræðingur og meistaranemi við Land-
búnaðarháskólann á Hvanneyri, flytur
erindi sem hún nefnir „Útbreiðsla
Alaskalúpínu í Þjóðgarðinum í Skafta-
felli.“ Um síðasta fræðsluerindi HÍN er
að ræða og verður það í stofu 101, Lög-
bergi, Háskóla Íslands.
■ ■ LEIKHÚS
20.00 Söngvaseiður eftir þá Rich-
ard Rodgers og Oscar Hammerstein er
sýndur í Þjóðleikhúsinu. Það er Litli
leikklúbburinn og Tónlistarskóli Ísa-
fjarðar sem setja sýninguna upp í leik-
stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur.
18 26. maí 2003 MÁNUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
23 24 25 26 27 28 29
MAÍ
Mánudagur
MYNDLIST „Mér finnst stundum eins
og steinn sé svolítið eins og
skikkja yfir einhverri mynd. Ég
fer þá í hlutverk þjónsins og kippi
skikkjunni ofan af steininum,“
segir Örn Þorsteinsson myndlist-
armaður. Hann er um þessar
mundir með sýningu á Kjarvals-
stöðum á höggmyndum eftir sig
sem unnar eru úr íslensku og
grænlensku grjóti.
„Hún er oft furðuleg þessi leit
að einhverri mynd í hverjum
steini. Stundum er ég einhvern
veginn alveg vissan um það hvað
mér beri að gera og þá get ég geng-
ið með miklum vaskleik að ein-
hverjum steini. Það er bara örstutt
í myndina.“
Örn hefur farið víða til að finna
hentuga steina til að vinna úr.
Margir þeirra eru frá Skagafirði,
aðrir úr Vestmannaeyjum eða
Öskjuhlíðinni í Reykjavík. Svo
eru þarna steinar frá Grænlandi.
„Þyngstu steinarnir á Kjar-
valsstöðum eru kannski rétt um
tonn að þyngd. Minnstu verkin
eru hins vegar unnin í klébergið
frá Grænlandi. Það er með alelsta
bergi sem fyrirfinnst á jörðinni.
Það er um tvö þúsund milljón ára
gamalt. Það er svo gamalt að mað-
ur bara nær því ekki alveg. Síðan
eru minni grásteinsverkin öll unn-
in í efni sem kemur úr Öskjuhlíð-
inni. Það eru litlir tilhöggnir stein-
ar sem hafa verið notaðir í hleðslu
í alls konar byggingar. Þeir voru
flestir unnir sennilega í atvinnu-
bótavinnu milli stríða.“
Örn segir myndefnið gjarnan
tengjast einhverjum sögnum eða
vættum. „Allar þessar sögur og
ævintýri í bókmenntum okkar
krauma alltaf og ólga í undirmeð-
vitundinni þótt ég sé kannski
ekki alltaf með beina tilvísun í
það. En það er eitthvað alveg sér-
stakt við að vinna í einhvern
stein sem hefur verið að velkjast
í þúsundir ára í einhverju brim-
róti norður í Skagafirði. Maður
er sjálfur einhvern veginn alveg
reynslulaus miðað við þessa
steina.“
gudsteinn@frettabladid.is
■ MYNDLIST
Sviptir skikkju
af steinum
Útimenning
í miðbænum
Andrúmsloftið breytist meðhækkandi sól í miðbæ Reykja-
víkur. Mannfjöldinn eykst í takt
við hækkandi hita og léttklæddir
borgarbúar flatmaga á Austur-
velli. Eitt af því sem ber vott um
sumarkomuna er útikaffihúsin.
Þeim kaffihúsum sem stilla borð-
um og stólum upp undir berum
himni fjölgar ár frá ári og sífellt
verður vinsælla að sleikja sólina
með kaffibolla í hönd.
En hvaða kaffihús eru þetta og
hvar eru þau?
Café París, við Austurvöll, má
kalla brautryðjanda útikaffihús-
anna. Komist hitinn yfir 10 gráð-
urnar á sumrin er nánast öruggt
að Kaffi París er þétt setið. Það
má segja að útistemningin sé eitt
af aðalsmerkjum staðarins.
Kaffibrennslan hefur einnig við
sérstök tækifæri og í mjög góðu
veðri skellt borðum út á stétt.
Kaffihúsið geldur þó fyrir lítið
pláss á stéttinni en er þekkt fyrir
sumardrykkinn ískaffi.
Thorvaldsen bar er eins og Kaffi
París duglegt að þjóna til borðs
undir berum himni. Thorvaldsen
hefur skipað sér sess sem hádeg-
isverðarstaður og er vinsæll sem
slíkur, staðurinn er við Austur-
völl.
Apótekið er fjórða kaffihúsið við
Austurvöll sem nýtir góða veðrið
til að bera borðin út á stétt. Stað-
urinn sker sig þó úr að því leyti að
hann býður upp á teppi sé hita-
stigið í lægri kantinum.
Vegamót eru eina kaffihúsið á
Laugavegssvæðinu sem hefur að-
stöðu til að þjóna úti í góða veðr-
inu. Staðurinn nýtur stöðugra vin-
sælda og er ávallt þétt setinn í há-
deginu. Vegamót eru við Vega-
mótastíg.
Café Victor hefur undanfarin
sumur notað tækifærið í góða
veðrinu og raðað borðum við
Hafnarstræti. Victor er á móts við
Ingólfstorg og því tilvalið að tylla
sér niður og fylgjast með hjóla-
brettakrökkunum.
Sýningin “Afbrigði af fegurð“ á
Prikinu. Það er Femínistafélag Íslands
sem stendur fyrir henni.
Ljósmyndasýningin Myndaðir máls-
hættir stendur nú yfir í Caffé Kúlture í
Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu, gegnt
Þjóðleikhúsinu. Þetta er sýning á loka-
verkefnum útskriftarnema í ljósmyndun
við Iðnskólann í Reykjavík. Sýningin
stendur til 6. júní og er hún opin á af-
greiðslutíma kaffihússins.
Björg Guðmundsdóttir er með sína
fyrstu einkasýningu í Gallerí Tukt, Hinu
Húsinu, Pósthússtræti 3-4. Björg tileink-
ar börnum leikskólans Laufásborgar
verkin, sem eru innblásin af litum og
leikjum þeirra.
Yfirlitssýning á rússneskri ljósmynd-
un stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Verk-
in eru frá miðri nítjándu öld til dagsins í
dag og bera glöggt vitni um þær breyt-
ingar sem hafa átt sér stað í rússneskri
ljósmyndun.
Sýning á höggmyndum eftir Örn
Þorsteinsson stendur yfir á Kjarvals-
stöðum. Sýningin teygir sig um ganga
Kjarvalsstaða og umhverfis húsið.
Veronica Österman frá Finnlandi er
með málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs,
Skólavörðustíg 5. Sýningin er opin virka
daga 10-18 og laugardaga 11-16.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
Topp 20tölvuleikir
■ KAFFIHÚS
0ÖRN ÞORSTEINSSON
Sýnir höggmyndir úr íslensku og grænlensku grjóti á Kjarvalsstöðum.
Eve Online
/ PC
Primal
/ PS2
Championship Manager 4
/ PC
Grand Theft Auto Vice City
/ PC & PS2
NBA Street 2
/ ALLAR TÖLVUR
Midnight Club 2
/ PS2
Jurassic Park Operation Genesis
/ ALLAR TÖLVUR
Battlefield 1942
/ PC
Viking Invasion: Medieval War
/ PC
NBA Live 2003
/ ALLAR TÖLVUR
C&C Generals
/ PC
Delta Force Black Hawk Down
/ PC
Mortal Kombat Deadly Alliance
/ ALLAR TÖLVUR
Tom Clancy’s Splinter Cell
/ ALLAR TÖLVUR
Tekken 4
/ PS2
Spyro Enter the Dragonfly
/ ALLAR TÖLVUR
Battlefield 1942: Road to Rome
/ PC
Half-Life Generation 3
/ PC
Harry Potter & The Chamber...
/ ALLAR TÖLVUR
Tenchu: Wrath of Heaven
/ PS2
SÖLUHÆSTU TÖLVULEIKIR SKÍFUNNAR
- VIKA 20