Alþýðublaðið - 16.06.1922, Side 4

Alþýðublaðið - 16.06.1922, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Nýkomið í útsölu Matróí&föt á drengi frá 20 kr.; do. drengjafrakkar, bláir og brúnir, úr ryktau’, fiá 18 kr ; kvetekápur, prjóaatreyjur og kjóla ar, sokkar, morgurikjóiaefui, tvisttau, lércfr, ílúimel, peysufataklseði, nijög fint Yib« frtaefai seljast nú fyrst «œ stan mjög lágu verði NB. Alkr vörurnar seljast iægta verði ea fyr Iiefir verið. Laugaveg 3. .A.aiíli»és§* Andrés®on. Ðflírir Aluiníimspttar nýkomnir til H. P. Duus. Rafmspið kssiar 12 aira i kilovattstnni. Rafkituís verður ódýrasta, hrein- Segasfa og þægilegasta hltunin. Strauið Kn-ð rafbolta, — það kosf*r aðeins 3 ama á klakteu- stuad. Sparið eteki ódýra rafoagn- ið í sutnar, og kaupið okkar ágætu rafofaa og rafstraujárn. Hf. Hafmf. Hitl & JLjé& Lauga jeg 20 B — Suni 830. Reiðhjól grSlábressA o» viðge ð I Fákantim. ASt er nikkelerað og koparhúðað i Fálkanum. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Ólajur Friðriksson. PrentsmiSjan Gutenberg. Tóbaksverð í Eaapfélagsbúðanani er að mun iægra en »iðíst anaarstaðar. Edg»r Rice Eurrougks'. Tarzan. ög Kerchak og Terkoz, áður er eg sálgaði þeim — þá myndir þú hafa hlegið að slíkri skrámu, sem þessari?" d’Arnot rétti Tarzan bæði bréfin sem höfðu verið skilin eftir' handa honum. Hann las hið fyrra með sorgarsvip. Hinu snéri hann við og velkti í lófa sínum — hann hafði aldrei séð lokað umslag fyrri. Frakkinn hafði athugað hann á meðan og veitt því eftirtekt að hann var í talsverðum bobba vegna um- slagsins. Honum virtist það kynlegt, að umslag skyldi vera hreinasti leyndardómur fyrir fullorðinn hvítan mann. Hann reif það því upp og rétti Tarzan aftur. Apamaðurinn sem nú var seztur á kjaftastól, breiddi pappírsörkina út fyrir framan sig og las: „Til Tarzans Apabróður. — Leyfið mér, áður en eg fer, að taka í sama strenginn og Mr. Clayton og þakka yður fyrir góðvild þá, sem þér hafið sýnt okkur með þvf, að lána okkur kofa yðar. Það hefir hryggt okkur, að þér hafið ekki viljað koma og þiggja vináttu okkar. Okkur hefir langað svo mjög til að sjá og þakka yður. Svo er einn til, sem eg hefði einnig viljað þakka, en hann kom ekki aftur, enda þótt eg trúi þvf ekki að hann sé dauður. Eg veit ekki, hvað hann heitir. Það er stóri hvíti risinn með deraantsmenið um hálsinn. Ef þér þekkið hann og kunnið mál hans, þá skilið þakklæti mínu til hans og því, að eg hafi beðið hans í sjö daga. Segið honum einnig, að heimili mítt f Amerlku 1 bænum Baltimore sé honum opið ef hann hirðir um að koma, Eg fann bréf, sem þér skrifuðuð mér, milli blaða undir tré hjá kofanum. Eg veit ekki hvernig þér hafið byrjað að elska mig, sem hafið aldrei við mig talað, og mér þykir leitt, ef það er satt, því eg hefi heitið hjarta mínu öðrum. En muna skuluð þér, að eg er ávalt yðar vinkona Jane Porter Tarzan sat kyr og starði út 1 bláinn. Svona leið klukkustund. Honum var augljóst á bréfunum, að þau vissu ekki að hann og Tarzan apabróðir voru ein og sama persóna. ,,Eg hefi heitið hjarta mínu öðrum“, endurtók í sífellu. Þá elskaði hún hann ekki. Hvernig gat hún hafa látist elska hann og kveykt slíkar vonir í brjósti hans til þess svo að hrinda honum niður í slík djúp örvænt- ingar? — Ef til vill voru kossar hennar að eins vinar- hót. Hvernig átti hann, sem ekki þekti siði mánnanna að skilja þetta? Skyndilega stóð hann upp, bauð d’Arnot góða nótt eins og hann hafði lært, og fleygði sér á mosabeðinn, sem Jane Porter hafði eitt sinn hvílt á. Þeir héldu nú kyrru fyrir í vikntíma. Á meðan kendi d’Arnot Tarzan frönsku. Eftir viku gátu þeir.talað saman. Eitt sinn er þeir sátu saman fyrir utan kofann, snéri Tarzan sér skyndilega að d’Arnot og sagði: „Hvar er Ameríka?11 d’Arnot benti í norð-vestur. „Mörg þúsund mílna hinumegin við hafið. En hvers vegna spyrð þú?“ „Eg ætla að fara þangað". „Það er ekki hægt, vinur minn“. Tarzan stóð upp, gekk að einum matskápnum og náði þar f stórt kort. Hann benti á það og mælti: „Eg hefi aldrei botnað í þessu; viltu nú ekki útskýra það fyriT mér?“ Þegar d’Arnot hafði gert það og skýrt honum frá þvf, að bláminn ætti að merkja hafið og hinir litirnir lönd og eyjar, bað Tarzan hann að benda sér á staðinn sem þeir voru á. Hann gerði það með nokkurri ná- kvæmni. „Bentu mér þá á Ameríku", sagði Tarzan. Þegar d'Arnot hafði stutt fingri sínum á Norður- Ameríku, brosti Tarzan og lagði lófa sinn á koitið. Hann spenti yfir alt hafið sem var á milli Ameríku og Aíríku. „Eins og þú sérð, er það ekki sérlega langt þangað“, sagði hann, „varla handarbreidd mín“. d’Arriot hló. Hvernig átti hann að gera manninum þetta skiljanlegt? Hann tók ritblý og merkti agnarlít- inn depil á strönd Afrílcu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.