Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD LEIKLIST Grease í uppnámi FÓTBOLTI Með klærnar alls staðar ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2003 – 120. tölublað – 3. árgangur bls. 16 bls. 13 MIÐ-AUSTURLÖND Sharon og Abbas funda bls. 6 Tónleikar Graduale Nobili TÓNLEIKAR Graduale Nobili heldur tónleika í Langholtskirkju klukkan 20:00. Tónleikarnir eru liður í und- irbúningi kórsins fyrir tónleika og keppnisferð til Finnlands í júní þar sem hann, ásamt Kammerkór Lang- holtskirkju, tekur þátt í kórakeppn- inni í Tampere. Forsetar valdir ALÞINGI Þing hefst klukkan 13:30. Í dag verða forsetar þingsins valdir og skipað verður í nefndir. Einnig draga þingmenn um sætaskipan. Myndaðir málshættir LJÓSMYNDASÝNING Myndaðir máls- hættir heitir ljósmyndasýning sem nú stendur yfir í Caffé Kúlture í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu. Þetta er sýning á lokaverkefnum útskriftarnema í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík. Sýningin stendur til 6. júní og er hún opin á afgreiðslutíma kaffihússins. Þriðja umferð hefst FÓTBOLTI Tveir leikir eru í kvöld í Landsbankadeild kvenna og hefjast þeir klukkan 20:00. Breiðablik, sem er í öðru sæti deildarinnar eftir fyrstu umferð, tekur á móti KR á Kópavogsvelli og Þróttur/Haukar, sem reka lestina eftir aðra umferð, fá Stjörnuna í heimsókn á Ásvöllum. STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V NJÓSNIR Ib Árnason Riis, gagnnjósnari Breta á Íslandi á stríðsárunum, hyggst senda bresku leyniþjónustunni erindi á næstu dögum. Í samtali við Fréttablaðið segir Riis, sem nú er 88 ára og býr í Kaliforníu, að hann hafi fengið bandarískan öldungardeildarþing- mann í lið með sér vegna þess að honum þyki mjög ómaklega að æru sinni vegið í skjölum sem Breska þjóðskjalasafnið gerði op- inber í síðustu viku. Í skjölunum kennir breska leyniþjónustan, MI5, Riis um það þegar Þjóðverjar sökktu 24 skipum úr skipalestinni PQ17 í Norður-Atlantshafi í byrjun júlí árið 1942. Í skjölunum er hann sagður hafa lekið of miklum upp- lýsingum til nasista í tveimur skeytum sem hann sendi frá Ís- landi. „Þetta er algjörlega rangt, þeir eru að ljúga þessu um mig,“ segir Riis. „Alltaf þegar ég sendi skeyti var fulltrúi bresku leyniþjónust- unnar við hliðina á mér. Í þessu til- viki hafði ég ekki hugmynd um hvaða upplýsingar ég var að senda því þær voru dulkóðaðar.“ Í skjölunum er haft eftir breska leyniþjónustumanninum R.J. Reed að Riis hafi lekið þremur mjög mikilvægum atriðum um skipa- lestina, en hann hafi bara átt að leka einu. „Það eina sem ég get sagt er að það hefur einhver innan leyniþjón- ustunnar gert mistök,“ segir Riis. Í skjölunum er einnig gefið í skyn að Riis hafi ekki verið jafn mikill „and-nasisti“ og Bretarnir. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins las þetta fyrir Riis varð honum mikið niðri fyrir og það eina sem hann sagði var: „Guð minn góð- ur.“ ■ Gagnnjósnari Breta á Íslandi hyggst senda bresku leyniþjónustunni erindi: Fær aðstoð bandarísks þingmanns REYKJAVÍK Suðvestan 3-8 m/s. Skýjað með köflum og skúrir. Hiti 5 til 12 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skýjað 8 Akureyri 3-8 Skýjað 9 Egilsstaðir 3-8 Skúrir 10 Vestmannaeyjar 3-8 Skúrir 10 ➜ ➜ ➜ ➜ + + SKOÐANAKÖNNUN Miklar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á sunnudaginn. Samkvæmt könnuninni fengi stjórnin aðeins 30 þingmenn sam- anborið við 34 í kosningunum. Stjórnarandstaðan fengi 33 þing- menn en fékk 29. Athyglisvert er að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 29,8% fylgi eða tæpum 4% minna fylgi en hann fékk í kosn- ingunum. „Það er ekki ólíklegt að það hafi einhver áhrif á afstöðu fólks að Davíð Oddsson sé að hverfa úr stóli forsætisráðherra,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður sjálfstæðismanna. „Ég man nú ekki eftir skoðanakönnun svona skömmu eftir kosningar og ég á því mjög erfitt með að lesa í þetta. Þessar niðurstöður koma mér samt mjög á óvart.“ Framsóknarflokkurinn mælist hins vegar með 17,7%, sem er ná- kvæmlega það sama og hann fékk í kosningunum. Samkvæmt skoð- anakönnuninni fær Framsóknar- flokkurinn hins vegar aðeins 11 þingmenn samanborið við 12 í kosningunum. Fækkun þing- manna skýrist af því að flokkur- inn fær ekki jafnmarga uppbótar- þingmenn nú og hann gerði 10. maí. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins, með rúmlega 35% fylgi og 23 þingmenn. Flokk- urinn fékk hins vegar 31% í kosn- ingunum og 20 þingmenn. „Ég túlka þessa niðurstöðu sem staðfestingu á mikilli óánægju al- mennings við að þeir sem töpuðu þessum kosningum með afgerandi hætti skuli eigi að síður vera áfram í ríkisstjórn,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. „Öll lýðræðisleg lögmál hníga að því að skilaboð kosninganna séu túlkuð sem ein- dregin ósk um að Sjálfstæðis- flokkurinn hverfi úr ríkisstjórn- inni. Það gerði hann ekki og ég verð sjálfur var við djúpstæða óánægju með það.“ Líkt og Samfylkingin bætir Frjálslyndi flokkurinn töluvert við sig og fær 8,9% og 5 þingmenn samanborið við 7,4% og 4 þing- menn í kosningunum. Vinstri grænir tapa fylgi en halda jafn- mörgum þingmönnum. Þeir mæl- ast nú með 7,8% og 5 þingmenn en fengu 8,8% í kosningunum. Úrtakið í könnuninni í fyrradag var 800 manns og tóku 84% að- spurðra afstöðu. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? trausti@frettabladid.is Forseti Íslands: Aldrei jafn margir ungir þingmenn ALÞINGI Alþingi var sett í gær. Í setningarræðu sinni sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að aldrei fyrr í sögu þingsins hefðu jafn margir ungir þing- menn komið til þings. „Nú hefur þjóðin sent til þings yngri kynslóð en hér hefur sést um áraraðir,“ sagði Ólafur Ragn- ar. „Kynslóð sem komist hefur til vits og þroska á tíma alþjóðavæð- ingar og upplýsingabyltingar sem kennd er við alheimsnetið, fóstruð í samfélagi þar sem sjónvarp er sterkast miðla, nam frásögn í myndum áður en hún lærði að lesa. Kynslóð sem man ekki annað Ísland en sjálfstætt og sterkt.“ „Það verður fróðlegt að fylgj- ast með því hvaða áhrif þessi nýja kynslóð hefur á störf þingsins, umræðuna í landi okkar, lýðræðis- skipan og stefnuþróun. Ég óska hinu unga fólki allra heilla og býð það sérstaklega velkomið til ábyrgðarstarfa.“ Nánar bls. 11 Stjórnin fengi 30 þingmenn Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist Sjálfstæðisflokkurinn með tæpum 4% minna en í kosningunum. Samfylkingin er stærst með 23 þingmenn. Framsóknarflokkurinn stendur í stað. ÞJÓÐLEG Í UPPHAFI ÞINGS Dagný Jónsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, er einn af fulltrúum ungu kynslóðarinnar á Alþingi. Dagný, sem er 27 ára gömul, kom til þings klædd íslenskum þjóðbúningi. Yngsti þingmaðurinn er Birkir Jón Jónsson, sem er 23 ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI 1 7 ,7 % 2 9 ,8 % 8 ,9 % 3 5 ,3 % 7 ,8 % Skoðanakönnun 25. maí Úrslit kosninganna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.