Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 4
4 27. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Bráðalungnabólga Hvernig fannst þér sigurlagið í Eurovision? Spurning dagsins í dag: Á að endurtelja öll atkvæðin í þing- kosningunum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 20% 21% Ágætt 58%Slakt Gott Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is LÖGREGLUMÁL Miklar skuldir hvíla á íbúðum athafnamannanna Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa tekið við illa fengnu fé úr sjóðum Landssímans. Kaup þeirra Árna Þórs og Kristjáns Ragnars á samliggjandi þakíbúðum í nýju stórhýsi við Skúlagötu vöktu eftirtekt árið 2000. Íbúðirnar eru á tveimur hæðum, áttundu og níundu hæð, með útsýni yfir sundin. Sendiráð Banda- ríkjanna hérlendis hefur staðfest að það hafi tekið þak- íbúðirnar á leigu. Leigusamingur- inn, sem er til þriggja ára með möguleika á framlengingu um önnur þrjú ár, er upp á 180 þúsund dollara fyrir hvora íbúð sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Upphæðin svarar til 13 milljóna íslenskra króna Vinir Árna Þórs munu um síð- ustu helgi hafa flutt búslóð hans á nýjan dvalarstað á Grundarstíg. Búslóð Kristjáns Ragnars er hins vegar enn á Skúlagötu. Fasteignamat hvorrar íbúðar er rúmar 16 milljónir króna. Brunabótamatið er 23 og 24 millj- ónir króna. Hins vegar hvíla yfir 32 milljóna króna skuldir á hvorri íbúð. Íbúðirnar eru þannig veð- settar fyrir tvöfalt hærri upphæð en fasteignamat þeirra segir til um. Íbúð Árna Þórs er 143 fermetr- ar. Á fyrsta veðrétti er nú áhvíl- andi lán frá Íslandsbanka sem var 13,9 milljónir króna á útgáfudegi árið 2000. Á öðrum veðrétti er sparisjóðslán sem á útgáfudegi árið 2001 nam 12,5 milljónum króna. Á þriðja veðrétti er síðan annað sparisjóðslán upp á 6 millj- ónir króna þegar það var gefið út á þessu ári. Þannig hvíla á íbúð Árna Þórs skuldir sem námu samtals 32,4 milljónum á útgáfudögum við- komandi lána. Staða lánanna í dag er ekki vituð. Íbúð Kristjáns Ragnars er 152 fermetrar. Á fyrsta veðrétti er þar áhvílandi lán frá Íslands- banka sem var 14,1 milljón króna á útgáfudegi árið 2000. Á öðrum veðrétti er sparisjóðslán upp á 12,5 milljónir króna við útgáfu árið 2001. Þá hefur Kristján Ragn- ar einnig fengið 6 milljóna króna sparisjóðslán á þessu ári. Í heild eru því lán sem námu 32,6 milljónum á útgáfudegi sem hvíla á íbúð Kristjáns Ragnars. Fréttablaðið hefur engar upplýs- ingar um stöðu þessara lána í dag. gar@frettabladid.is KYNFERÐISBROT Maður var sýknað- ur af héraðsdómi um kynferðis- brot gegn fósturdóttur sinni og vinkonu hennar. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem dómurinn var gerður ómerkur og sendur aftur heim í hérað. Maðurinn er ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn fóst- urdóttur sinni frá fimm eða sex ára aldri fram til átján ára aldurs. Hann var sýknaður í héraðsdómi, þar sem vafi léki á um sönnunargildi munnlegs framburðar stúlknanna. Hæsti- réttur féllst hins vegar á að skýringar stúlknanna á röngum framburði væru skiljanlegar. Málinu var því vísað heim til munnlegs málflutnings og dómsálagningar að nýju. ■ ÞRÍR LÉTUST Í KANADA Tilkynnt var um þrjú ný dauðsföll af völd- um bráðalungnabólgu í Toronto í Kanada í gær. Þetta voru fyrstu tilfelli lungnabólg- unnar í land- inu síðan 19. apríl. Bandaríkjamenn hafa nú varað við ferðalögum til Kanada, en Kanadamenn hafa undanfarið reynt að lokka bandaríska ferða- menn að nýju til Toronto. DREGUR ÚR DAUÐSFÖLLUM Í KÍNA Átta manns til viðbótar hafa látist í Kína. Þetta eru fæst dauðsföll á einum degi í landinu síðan fólk fór fyrst að týna lífinu af völd- um lungnabólgunn- ar. Flest dauðsföll þar í landi voru í byrjun maí, þegar um 150 létust daglega. 15 SÝKTUST Í TAÍVAN 15 manns til viðbótar hafa sýkst í Taívan. Þar hafa 585 manns smitast af veirunni og 72 látist. VILJA PRÓFA NÝTT BÓLUEFNI Vís- indamenn frá Hong Kong hafa í samvinnu við Kínverja þróað bóluefni gegn lungnabólgunni sem þeir vilja láta prófa á dýrum. Nið- urstaðanna verður ekki að vænta fyrr en eftir 6 mánuði. Ekki stend- ur til að prófa bóluefnið á mönn- um. Eitt dauðsfall var tilkynnt í Hong Kong í gær. Þar hafa 267 látist af völdum veirunnar. Lífið er að snúast aftur í fyrra horf í landinu. Margir hafa tekið niður andlitsgrímur sínar sem hafa veitt varnir gegn smiti. FÆRRI FERÐAMENN Í TAÍLANDI Fjöldi erlendra ferðamanna í Taílandi í apríl dróst saman um 46% frá því á sama tíma í fyrra. Svo gæti farið að 200 þúsund störf tapist vegna þessa. Stjórn- völd óttast þróunina mjög. Aðeins 8 manns eru taldir hafa smitast af bráðalungnabólgu í landinu. Tveir þeirra hafa látist. 724 HAFA LÁTIST Alls hafa 724 látist af völdum bráðalungnabólg- unnar í heiminum og rúmlega 8.100 manns smitast. LÖGREGLUMÁL Karlmaður situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa reynt að nauðga tveimur konum og um kynferðislega til- burði við telpur sem hann ruddist óboðinn inn til. Maðurinn var handtekinn að morgni laugardagsins 17. maí eftir að hafa farið í óleyfi inn í þrjú hús á Selfossi. Húsbrot höfðu verið framin í öðrum húsum í nágrenninu skömmu áður. Hann er einnig grunaður um innbrot 4. apríl og var hand- tekinn 24. apríl vegna gruns um tilraunir til að nauðga tveimur konum þann dag. „Þá hefur lögregla kærða grunaðan um að hafa 3. maí sl. brotist í tvígang inn á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og haft þar uppi hótanir,“ segir í úrskurði Héraðsdóms Suður- lands frá 17. maí. Maðurinn hefur áður sætt refsingum fyrir frelsissviptingu og blygðunarsemisbrot, fyrir lík- amsárás og húsbrot. Hann er sagður vera áfengissjúklingur á þunglyndislyfjum. Hæstiréttur hefur staðfest varðhald yfir manninum til 13. júní. ■ Landssíminn: Fjárnám hjá Árna Þór LÖGREGLUMÁL Landssími Íslands gerði í lok júlí í fyrra fjárnám í íbúð athafnamannsins Árna Þórs Vigfússonar, sem nú situr í varð- haldi vegna fjárdráttarins í Lands- símanum. Ástæða fjárnámsins hjá Árna Þór var ógreiddur reikningur upp á tæpar 37 þúsund krónur. Með kostnaði nam krafan 77 þúsund krónum. Árni Þór hvorki mætti né sendi fulltrúa sinn á vettvang þegar fjár- námsbeiðni Landssímans var tekin fyrir hjá Sýslumanninum í Reykja- vík. Skuldin var gerð upp og fjár- náminu aflýst tíu dögum síðar. ■ HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Staðfestur hefur verið gæsluvarðhaldsúr- skurður yfir karlmanni sem grunaður er um margvísleg kynferðisbrot á Selfossi. Dæmdur kynferðisbrotamaður í gæsluvarðhaldi: Ruddi sér leið til telpna og kvenna HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur féllst á skýringar kærenda á röngum framburði. Hæstiréttur: Máli vísað heim í hérað SKÚLAGATA 44 Viðskiptafélagarnir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ragnar Kristjánsson voru samstíga í því að kaupa sér samliggjandi þakíbúðir í þessu húsi við Skúlagötu árið 2000. Skuldir sem hvíla á íbúðum þeirra eru tvöfalt hærri en fasteignamat íbúðanna. Veðsettar þakíbúðir leigðar sendiráði Þakíbúðir fangelsuðu athafnamannanna tveggja í Landssímamálinu eru veðsettar fyrir 65 millj- ónir króna – tvöfalt hærri upphæð en fasteignamat segir til um. Þær hafa nú verið leigðar banda- ríska sendirráðinu fyrir 26 milljónir króna. ■ Fasteignamat hvorrar íbúðar- innar um sig er ríflega 16 millj- ónir króna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.