Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 11
■ Erlent 11ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2003 DANSKIR YFIRMENN SLEPPA Tveir yfirmenn í danska hernum verða ekki kærðir vegna spreng- ingar sem varð í Afganistan í apríl í fyrra. Þá létust þrír dansk- ir og tveir þýskir sprengjusér- fræðingar er þeir reyndu að af- tengja eldflaug skammt frá flug- vellinum í Kabúl. Átta manns til viðbótar særðust í sprenging- unni. SKOTIÐ Á BÍLALEST Bandarískur hermaður lést og annar særðist þegar skotið var á bílalest í norðurhluta Íraks í gær. Á sunnudag lést annar Banda- ríkjamaður þegar sprenging varð í vopnageymslu hersins. Einn maður særðist að auki. 25 LÉTUST Í SPRENGINGU 25 manns létust þegar öflug sprenging varð í kolanámu í norðurhluta Kína. Sprengingin átti sér stað þann 20. mars í Shanxi-héraði. Sprengingar sem þessar eru tíðar í Kína. Á síðasta ári létust um 5.000 manns í kola- námum landsins. ENGIN GEREYÐINGARVOPN Bandaríkjamenn lýsa enn yfir að það sé einungis tímaspurs- mál hvenær gereyðingarvopn finnast í Írak. Yfirmaður í bandaríska hernum er vongóður um að vopnin finnist og telur að eftir því sem fleiri samstarfs- menn Husseins verði settir í varðhald, því meiri líkur séu á að vopnin finnist. Þrátt fyrir að stríðinu sé löngu lokið hafa eng- in gereyðingarvopn fundist enn. Bandaríska leyniþjónustan CIA er að endurskoða áreiðanleika gagna sem stofnunin lét í hend- ur bandarískum stjórnvöldum fyrir upphaf stríðsins. ALÞINGI Alþingismanna bíður nú það vandasama verk að varðveita stöðugleikann. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu sinni við setningu Alþingis í gær. Ólafur Ragnar sagði Íslend- inga nú búa við alþjóðlegan fjármagnsmarkað, þar sem fyrirtæki og einstaklingar gætu flutt eignir og auð úr landi án minnstu fyrirhafnar. Vextir og kjör tækju mið af mörgu öðru en innlendum kröfum og gengið lyti flóknari lögmálum en áður. „Afleiðingin af öllu þessu er að við erum ekki eigin herrar í efna- hagsmálum á sama hátt og fyrr- um var regla,“ sagði Ólafur Ragn- ar. „Hagstjórnin er því á ýmsan hátt orðin erfiðari og mikilvægt að allt sé gert til að varðveita stöðugleikann þótt fast sé knúið á í mörgum efnum.“ í þessum efnum benti Ólafur Ragnar á að fram undan væru mestu framkvæmdir sem um geti í sögu landsins. Samfara því væri rætt um gagngerar breytingar á skatta- og húsnæðiskerfinu. „Það verður vandaverk að láta allt þetta ganga upp með hliðsjón af því hve hagkerfi okkar er nú opið gagnvart umheiminum.“ ■ FORSETI ÍSLANDS Ólafur Ragnar Grímsson benti á að fram undan væru mestu framkvæmdir sem um geti í sögu landsins. Samfara því væri rætt um gagngerar breytingar á skatta- og húsnæðis- kerfinu. Ræða Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við setningu Alþingis: Ekki eigin herrar í efnahagsmálum FRAKKAR STYÐJA PALESTÍNU Dominique de Villepin, utanríkis- ráðherra Frakklands, lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðis- baráttu Palestínumanna þegar hann hitti Yasser Arafat. ■ Erlent FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI ■ Lögreglufréttir Slakari rekstur: Kreppir að hjá Þormóði ramma SJÁVARÚTVEGUR Hagnaður Þormóðs ramma – Sæbergs hf. jókst úr 408 milljónum króna í 431 milljón á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin skýrist fyrst og fremst af söluhagnaði á hlutabréfum í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en fyrir afskriftir og fjár- magnsliði er hagnaðurinn 180 milljónir króna, samanborið við 353 milljónir á sama tíma í fyrra. Versnandi rekstrarafkomu má rekja til lækkandi verðs á rækju og hækkun á gengi íslensku krón- unnar miðað við breskt pund og Bandaríkjadollara. ■ TUTTUGU TEKNIR FYRIR HRAÐAKSTUR Lögreglan í Vík í Mýrdal tók tuttugu fyrir hraðakst- ur um helgina. Sá sem hraðast ók var á 143 kílómetra hraða. Einn var tekinn grunaður um ölvun- arakstur. Verkföll í Svíþjóð: 47.000 lögðu niður störf AP, SVÍÞJÓÐ Verkfall starfsmanna bæjar- og sveitarstjórna í Svíþjóð stigmagnaðist í gær þegar um 47.000 manns lögðu niður störf. Verkfallshrina hefur staðið yfir síðan 23. apríl, en starfsmennirnir krefjast 5,5% launahækkunar. Bú- ist er við að enn fleiri muni leggja niður vinnu á næstu dögum. 18.000 strætisvagnabílstjórar hóta að bætast í hópinn í næstu viku. Að sögn talsmanna stéttar- félaga mun verkfallið standa yfir í óákveðin tíma. Nóg er til í verk- fallssjóðum fyrir a.m.k. fjögurra mánaða verkfall í viðbót. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.