Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 12
Niðurstaða skoðanakönnunarFréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna tveimur vik- um eftir kosningar er forvitnileg. Í fyrsta lagi vegna þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú mun lægra en það var í kosningunum og Samfylkingar- innar að sama skapi hærra. Í öðru lagi fyrir hvað svarhlutfallið er hátt. Íslendingar virðast síður en svo hafa fengið nóg af pólitík í kosning- unum. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka en Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og vel innan allra skekkjumarka. Hækkun Samfylkingar um 4 prósent og lækkun Sjálfstæðisflokksins um annað eins bendir hins vegar til breytingar á afstöðu fólks. Og þessi breyting er eiginlega þver- öfug við það sem hefði mátt búast við. Undir venjulegum kringum- stæðum bæta stjónarflokkar við sig fylgi fyrst eftir stjórnarmynd- un en þeir flokkar sem ekki kom- ast að ríkisstjórnarborðinu tapa. Ástæðan er án efa sú að sá flokk- ur sem tekst að vinna vel úr sinni stöðu og komast í ríkisstjórn nýt- ur aukins trausts en sá sem spilar þannig úr sinni stöðu að hann sit- ur utan valdastóla missir stuðn- ing. Nú gerist það hins vegar að sá flokkur sem tapaði mestu í kosn- ingunum heldur áfram að missa fylgi þrátt fyrir að vera í ríkis- stjórn. Og sá flokkur sem vann mest á en komst aldrei í þá stöðu að eiga möguleika á stjórnarsetu bætir enn við sig. Ein leið til að túlka þetta væri að leggja til að hluti kjósenda væri einfaldlega svekktur yfir áframhaldandi stjórnarsamvinnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks- ins og segist nú tilbúinn að kjósa Samfylkingu – þann flokk sem lík- legastur væri til að leiða aðra rík- isstjórn. Og sem fyrr bitnaði veik staða stjórnarinnar fremur á Sjálfstæðisflokki en Framsókn. Önnur leið væri að segja að stjórnarmyndunin hefði veikt Sjálfstæðisflokkinn; að flokkur- inn hefði gefið allt of mikið eftir gagnvart minni flokkinum. Það er fáum flokkum mikilvægara að virka sterkur og traustur á kjós- endur en Sjálfstæðisflokknum. Það að semja af sér forsætið í rík- isstjórninni er veikleikamerki og sá sem sýnir af sér veikleika í stjórnmálum gerir stöðu sína ávallt enn veikari. Það eitt að mælast með undir 30 prósent fylgi í skoðanakönnun er alvarlegt mál fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Eftir þarsíðustu kosn- ingar mældist flokkurinn með um og yfir 45 prósenta fylgi. Fylgi flokksins er því um þriðjungi minna í dag en fyrir fjórum árum. Ef sjálfstæðismenn hafa gælt við þá hugmynd að flokkurinn myndi hægt og bítandi jafna sig á stóru tapi í síðustu kosningum gefur þessi niðurstaða ekki tilefni til bjartsýni. Samfylkingin getur á móti glaðst yfir sinni stöðu. Sá flokkur lagði mikið undir í kosningabar- áttunni og ætlaði sér bæði marga og stóra sigra. Markmiðin voru svo há og mörg að andstæðingar Samfylkingarinnar áttu í litlum vandræðum með að túlka nokkra fylgisaukningu flokksins í kosn- ingum sem tap. Eftirleikur kosn- inganna skilar flokknum heldur engu og forystumönnum hans fórst hann heldur klaufalega úr hendi. En niðurstaða könnunar Fréttablaðsins bendir til að kjós- endur muni ekki ætla sér að refsa flokknum fyrir þetta – alla vega ekki strax. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna. 12 27. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Traust og gagnkvæmur skiln-ingur eru hornsteinninn að góðu sambandi. Sama má segja um samstarf og í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins ríkir traust. Það breytist ekki þó að oddviti okkar, Björn Bjarnason, hafi verið kallaður til annarra starfa. Ég óska honum farsældar í ráðuneyti dóms- og kirkjumála þar sem ég veit að störf hans verða þjóðinni allri til heilla. Borgarstjórnarflokkurinn hefur misst foringja en við höfum mikið mannval af einstaklingum með reynslu, þekkingu og foringja- hæfileika. Sama eindrægni ríkir ekki í Reykjavíkurlistanum og þarf ég ekki að fara marga mánuði aftur í tímann til að sanna mál mitt. Tvö dæmi eru mér þó ofarlega í huga. Það fyrra átti sér stað á borgar- stjórnarfundi 15. maí sl. þegar sá fáheyrði atburður gerðist að borg- arfulltrúi fékk ekki að ljúka máli sínu eftir að forseti borgarstjórn- ar vísaði honum úr ræðustól. Borgarfulltrúinn var ég sjálf og það var Steinunn Valdís Óskars- dóttir, varaforseti borgarstjórnar, sem skerti málfrelsi mitt. Málið sem ekki mátti ræða og er svona viðkvæmt fyrir R-listann var nið- urskurður á félagsstarfi aldraðra. Komið hefur í ljós að samþykkt borgarstjórnar í tengslum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 2003 hefur verið virt að vettugi. Upplýsingar þess efnis voru staðfestar á fundi félags- málaráðs með forstöðumönnum félags- og þjónustumiðstöðva 7. maí sl. R-listinn velur þá leið að banna umræðu um brot á sam- þykkt borgarstjórnar og sópar misferlum í borgarkerfinu undir teppið. Einhverjir teldu að slíkt félli undir valdhroka en mér finnst þetta dæmi þess að R-lista „safnið“ stendur á veikum grunni og stjórnkerfi borgarinnar geldur þess. Síðara dæmið er úr fræðslu- málunum og varðar skólabygg- ingar. Mörg loforð hafa verið gef- in um byggingu nýs skóla í Staða- hverfi og í desember í fyrra voru kynntar hugmyndir og tillögur vinnuhóps um áherslur í skóla- starfi og hönnun skólabyggingar leik- og grunnskóla í Staðahverfi. Í vinnuhópnum voru m.a. fulltrú- ar foreldra og úr hverfisnefnd Grafarvogs og grenndarsamfé- laginu og tekið var mið af sér- stöðu Korpuskóla sem er talsverð en honum er ætlað að brúa bilið þar til nýr skóli rís. Í honum er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, sjálfstæði í vinnubrögðum, samkennslu, samvinnu og sam- kennd nemenda. Á fundi fræðslu- ráðs fyrir skömmu var síðan kynnt forsögn að nýjum grunn- skóla í Staðahverfi. Rauði þráður- inn í forsögninni var að skera nið- ur og eru þeir sem til málsins þekkja afar ósáttir. Þrátt fyrir nýjan skóla munu um 100 nem- endur ekki geta sinnt náminu í skólanum fyrstu 15 árin heldur verða að hírast í skúrum. Er furða þó skólafólki og foreldrum finnist þeir illa sviknir? Í fræðsluráði hafa einnig verið lögð fram drög að 5 ára áætlun um byggingar og endurbætur við grunnskóla Reykjavíkur. Í rýmis- athugun frá 2002 er gert ráð fyrir að 14 skólar þurfi aukið húsrými eða verulega endurskipulagningu á núverandi húsnæði. Vegna stefnu Reykjavíkurborgar í fræðslumálum er þó þörf fyrir frekari endurbætur í fleiri skól- um, til dæmis til að koma upp mötuneyti, sérkennsluveri, frí- stundaheimili og stjórnunarað- stöðu. Þetta er skólastjórnendum að fullu kunnugt og því fóru orð formanns fræðsluráðs misvel í þá þegar hann kynnti á fundi með þeim fyrir skömmu að hann væri andvígur því að setja peninga í steypu, þeir ættu frekar erindi í innra starf. Nú má ekki skilja orð mín svo að ég sé á móti aðhaldi, síður en svo, og við höfum á stundum gagnrýnt óþarflegan íburð í byggingarmálum. Ég gagnrýni hins vegar vinnubrögð- in, mikil vinna er lögð í alls kyns skýrslur sem innihalda væntingar sem R-listinn ætlar sér ekki að uppfylla. Enn eitt dæmið um óstyrka stjórnun og að samstarfið innan Reykjavíkurlistans stendur ekki á traustum grunni. ■ Misskilningur Guðmundar Egill Jóhannsson, starfsmaður Brimborgar, skrifar: Guðmundur Andri Thorssonskrifar grein í Fréttablaðið á mánudag og spyr til hvers ríkis- sjónvarp er. Í greininni minnist Guðmundur á að á undan Júró- vision hafi birst sjónvarpsauglýs- ing sem hann vildi meina að væri afrakstur þess sem íslenskir kvik- myndagerðarmenn fáist við á vegum þessarar stofnunar. Þetta mætti misskilja og vil ég leiðrétta það hér með. Það er bílaumboðið Brimborg sem flytur inn Volvo, Ford, Daihatsu og Citroën sem stóð að sýningu auglýsingarinnar og ríkissjónvarpið kom ekki að gerð hennar heldur voru það al- mannatengslafyrirtækið GCI- Iceland og framleiðslufyrirtækin BaseCamp og Glansmyndir. ■ Um daginnog veginn GUÐRÚN EBBA ÓLAFSDÓTTIR ■ borgarfulltrúi skrifar um samstarf. Traust ■ Bréf til blaðsins Sjálfstæðis- flokkur í kreppu Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður Stóð sig eins og engill Ég er alveg í skýjunum, Ég er ofsalega sáttur við úr- slitin. Birgitta stóð sig eins og engill í ekki öfundsverðri aðstöðu. Það er gott að hefja keppnina og lenda samt í 8. til 9. sæti. Mér finnst frábært að Tyrkland hafi loksins unnið keppnina. Það er komin góð reynsla á símakosn- inguna en hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að áhorf- endur með gullfiskaminni kjósi bara síðustu lögin en nú hefur blaðinu verið snúið við. Ég er að heyra því fleygt að fólk haldi að sigurlagið sé stolið en það sem fólk veit ekki er að lagið Kiss Kiss, sem er sungið af hinni áströl- sku Holly Valance, var samið af söngvaranum Tarkan undir nafninu Simrik. Hann er súperstjarna í Tyrklandi og ég þori að veðja að hann hefur örugglega verið með puttana í þessu sigurlagi. ■ Sverrir Stormsker tónlistarmaður Má vel við una Ég horfi alltaf á Eurovision með áfergju. Sigurlag- ið var einfaldlega stolið eins og um helmingur lag- anna. Ef okkar lag hefði verið stolnara hefði það hugsanlega getað náð lengra í keppninni, hugsanlega unnið. Það lag virðist vinna sem er mest stolið, fólk meðtekur það fyrst. Birgitta má vel við una með ní- unda sætið. Þau mega vera glimrandi sátt að vera inn- an topp tíu. Mér fannst rússneska lagið leiðinlegt lag, afskaplega pirrandi. Mikið klifað á sömu tónunum. Eina lagið sem mér fannst eitthvað vit í var norska lagið. Eina þokkalega melódían sem maður gat hlust- að á ógrenjandi. Líka alveg tilgerðarlaust. Það vantar í þessa keppni smá vott af einlægni. Orðin meiri fata- sýning og show. ■ Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Dregnir í dilka „Fjölmiðlar eru dregnir í dilka og settur á þá stimpill. Vinstri menn eru á þessum forsendum fúlir út í Moggann og sjálfstæðis- menn út í alla aðra fjölmiðla, nema kannski ríkissjónvarpið, fyrir að virða ekki eitthvað hlut- leysi.“ BIRGIR HERMANNSSON Á VEFNUM KREML.IS. Í gervi Stalíns „Ég bíð spenntur eftir því hvaða glæpamann mannkynssögunnar Vinstri hreyfingin grænt framboð mun heiðra í næstu kosninga- baráttu. Verður boðið upp á boli með mynd af Ögmundi Jónassyni í gervi Josefs Stalin...“ JÓN EINARSSON Á VEFNUM MADDAMAN.IS. Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Bráða- lungnabólga Auðunn Bragi Sveinsson rithöfundur skrifar: Sagt hefur verið frá því í fjöl-miðlum, að bráðalungnabólga sú, sem herjar nú á Kínverja og fleiri þjóðir, eigi rætur sínar að rekja til kattategundar einnar, er nefnist deskettir. Kínverjar eru sagðir éta þessa ketti með bestu lyst. Um það fjallar eftirfarandi vísa: Drjúgir eru deskettir að drepa Kínverjana, er þeir éta ótrauðir og af gömlum vana. ■ Það að semja af sér forsætið í ríkisstjórninni er veikleika- merki og sá sem sýnir af sér veikleika í stjórnmálum gerir stöðu sína ávallt enn veikari. Evrópska sönglagakeppnin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.