Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 14
14 27. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR FÓRNARLAMB Björgunarstarfsmenn bera lík eins fórnar- lamba jarðskjálftans sem skók Alsír fyrir helgi. Tæplega 2.200 manns hafa fundist látnir í húsarústum undanfarna daga. Um 200 manns til viðbótar er saknað. ALSÍR, AP Um 2.000 manns er enn saknað úr jarðskjálftanum sem gekk yfir Alsír á miðvikudags- kvöld. Tæplega 2.200 fórnarlömb hafa þegar fundist í rústunum. Um 9.000 manns eru slasaðir. Vonir björgunarstarfsmanna um að finna fleiri á lífi eftir skjálftann hafa dvínað verulega og eru nánast engar. Erlendir björgunarstarfs- menn hafa gert allt sem þeir geta og eru smám saman að hverfa á brott frá landinu. Jarðýtur og gröfur hófu í gær að rífa niður hús sem skemmdust illa í skjálftanum. Þúsundir manna hafa sofið úti á götum undanfarna daga af ótta við að hús þeirra hrynji. Undrun hefur vakið hve mikill fjöldi nýrra húsa eyðilagðist auð- veldlega við skálftann. Verktakar og yfirvöld voru í gær sökuð um að hafa brotið byggingareglugerðir til að draga úr framkvæmdakostnaði. Stjórnvöld í Alsír rannsaka málið. ■ HAMFARIR Íslenska alþjóðabjörg- unarsveitin er nú á heimleið eft- ir veitta aðstoð á jarðskjálfta- svæðinu í Alsír. Að sögn Árna Birgissonar björgunarsveitar- manns var sveitin ennþá á skaðasvæðinu í gærmorgun en undirbjó þá ferðina á flugvöllinn í Algeirsborg. Sveitin var í búð- um og við leit í þorpinu Bour- medes, um 50 kílómetra austur af Algeirsborg. „Þetta er mjög mikil eyði- legging,“ segir Árni. Hann segir störf sveitarinnar hafa gengið vel, en meginverkefni hennar var að leita í rústum tveggja fimm hæða bygginga sem höfðu algjörlega hrunið saman í jarð- skjálftanum. „Við notuðumst við leitarmyndavél og gafst notkun hennar mjög vel.“ Að sögn Árna er mikill um- gangur almennings um og við rúst- irnar helsta vandamál björgunar- sveitarmanna. „Menningin er með þessum hætti hér,“ segir Árni, „en þetta hefur mjög truflandi áhrif á leitar- og björgunarstarf.“ Hann segir þó almenning tiltölulega ró- legan miðað við aðstæður. „Eðlilega er mikil geðshræring og angist í fólki en fólk hefur verið mjög sam- vinnuþýtt. Það hefur verið mjög vel tekið á móti okkur og að jafnaði gengið mjög vel.“ Einu skiptin sem orðið hefur vart við pirring hjá almenningi er þegar leitað er tvisvar eða þrisvar í sömu rústum. „Þar sem ljóst er að látnir einstak- lingar eru inni í rústunum er litið á þær sem heilagan reit,“ segir hann. Þrátt fyrir þreytu og annríki síð- ustu daga bera björgunarsveitar- menn sig vel. „Það er mjög gott hljóð í mannskapnum og við stönd- um vel saman,“ segir Árni. ■ Söluskrifstofan er á Suðurlandsbraut 24 Opið alla virka daga 9-17. Þjónustuverið er opið virka daga 9-17, laugardaga 10-16 og sunnudaga 11-15, sími 5 500 600. Þú getur einnig skoðað og bókað á IcelandExpress.is. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI Íslenska björgunarsveitin á heimleið: Mikill umgangur um og við rústirnar BJÖRGUNARSVEITAR- MENN Í ALSÍR Árni Birgisson björgunar- sveitarmaður segir almenn- ing í Alsír líta á rústir þar sem látnir einstaklingar hvíla sem heilagan reit. HRÓPAR Á HJÁLP Alsírskur sjálfboðaliði hrópar á hjálp í leit að skyldmennum sínum í rústum fjölbýlishúss í bænum Dellys. Hann hefur bundið tusku við nef sitt vegna mikils óþefs á svæðinu.Talið er að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í húsinu, en í því voru 50 íbúðir. Brúðkaupsveisla stóð yfir þar þegar jarðskálftinn átti sér stað. Jarðskjálftinn í Alsír: 2.000 manns enn saknað Á HEIMLEIÐ Breskir björgunarstarfsmenn undirbúa heimför frá Boumerdes. Vonir um að finna fleira fólk á lífi í rústunum eru hverfandi. AP /M YN D AP /M YN D AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.