Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 16
27. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Börn 2ja–12 ára í fylgd með fullorðnum greiða 1.833 kr. aðra leiðina frá 1. júní. VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.300 kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Frá Reykjavík til VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 3.000kr. EGILSSTAÐA 6.100kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.200kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og 6.300 kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! GRÍMSEYJAR Frá Reykjavík til AKUREYRAR 5.200kr. Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 28. maí – 3. júní ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - FL U 2 11 34 05 /2 00 3 Flug, aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Frá Akureyri til KNATTSPYRNA „Ég kem heim ef ekk- ert gerist í mínum málum á næstu misserum,“ segir Guðjón Þórðar- son, fyrrverandi þjálfari lands- liðsins, Stoke City og fleiri liða. „Ég gef mér ekkert óendanleg- an tíma hér úti en það er ýmislegt í spilunum og því lengur sem ég er hér í Englandi, því meiri mögu- leikar eru á að eitthvað komi upp. Ég er kominn á kortið hérna og þeir vita af mér þannig að ég gef þessu meiri tíma.“ Guðjón hefur verið orðaður við ýmis félög undanfarna mánuði og kom nýlega til greina sem næsti framkvæmdastjóri Aston Villa. „Ég starfaði fyrir Aston Villa á tímabili í vetur og ég var kallaður í viðtal við forráðamenn liðsins út af þessu starfi. Ég er ákaflega stoltur að Doug Ellis [eigandi Aston Villa] hafi íhugað mig sem næsta framkvæmdastjóra því þetta er stór klúbbur og það kemur ekki hver sem er til greina þar.“ Guðjón vill ekki greina frá því hvort honum hafi boðist til- boð um starf nú þegar. „Nei, en ég er með klærnar alls staðar! Ég vil ekki stökkva frá einhverju sem gæti gerst í næstu viku. Það er nú svo að störfin losna gjarna á þessum tíma og því mikilvægt að vera á staðnum ef eitthvað gerist. Annars er ég inni í myndinni hjá félögum í Danmörku og Belgíu og stutt í að eitthvað skýrist þar.“ Guðjóni líkar vel á Englandi og vill vera þar sem lengst. „Stóru tækifærin eru hér. Hér er ég þekktur, fótboltamenn þekkja mig og ef ég fer í burtu þá er ekkert auðvelt að koma inn aftur. En ef ég fæ starf annars staðar þá verð ég að vega og meta það þeg- ar þar að kemur.“ ■ KNATTSPYRNA Leiktíðin hefur ekki verið góð fyrir Celtic frá Glasgow. Í haust missti liðið naumlega af Meistarakeppni Evr- ópu og fór sjálfkrafa í Evrópu- keppni félagsliða. Þar komst það alla leið í úrslit en tapaði fyrir Porto eftir framlengdan leik. Um helgina tapaðist skoski meist- aratitillinn til erkifjendanna Rangers á einu marki. „Þetta tímabil hefur verið frá- bært,“ sagði einn aðaleigenda Celtic, Dermot Desmond. „Þrátt fyrir titlaleysi hefur þetta verið ótrúleg keyrsla á liðinu og við get- um öll verið stolt. Ég tek ofan fyr- ir Rangers og vona að svona hörð keppni komi til með að koma skoskum fótbolta á heimskortið aftur.“ Chris Sutton, leikmaður Celtic, hefur haldið því fram að mótherj- ar Rangers í síðasta leiknum, Dunfermline, hafi gefið leikinn og ekki leikið til sigurs. „Ég held að margir hafi getað veðjað rétt á úr- slitin í þessum leik.“ Talsverð umræða hefur verið um þá staðreynd að fram- kvæmdastjóri Dunfermline er að- dáandi Rangers og aðstoðarmaður hans lék lengi sem varnarmaður fyrir Rangers. Stjórn Dunferm- line er að íhuga málssókn á hend- ur Sutton fyrir ummælin. ■ CELTIC Fátt hefur farið á þeirra veg þennan veturinn. Misjafnar skoðanir um gengi Celtic: Keltnesk óheppni Guðjón Þórðarson að skoða framhaldið: Með klærnar alls staðar GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Einn vinsælasti en jafnframt umdeildasti þjálf- ari Íslands. Sótti um starf hjá Aston Villa en varð að lúta í lægra haldi fyrir David O´Leary. Lið frá New Jersey í úrslitum NBA og NHL: Vita varla hvort af öðru ÍÞRÓTTIR Íbúar New Jersey í Bandaríkjunum hafa sjaldan haft eins mikið tilefni til fagnaðar. Lið frá þessu iðnaðarsvæði í nágrenni New York eru í úrslitakeppni bæði í NHL í ísknattleik og NBA í körfubolta. „Ekki spyrja mig um leikmenn Devils,“ sagði Byron Scott, þjálf- ari körfuboltaliðsins. „Ég veit að liðin eru frá sama stað og við spil- um í sömu höll en ekki mikið ann- að. Ég veit þó að markvörðurinn er þeirra besti maður.“ Nets og Devils hafa deilt Continental Airlines-íþróttahöll- inni um talsverða hríð en leik- menn hittast sjaldan eða aldrei þar sem annað hvort liðið leikur úti þegar hitt leikur heima. „Ég hef séð búningsherbergið þeirra og hef reynt að stela mark- mannsbúningnum en ég þekki þá ekki í sjón,“ sagði Richard Jeffer- son, einn körfuknattleiksmanna Nets. „Þetta sýnir að fólk hér um slóðir er að vinna gott starf,“ sagði Byron Scott. ■ NEW JERSEY DEVILS Austurdeildarmeistari í ísknattleik. NEW JERSEY NETS Austurdeildarmeistari í körfuknattleik.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.