Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2003 19 Helgi Thorarensen PhD, deildarstjóri fiskeldisdeildar helgi@holar.is Fjölbreytt og framsækið nám HÓLASKÓLI háskólinn á Hólum S í ð a n 1 1 0 6 Nám sem nýtist Velkomin heim að Hólum Fiskeldisnám á Hólum Kynntu þér málið - www.holar . is Umsóknarfrestur er til 10. júní S : 455 6300 MENNTUN ...forsenda framfara Það eru spennandi tímar framundan í fiskeldi á Íslandi! Vilt þú taka þátt í að byggja upp nýjan atvinnuveg með mikla vaxtarmöguleika? Fiskeldisdeild Hólaskóla býður nám í fiskeldi: Fiskeldisfræðingur: Eins árs starfsbundið grunnnám í fiskeldi ætlað þeim sem vilja vinna við fiskeldi og reka fiskeldisstöðvar. Diplómapróf í fiskeldi: Eins árs framhaldsnám í fiskeldi á háskólastigi með áherslu á rannsókna- og þróunarvinnu. Aðstaða til fiskeldisnáms á Hólum er mjög góð. Næsta haust verður tekin í notkun ný og glæsileg aðstaða til kennslu og rannsókna í eldi sjávardýra á Sauðárkróki. Fjölbreytt rannsóknastarf á sviði fiskeldis og fiskalíffræði við Hólaskóla gefur nemendum færi á að fylgjast með nýjungum og framförum í faginu. Atvinnumöguleikar fiskeldisfræðinga að námi loknu eru góðir. HV ÍT T o g S V A R T „Skólavistin hefur verið skemmtileg og lærdómsrík. Námið hefur gengið vel og ég er ákveðinn í því að fara í framhaldsnámið“ Atli Sigurðsson nemi í fiskeldisdeild „Námið hefur opnað mér algjörlega nýjan heim“ Halldór P. Ásbjörnsson nemi í fiskeldisdeild TÓNLEIKAR Uppselt er á tónleika óp- erusöngkonunnar heimsfrægu Kiri Te Kanawa. Miðasala hófst í gær- morgun og seldust miðarnir upp á aðeins tveimur klukkustundum. Tónleikarnir verða haldnir laug- ardaginn 15. nóvember í haust. Undirleikari Kiri Te Kanawa á tón- leikunum verður píanóleikarinn Julian Reynolds. Kiri Te Kanawa hefur skipað sér í fremstu röð óperusöngvara heimsins og hefur sungið við öll helstu óperuhús heims, svo sem Covent Garden, Metropolitan-óper- una í New York, La Scala í Mílanó, óperuna í Sydney, Parísaróperuna, Chicago Lyric Opera, San Francisco-óperuna, óperuna í München og Vínaróperuna. Kiri Te Kanawa var öðluð af Elísabetu Bretadrottningu árið 1982. Hún hefur hlotið heiðursnafn- bót og fengið heiðursorður frá fjölda háskóla og borga í Bretlandi, Ástralíu og Ameríku. ■ Tónleikar Kiri Te Kanawa: Uppselt á tveimur tímum TATU, SIGURBJÖRN ARI, LÁRUS OG ÓLAFUR KJARTAN Lúðrasveit Reykjavíkur heldur sumartón- leika í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. eit Reykjavíkur sögn Lárusar Halldórs Gríms- sonar, stjórnanda sveitarinnar, er þetta í fyrsta sinn sem harm- ónikuleikari leikur með hljóm- sveitinni. „Dagskráin verður mjög fjöl- breytt að þessu sinni. Við mun- um meðal annars bregða fyrir okkur fönki, leika tangótónlist og auk þess djass,“ segir Lárus um efnisskrá tónleikanna. „Ólafur Kjartan Sigurðarson mun syngja með sveitinni í fyrsta sinn og hinn ungi og efni- legi básúnuleikari Sigurbjörn Ari Hróðmarsson mun leika básúnukonsert eftir N. Rimsky- Korsakov,“ segir Lárus. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í Borgarleikhúsinu. ■  Veronica Österman frá Finnlandi er með málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin er opin virka daga 10-18 og laugardaga 11-16.  Eggert Pétursson sýnir í galleríinu i8 við Klapparstíg.  Steingrímur Eyfjörð myndlistarmað- ur heldur sýninguna “of nam hjá fiður- fé og van“ í Gallerí Hlemmi. Sýningin er innsetningarverk sem byggir á 50 ára gamalli frásögn af íslenskri stúlku sem ólst upp að einhverju leyti innan um hænur og hélt að hún væri fugl. Titill sýningarinnar er kominn frá Megasi. KIRI TE KANAWA Syngur á tón- leikum hér á landi í haust. MEST SELDU BÆKURNAR Á AMAZON.COM J. K. Rowling HARRY POTTER (5. BÓK) J. K. Rowling HP (5. BÓK Í VIÐHAFNARÚTGÁFU) Dan Brown THE DA VINCI CODE Arthur Agatston THE SOUTH BEACH DIET IRAQ’S MOST WANTED PLAYING CARDS Bill Bryson A SHORT HISTORY OF ... David Halberstam THE TEAMMATES Ann Louise Gittleman BEFORE THE CHANGE Michael Lewis MONEYBALL Robert C. Atkins DR. ATKINS’ NEW DIET Mest seldubækurnar FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.