Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2003, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 28.05.2003, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD PERSÓNAN Undirbýr afreksmenn KVIKMYNDIR Að halda geðheilsu MIÐVIKUDAGUR 28. maí 2003 – 121. tölublað – 3. árgangur bls. 20 bls. 30 ÍÞRÓTTIR Eftirvænting á Ítalíu bls. 16 Ástand mannrétt- indamála FUNDUR Amnesty International kynnir skýrslu um ástand mann- réttinda í heiminum í dag og úttekt á störfum samtakanna í þágu mannréttinda. Skýrslan, sem skýrir frá ástandi mannréttinda í 151 landi, verður kynnt á fundi í Hafn- arstræti 15 klukkan 14. Á fundinum verður skýrt frá upphafi alþjóðlegs átaks í þágu mannréttindafræðslu sem hlotið hefur nafnið „Imagine“ eftir samnefndu lagi John Lennon. Frumkvöðla- menntun FUNDUR Félagsfundur Menntar verður haldinn í Odda í Háskóla Ís- lands klukkan 13. Á fundinum mun Þóranna Jónsdóttir, forstöðumaður BSc-náms í Háskólanum í Reykja- vík, m.a. flytja erindi um frum- kvöðlamenntun undir yfirskriftinni „Frumkvöðlamenntun – hvers vegna?“ Útskriftartónleikar TÓNLEIKAR Fyrstu útskriftartónleik- ar Nýja Söngskólans verða haldnir í tónlistarhúsinu Ými við Skógar- hlíð klukkan 20. Þá munu útskrifast Anna Klara Georgsdóttir sópran og Sævar Kristinsson baritón. Með- leikari á tónleikunum er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V ALÞINGI Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra varð tíðrætt um kosn- ingabaráttuna í upphafi stefnu- ræðu sinnar á Alþingi í gærkvöld. Sagði hann hana hafa verið ansi harða. „Við því mátti búast að tekist yrði á um menn og málefni en fyrir það er ekki að synja að ým- islegt í þeirri baráttu var ekki endilega til vegsauka þeim sem hvað harðast gengu fram í per- sónulegum árásum,“ sagði Davíð. „Það er von mín að það megi draga þann lærdóm af kosninga- baráttunni að affarasælast sé að halda sig við málefni, deila hart um þau og takast á um skoðanir og sannfæringar. Þannig full- nægjum við stjórnmálamenn skyldum okkar gagnvart lýðræð- inu og þjóðinni.“ Í ræðu sinni las Davíð upp úr stjórnarsáttmálanum og voru at- vinnu- og efnahagsmál nokkuð fyrirferðarmikil. Hann sagði ótal tækifæri vera fram undan til að sækja fram til aukinnar velmeg- unar og enn betri lífskjara. Össur Skarphéðinsson gagn- rýndi ræðu Davíðs harðlega. Hann sagði innihald hennar hafa verið afar rýrt. „Stefnuyfirlýsing stjórnarinn- ar finnst mér í reynd vera sátt- máli um að fresta framtíðinni,“ sagði Össur. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, tók í svip- aðan streng og gagnrýndi að þing- menn skyldu ekki hafa fengið af- rit af stefnuræðunni fyrir fram. „Þetta var ekki-ræða, eins og fréttirnar eftir klukkan fimm á daginn,“ sagði Steingrímur J. ■ Forsætisráðherra flutti stefnuræðu nýrrar stjórnar á Alþingi: Gagnrýndi persónulegar árásir REYKJAVÍK Norðan 3-5 m/s skýjað með köflum. Hiti 5 til 12 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-10 Skúrir 7 Akureyri 3-10 Skúrir 7 Egilsstaðir 3-10 Skúrir 7 Vestmannaeyjar 3-8 Skýjað 11 ➜ ➜ ➜ ➜ + + KÖNNUN Davíð Oddsson er sem fyrr umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Þó hefur dregið nokkuð úr því samkvæmt nýrri skoðanakönn- un þar sem þeim fækkar sem bera mest traust til hans sem og þeim sem bera minnst traust til hans. 27% landsmanna treysta Davíð best allra stjórnmálamanna sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Það er talsvert minna en það traust sem hann hefur áður notið samkvæmt eldri könnunum blaðsins, en sam- kvæmt þeim hafa 32 til 36 prósent treyst honum öðrum betur. Svipaðr- ar þróunar gætir þegar litið er til þess hverjum fólk treystir minnst. Davíð trónir þar efstur en færri vantreysta honum en áður þegar 33% til 43% hafa nefnt hann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir braggast milli kannana. 26,8% treysta henni öðrum fremur. Það er meira en í síðustu könnun, þegar 24,4% treystu henni mest, en minna en í fyrri könnunum, þegar 33% og 38% nefndu hana. Eftir að hafa not- ið minnst trausts hjá 34% í síðustu könnun dregur verulega úr óvin- sældum Ingibjargar Sólrúnar. Áður mældist van- traustið í kringum 18%. Halldór Ás- grímsson sæk- ir í sig veðrið. Nær þrefalt fleiri treysta honum mest allra stjórn- málamanna nú en í könnun blaðsins í mars. Í apríl treystu 11% honum best allra. Vantraustið vex einnig nokkuð, níu prósent vantreysta hon- um nú en tæp sex prósent í síðasta mánuði. 20,3% treysta Össuri Skarphéð- inssyni minnst allra stjórnmála- manna, rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Einungis einn við- mælandi nefnir Össur sem þann stjórnmálamann sem hann ber mest traust til. Alls kemst 31 einstakling- ur á blað yfir þá stjórnmála- menn sem fólk ber mest traust til. Þeirra á meðal eru fjór- ir nýliðar á þingi, Árni Magnússon og Dagný Jóns- dóttir úr Fram- sókn og þeir Sigurður Kári Krist- jánsson og Guðlaugur Þór Þórðar- son úr Sjálfstæðisflokki. Þar er einnig að finna Gísla S. Einarsson sem féll af þingi. 29 eru nafngreindir á lista yfir þá sem fólk treystir síst. Þeirra á meðal eru fyrrnefndir Árni og Guðlaugur Þór auk Birkis J. Jóns- sonar, yngsta þingmannsins á Al- þingi. brynjolfur@frettabladid.is Sjónarmunur á Davíð og Ingibjörgu Sólrúnu Hvort þeirra um sig nýtur trausts rúmlega fjórða hvers kjósanda. Halldór Ásgrímsson nýtur meira trausts en áður. Davíð Oddsson er sem fyrr umdeildastur. Fimmtungur treystir Össuri Skarphéðinssyni minnst stjórnmálamanna. DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær að samstarf stjórnarflokkanna byggði á góðu trausti og stjórnarsáttmálinn bæri vitni um það. „Ég hef ekki mikla trú á löngum og nákvæmlega útfærðum stefnuyfirlýsingum. Að mínu viti bera slík gögn þess helst vitni að menn treysti illa hver öðrum og vilji hafa allt niðurneglt áður en siglt er af stað.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M DAVÍÐ ODDSSON Efstur á báðum listum en hlutfallið lækkar. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Önnur í trausti, þriðja í vantrausti. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Fleiri treysta honum. Fleiri vantreysta honum. TIL HVAÐA STJÓRNMÁLAMANNS BERÐ ÞÚ MEST TRAUST UM ÞESSAR MUNDIR? 1. Davíð Oddsson 27,0% 2. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 26,8% 3. Halldór Ásgrímsson 16,5% 4. Steingrímur J. Sigfússon 10,2% 5. Geir H. Haarde 3,3% TIL HVAÐA STJÓRNMÁLAMANNS BERÐ ÞÚ MINNST TRAUST UM ÞESSAR MUNDIR? 1. Davíð Oddsson 29,4% 2. Össur Skarphéðinsson 20,3% 3. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 18,0% 4. Halldór Ásgrímsson 8,8% 5. Sturla Böðvarsson 5,2% Um könnunina: Hringt var í 600 manns, jafnt skipt eftir kynjum og hlutfallslega eftir búsetu. Könnunin var gerð síðasta laugardag. Íslensk erfðagreining: Enn fleiri uppsagnir VIÐSKIPTI Íslensk erfðagreining sagði upp 28 starfsmönnum í gær. Flestir störfuðu þeir í tölvu- og hugbúnaðardeildum fyrirtækisins. Uppsagnirnar munu vera liður í hagræðingu innan fyrirtækisins. Markmiðið er að fyrir næstu ára- mót dugi tekjur fyrirtækisins fyr- ir útgjöldum, þannig að ekki verði gengið frekar á eigið fé þess. Í lok september á síðasta ári sagði Íslensk erfðagreining upp 200 starfsmönnum, en það var og er mesta hópuppsögn sem ráðist hefur verið í hér á landi. Því til viðbótar höfðu um 70 starfsmenn látið af störfum fyrr á árinu 2002. Starfsmenn fyrirtækisins voru rúmlega 700 á síðasta ári en eru nú ríflega 400. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.