Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 2
2 28. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR “Það þarf engin að víkja. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að fjórir þingmenn geti kallað inn varamann.“ Uppi eru raddir þess efnis að Guðrún Ögmunds- dóttir alþingiskona rými þingsæti sitt fyrir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur. Spurningdagsins Guðrún, ætlar þú að víkja fyrir stjörnunni? ■ Alþingi Í tilefni af frönskum dögum eru allar vörur með 15% afslætti dagana 28. maí til 1. júní Laugavegur 17 og Kr ing lunn i ALÞINGI Þingmenn annarra flokka en Frjálslynda flokksins sam- þykktu kjörbréf þingmanna eftir langt þref. Áður höfðu verið greidd at- kvæði um tillögu minnihluta kjör- bréfanefndar þess efnis að stað- festingu kjörbréfa skyldi frestað svo tími gæfist til að fara betur yfir kjörgögn. Sú tillaga var felld með atkvæðum 30 stjórnarliða gegn atkvæðum 25 stjórnarand- stæðinga. Að því loknu greiddu þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylking- ar atkvæði með tillögu meirihlut- ans um að staðfesta kjörbréf. Umræður um framkvæmd kosninga og meðferð vafaat- kvæða setti svip á fyrsta dag þingstarfa. Þá fundaði Alþingi fram á kvöld, í á fjórða tíma, áður en samkomulag náðist um af- greiðslu kjörbréfa. Fyrir fjórum árum voru kjörbréfin samþykkt athugasemdalaust. ■ BJÖRN BJARNASON Dóms- og kirkjumálaráðherra var eini stjórnarliðinn fyrir utan Einar K. Guðfinns- son, formann kjörbréfanefndar, til að taka til máls í umræðunni. Kjörbréf þingmanna samþykkt eftir miklar umræður: Frjálslyndir sátu hjá HILLARY VEIFAR Nýsjálendingurinn Sir Edmund Hillary, sem er 83 ára, veifar til almennings í Katmandu í Nepal. Sherpinn Tenzing Norgay sem kleif tind Everest ásamt Hillary, lést árið 1986. 50 ára afmæli Everest: Hillary hyllt- ur í Nepal KATMANDU, NEPAL, AP Sir Edmund Hillary, sem kleif Everest-tind fyrstur manna árið 1953 ásamt Sherpanum Tenzing Norgay, var hylltur á götum Katmandu í gær í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá afrekinu. Með honum í för voru eigin- kona hans June og Gyalzen Sherpa, einn þriggja Sherpa sem klifu með Hillary upp Everest- fjallið á sínum tíma. Sherpinn Tenzing Norgay, sem kleif með Hillary á sjálfan tindinn, lést árið 1986. 137 manns hafa klifið Everest- tind í þessum mánuði í tilefni af afmælinu. ■ STEINAKAST Palestínsk ungmenni kasta steinum að ísraelskum skriðdreka. Átök á Vesturbakkanum: Palestínskur piltur lést JERÚSALEM, AP 16 ára gamall palest- ínskur piltur var skotinn til bana og tvö börn særðust í skothríð Ísraelshers á Vesturbakkanum í gær. Að sögn Ísraela var árásin gerð eftir að kastað hafði verið stein- um og eldsprengjum í átt að her- mönnum. Þrátt fyrir árásina halda frið- arviðræður fyrir botni Miðjarðar- hafs áfram. Fundur Ariel Sharon og Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra Ísraels og Palestínu, sem halda átti í dag hefur þó verið frestað. Verður hann að öllum lík- indum haldinn á morgun. Þar ætla þeir að ræða friðartillögur sem lagðar hafa verið fram í Vegvísi til friðar. ■ AP /M YN D AP /M YN D FORSETI Á NÝ Halldór Blöndal var endurkjörinn forseti Alþing- is, en hann fékk atkvæði 31 af 63 þingmönnum. 24 sátu hjá og átta voru fjarverandi. Varaforsetar eru Guðmundur Árni Stefánsson, Jónína Bjartmarz, Sólveig Pét- ursdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Þuríður Backman og Birgir Ár- mannsson. SVANUR RE Sjómaðurinn var á heimleið eftir að íslensk áhöfn sigldi skipinu til nýrra eigenda. Sjómaðurinn í Dubai: Enn í gæslu FANGELSI „Staða sjómannsins í Dubai er óbreytt,“ segir Pétur Ás- geirsson, hjá utanríkisráðuneyt- inu. Rúmur mánuður er síðan maðurinn var handtekinn og færð- ur í fangelsi þar sem hann var með rifill í farangri sínum á flugvellin- um í Dubai. En hann og skipsfélag- ar hans voru á heimleið eftir að siglt Svani RE til nýrra eigenda. Pétur segir að sjómaðurinn hafi ekki enn fengið á sig ákæru vegna þessa, heldur sé gæslu- varðhaldið alltaf framlengt viku í senn. Hann hafði verið sakaður um að hafa neytt áfengis, en slíkt er ólöglegt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Blóðprufa sýndi fram á sakleysi hans þar sem áfengismagn í blóði reyndist vera 0,0 prómill. Sjómaðurinn er með innlendan lögmann sem norska sendiráðið útvegaði honum. Pétur segir sjómanninn láta vel af sér en að sjálfsögðu sé þetta orðinn langur tími. ■ STJÓRNSÝSLA Kópavogsbær þver- braut stjórnsýslulög við úthlutun lóða í Vatnsendalandi. Þetta er úr- skurður félagsmálaráðuneytis í kærumáli gegn bænum. Félagsmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir ofangreinda niðurstöðu sé ekki annað fært en að láta lóðaúthlutunina standa með tilliti til hagsmuna fólksins sem var úthlutað lóð- unum. K ó p a v o g s - bær úthlutaði umræddum lóð- um í tveimur áföngum í októ- ber og nóvem- ber. Hjón sem sóttu um fjöl- margar lóðir á báðum stigum án þess að fá úthlutun kærðu ákvörðun bæjaryfirvalda. Þau sóttu fyrst og fremst um eina til- tekna lóð við Breiðahvarf þar sem heimild er til að reisa hesthús við íbúðarhúsin: „Hvaða rök eru fyrir því að taka bæjarlistamann fram yfir hestafólk þegar verið er að úthluta lóð með byggingarrétti á hest- húsi? Hvernig var tekið tillit til fjölskyldustærðar, húsnæðis og annarra aðstæðna?“ spyrja Axel Ingi Eiríksson og Guðlaug Guð- jónsdóttir í kæru sinni. Bæjarlistamaðurinn sem vísað er til er Gréta Mjöll Bjarnadóttir myndlistarmaður, sem fékk um- rædda lóð ásamt manni sínum Birni Ragnari Björnssyni. Félagsmálaráðuneytið segir málsmeðferð Kópavogs hafa í „veigamiklum atriðum brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttar um rannsóknarskyldu stjórnvalds, jafnræði aðila, meðalhóf og leið- beiningarskyldu.“ Varpa hefði átt hlutkesti um lóðirnar. Að sögn félagsmálaráðuneytis- ins voru svo miklir hnökrar í með- ferð Kópavogsbæjar á málinu að til álita hefði komið að ógilda lóða- úthlutanirnar. Hins vegar myndi ráðuneytið ekki ógilda ákvörðun bæjarins vegna þess að þeir sem fengu lóðirnar hafi svo skýra og mikla hagsmuni af því að ákvörð- unin standi óhögguð. Sigurður Geirdal bæjarstjóri svaraði ekki skilaboðum í gær. Ekki náðist heldur í kærendurna,í Axel Inga og Guðlaugu. Búast má við að þau krefjist bóta. gar@frettabladid.is BREIÐAHVARF 17 Langtum færri en vildu fengu lóðir á Vatnsenda. Félagsmálaráðuneytið segir Kópavogsbæ hafa átt að varpa hlutkesti um lóðirnar. „Telur ráðuneytið verulegan vafa leika á um að bæjarráð hafi búið yfir nægum upplýsingum til að byggja niðurstöðu sína um val um- sækjenda á huglægum sjónarmiðum.“ Ólögleg úthlutun standi óhögguð Félagsmálaráðuneytið ætlar ekki að ógilda ólöglega lóðaúthlutun Kópa- vogsbæjar í Vatnsenda. Hagsmunir þeirra sem lóðirnar fengu eru sagðir of miklir til að breyta úhlutuninni. „Hvaða rök eru fyrir því að taka bæj- arlistamann fram yfir hestafólk þegar verið er að úthluta lóð með byggingarrétti á hesthúsi? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T LÖGREGLUMÁL Sænska lögreglan gerði í gær húsleit í fimm löndum vegna gruns um tugmilljóna króna svik sex manna. Þeir eru taldir hafa misnotað trúnaðarupp- lýsingar í tengslum við yfirtöku Kaupþings á sænska fyrirtækinu JP Nordiska. „Málið beinist ekki að Kaup- þingi né persónulegum viðskipt- um starfsmanna,“ segir Heiðar Már Felixson, forstjóri Kaup- þings, sem neitar að upplýsa hvort umræddir sex menn séu starfsmenn Kaupþingssamstæð- unnar. Þeir eru allir sagðir búsett- ir í útlöndum þó fimm þeirra séu Íslendingar. Glæpurinn á að hafa verið framinn þannig að mennirnir höfðu í fyrrasumar fyrir fram pata af væntanlegu yfirtökutil- boði Kaupþings í JP Nordiska. Þeir hafi nýtt sér trúnaðarupplýs- ingarnar og keypt bréf í JP Nord- iska. Eftir samrunann hafi þeir hagnast um allt að 50 milljónir króna. Heiðar segir að lögreglumenn sem komið hafi í höfuðstöðvar Kaupþings í gær hafi fengið öll umbeðin gögn. Einnig voru gerðar húsleitir í Svíþjóð, Englandi, Þýskalandi og Lúxemborg. Sænska lögreglan leitar gagna sem geta tengt hina grunuðu við „grófa misnotkun“ á trúnaðarupp- lýsingum. Stöð 2 greindi frá því í gærkvöld að leitað hefði verið á skrifstofum Bakkavarar Group í London og á heimili Lýðs Guðmundssonar, annars eiganda fyrirtækisins. Fyrirtækið keypti hlut í sænska bankanum í júní og júlí í fyrra. Haft var eftir Ágústi Guðmundssyni, bróður Lýðs, að hann teldi útilokað að þeir væru grunaðir um lögbrot. „Við ætlum að standa vakt um trúverðugleika kauphallarinnar í Stokkhólmi,“ hafði Dagens Nyhet- er eftir Robert Engsted, saksókn- ara í Stokkhólmi. ■ KAUPÞING Ríkislögreglustjóri aðstoðaði sænska starfs- bræður sína í gærmorgun. Meint tugmilljóna svik við yfirtöku Kaupþings á sænska félaginu JP Nordiska: Trúnaðarupplýsingar úr Kaupþingi misnotaðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.