Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 8
12 28. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Evrópa Mannfall hjá Banda- ríkjamönnum í Írak: Fjórir skotnir til bana ÍRAK, AP Byssumenn skutu fjóra bandaríska hermenn til bana í bænum Fallujah í Írak í gær. Níu hermenn til viðbótar særðust. Bandaríkjamenn skutu tvo árásarmannanna og handsömuðu sex til viðbótar. Nokkrum klukkustundum síð- ar særðust tveir yfirmenn í ban- daríska hernum þegar hand- sprengjum var kastað að lög- reglustöð í Bagdad. Annar mann- anna særðist alvarlega. Sjö bandarískir hermenn hafa látist í skotárásum og annars konar ófriði í Írak á undanförn- um dögum. ■ HEILBRIGÐISMÁL Pharmaco hefur tekið að sér að styðja rannsókn- arverkefnið Heilsa, hegðun og þroski fimm ára barna, sem sjálfseignarstofnunin Barna- rannsóknir hefur hleypt af stokk- unum. Um er að ræða forkönnun sem nær til 300 barna í Reykja- vík og lýtur að því að meta áreið- anleika aðferða við að kanna heilsufar og einkenni geð- og þroskarannsókna hjá börnum. Áætlað er að forkönnunin kosti 5 milljónir króna og leggur Pharmaco til helming þeirrar upphæðar. „Tilgangur rannsóknarinnar er tvíþættur,“ segir Steingerður Sigurbjörnsdóttir barnalæknir. „Annars vegar að finna börn með frávik og röskun í þroska og hins vegar að prufukeyra rannsókna- tæki sem við viljum nota í fram- tíðinni til að greina börn með frá- vik strax í ungbarnaeftirliti.“ Steingerður segir geðraskanir og þroskafrávik barna verða sífellt meira áberandi bæði í heilsu- gæslu og skólakerfi. „Með því að finna þessi börn fyrr skapast betra tækifæri til að vinna með þau tímanlega.“ ■ FERÐAMENN Fjöldi seldra herbergja á hótelum á höfuðborgarsvæðinu minnkaði um 6,7 prósent á milli ára í apríl síðastliðnum, sam- kvæmt úrtakskönnun Samtaka ferðaþjónustunnar. Á sama tíma hefur framboð á hótelgistingu í borginni aukist talsvert, þannig að nýtingin er enn minni fyrir vikið. Að sögn Þorleifs Þórs Jónsson- ar, hagfræðings Samtaka ferða- þjónustunnar, er maímánuður sæmilegur hingað til en mikill fjöldi afpantana bendir til þess að sumarið verði dræmt í hótelgeir- anum. Svo virðist sem „fjórar plágur“ ferðaþjónustunnar hafi þar áhrif, en þær eru stríðið í Írak, óttinn við hryðjuverkaárásir og bráðalungnabólgu og sérís- lenskt hátt verðlag. Jóhann Sigurólason, sölustjóri Grand Hótels í Reykjavík, tengir fjölgun afbókana við plágurnar fjórar. „Það hafa orðið geysileg afföll í bókunum fyrir sumarið. Þar er fyrst og fremst um að ræða hópa frá Asíu og Bandaríkj- unum. Stór göt hafa myndast og hótelnýtingin er talsvert minni en á venjulegu ári. Við heyrum sömu sögu frá öðrum hótelum,“ segir hann. Fólk ferðast nú í auknum mæli um heimaslóðir sínar, en nýlega var met slegið í ferðalögum Bandaríkjamanna um heima- landið. ■ FLUGSLYS RANNSAKAÐ Sam- gönguráðuneyti Úkraínu hefur sent hóp sérfræðinga til Tyrk- lands til að rannsaka mannskætt flugslys sem átti sér stað á mánu- dag. Þá fórust 75 manns í úkra- ínskri flugvél á leið frá Afganist- an. Meðal annars voru rúmlega 60 spænskir friðargæsluliðar um borð í vélinni, sem ætlaði að lenda í Tyrklandi til að taka bens- ín þegar hún rakst á fjallshlíð með þeim afleiðingum að hún hrapaði til jarðar. KÓKAÍN Í GRANÍTSTEINI Átta manns voru handteknir þegar lögreglan á Spáni lagði hald á tæplega 100 kíló af kókaíni í borginni Reus í norðausturhluta landsins. Efnið fannst inni í 15 tonna steinklumpi úr graníti. Talið er að hinir handteknu séu meðlimir í eiturlyfjahring sem teygir anga sína víða um heim. Búist er við frekari handtökum. AFHENDING STYRKSINS Steingerður Sigurbjörnsdóttir, talsmaður Barnarannsókna, og Páll Magnússon, stjórnarfor- maður Barnarannsókna, tóku við táknrænni ávísun úr hendi Róberts Wessman, forstjóra Pharmaco, í gær. Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir er einnig á myndinni. Pharmaco styrkir rannsóknarverkefni: Geðraskanir barna greindar fyrr FERÐAFÆLNI Mikið er um að fólk frá Asíu og Bandaríkjunum afpanti hótelrými hérlendis í sumar. Fjórar plágur ferðaþjónustunnar: Geysileg afföll í hótelbókunum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.