Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 10
Sannleikur er skýring sem viðsættum okkur við. Þannig var jörðin flöt þar til við hættum að trúa því. Auðvitað var hún hnöt- tótt fyrir þann tíma – en ekki í okkar huga. Og það er veröldin sem við lifum í. Þekking mannsins er því sam- ansafn skýringa sem hann kallar sannleik; jafnvel lögmál. Og þótt allur sannleikur afhjúpist sem blekking á endanum og öll lög- mál hrynji þá viljum við hafa þetta svona. Okkur finnst ein- hvern veginn betra að byggja á sannleika og lögmálum en tilgátum og skýringum þótt við vitum vel að enginn munur er þar á. Þótt h e i m s m y n d okkar umturn- ist á fárra ára fresti höldum við fast í þetta viðhorf – ekki aðeins af þrjósku heldur líka vegna þess að við munum ekkert stundinni lengur. Þess vegna finnst okkur heimur- inn óumbreytanlegur og þekking okkar staðföst. Og þetta gengur upp ef við sjáum ekki of langt aftur. En þetta vita svo sem allir. Við fögnum nýjum skýringum eins og nýjum sannleika. Og að vissu leyti er það skemmtilegra. Ef við myndum horfa raunsætt á þekkingu mannsins myndum við komast að því að hann er óttaleg- ur kjáni. Okkur finnst hins veg- ar skemmtilegra að líta á mann- inn sem konung sköpunarverks- ins og eftirmynd Guðs og kunn- um í raun ekki að lifa með aðra sjálfsmynd. Ný þekking hefur fært okkur mörg ný hugtök sem við eigum í basli með að ná tökum á. Ef að- eins eru tekin hugtök um and- lega vanstillingu eða geðræn frávik þá er eins og nýtt hugtak verði til á hverjum degi: Of- virkni, vanvirkni, athyglibrest- ur, geðdeyfð, átröskun – svo ein- hver dæmi séu tekin. Þessi hug- tök eru liður í breyttri manngild- ishugmynd; þau lýsa í sjálfu sér ekki nýjum sjúkdómum og held- ur ekki nýjum einkennum á and- legu eða geðrænu ástandi okkar heldur fremur vilja okkar til skilgreina okkur á nýjan hátt. Við erum að skipta út einum hugtakaflokki fyrir annan. Einu sinni voru syndarhugtökin í þessum flokki, síðar karakter- einkunnir, en nú eru sjúkdóms- hugtökin að taka yfir. Síðan hef- ur önnur syrpa hugtaka alltaf lifað með þeim sem eru opinber- lega viðurkenndari – til dæmis stjörnumerkin með mismunandi skapferli og lyndiseinkunnum fólks eftir fæðingardegi og -tíma. Og það er margt líkt með þessum nýju sjúkdómshugtök- um og stjörnumerkjunum. Í báð- um tilfellum eru einkennin mörg og misjafnt eftir einstaklingum hver þeirra eiga við hann. Sá sem fræðist um stjörnumerkið sitt finnur alltaf furðanlega margt sem á við hann persónu- lega. Eins sá sem fræðist um geðdeyfð eða ofvirkni. Einkenni þessara sjúkdóma eru marg- breytileg og þar sem þetta eru sjálfssjúkdómsgreinandi sjúk- dómar er auðvelt fyrir flesta að samsama sig sjúkdóminum. Hann getur jafnvel orðið sú sjálfsmynd sem manninn vantar. Líklega má rekja þessa miklu fjölgun sjúkdómshugtaka á and- lega og geðræna sviðinu til velgengni alkóhólismans. Það er sjálfssjúkdómsgreinandi sjúk- dómur sem byggir á víðtæku safni sjúkdómseinkenna sem eiga mismikið við hvern sjúkling fyrir sig. Þessi aðferð hefur gert kraftaverk í lífi margra og við- urkenning hennar er eitt af mestu framfarasporum tuttug- ustu aldar í heilbrigðismálum. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir að unnið hafði verið með alkóhólistum í áratugi að þessari aðferð var beitt á aðra sjúkdóma – og þá einkum nýja sjúkdóma eða ný sjúkdómshugtök. Ég vil ekki draga úr fólki sem finnur lausn sinna mála í einhverjum hinna nýju hugtaka. Mér finnst hins vegar ágætt að muna að allt í mannheimum ferðast með tískubylgjum. Ef ein lausn finnst er hún óðara spennt upp og á að virka á allan vanda. Í því felst kraftur jafnt sem villuljós. Við erum eldsnögg að reyna nýjar lausnir í til- raunaskyni. En lausn okkar per- sónulega vanda er ólíklega í þessum tískubylgjum. Okkar persónulegi vandi er ósköp líkur vanda fólks sem skildi sjálft sig út frá syndahugtakinu, stjörnu- merkjum eða karaktereink- unnum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um sjúkdómavæðingu samfélagsins. 14 28. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Um aldabil reyndu morknarkeisara- og konungsstjórnir Evrópu að viðhalda stöðugleikan- um; forréttindum sínum og þess aðals sem þá naut velsældar á kostnað almennings. Flestir við- urkenna að það hafi verið nauð- synlegt að losna við ofurvald þess stöðugleika sem batt almenning í klafa fátæktar, ófrelsis og ánauð- ar um aldaskeið. Stöðugleiki þarf ekki að vera góður. Hann getur viðhaldið ranglæti. Verðbólga eða ekki verðbólga Ný ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hefur verið mynduð og seg- ist ætla að viðhalda stöðugleikan- um. Hvaða stöðugleika? Stöðug- leika þannig að verðbólgan fari ekki úr böndum? Slíkur stöðug- leiki er nauðsynlegur. En af hverju þá ekki að afnema verð- tryggingu útlána? Væri slíkt ekki tákn um að íslenska þjóðin ætlaði sér að hafa lánastarfsemi sem væri háð sams konar sjónarmið- um og annars staðar í okkar heimshluta? Á þeim „stöðugleika- tíma“ sem ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hafa setið hafa verð- tryggð lán skuldara hækkað meira en eðlilegt getur talist vegna þess að lántakendur bera ábyrgð á öllu sem fyrir getur komið í efnahagslífinu. Á stöðug- leikatíma ríkisstjórna Davíðs Oddssonar hafa skatttekjur hins opinbera hækkað meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-landi að undanskildu Grikklandi. Ríkisút- gjöld og útgjöld sveitarfélaga hafa aukist mun meira en hækkun verðlags. Opinberir aðilar hafa þannig gert sitt til að grafa undan stöðugleikanum. Stöðugleiki hverra? Forréttindahóparnir í íslensku samfélagi hljóta að vera ánægðir með að það skuli eiga að viðhalda stöðugleikanum. Íslenski aðallinn getur haldið áfram að nýta sér gjafakvótann, skattahagræðið og verðbréfamillifærslurnar og notið afrakstursins af góðri fjárfestingu í kosningasjóðum Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins, allt til að viðhalda „ríkisstjórn stöðugleikans“. Þessi aðall telur nú að það sé til langframa hægt að kaupa atkvæði til að viðhalda þess- um stöðugleika. Stöðugleikanum verður sjálfsagt líka viðhaldið að því leyti að stjórnmálaflokkarnir þurfi ekki að gera einum eða nein- um grein fyrir fjárreiðum sínum eða hverjir eigi viðkomandi flok- ka. En það eru aðrir í þjóðfélaginu sem geta ekki verið ánægðir ef viðhalda á stöðugleikanum hvað þá varðar. Þeir sem bíða eftir aðgerð- um á sjúkrahúsum geta ekki verið ánægðir ef viðhalda á stöðugleika biðraðana eða þeir fátæku ef við- halda á stöðugleika fátæktarinnar. Skortur á virku lýðræði og lýðræðishugsjón Sumir þingmenn geta verið ánægðir með að úrskurða sjálfir um hvort þeir séu réttkjörnir. Það er fráleitt að Alþingi skuli sjálft vera æðsti dómari í sjálfs sín sök. Það er skortur á eðlilegri lýðræð- islegri hugsun að hafna kröfu Frjálslynda flokksins um endur- talningu atkvæða. Krafa lýðræðis- sinna er að gerðar séu ráðstafanir til að eyða vafa um úrslit kosn- inga. Vilji kjósanda á að koma fram. Kosningalögunum verður að breyta og það verður að vera Hæstaréttar Íslands að staðfesta kjörbréf þingmanna og skera úr um vafaatriði varðandi kosningar. Ísland á að vera forysturíki lýð- ræðis en ríkisstjórnarflokkarnir fá falleinkunn fyrir að hafna eðli- legri lýðræðislegri kröfu um að fá úr því skorið hver dómur kjósenda var í kosningunum. Stöðugleikan- um skal viðhaldið og ekki hróflað við þingmeirihlutanum. Kjósend- ur eiga þá líka von á þeim stöðug- leika að kjaradómur úrskurði á kjördag eftir fjögur ár og varð- veiti stöðugleika stórfelldra launa- hækkana helstu stjórnenda þjóð- félagsins sem þjóðin vaknar við þegar hún er búin að kjósa- ekki áður heldur eftir. ■ Málfrelsi Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi skrifar: Að gefnu tilefni, vegna fréttaað undanförnu og skrifa Guð- rúnar Ebbu Ólafsdóttur borgar- fulltrúa í Fréttablaðið í gær, skal eftirfarandi tekið fram: Á fundi borgarstjórnar þann 15. maí var ársreikningur Reykjavíkur fyrir árið 2002 til umræðu. Undir þeim lið fundar- ins tók Guðrún Ebba til máls en hóf að ræða efnislega fjárveit- ingar til félagsstarfs aldraðra á þessu ári, 2003. Ekki er með nokkru móti hægt að fallast á að sú umræða snerti ársreikning 2002 og var borgarfulltrúinn því áminntur um að halda sig við dagskrá, en ræða félagsstarf aldraðra 2003 undir þar til bær- um dagskrárlið. Þar sem borgar- fulltrúinn sinnti ekki ítrekuðum áminningum í þá veru hlaut hann að víkja úr ræðustóli. Undir þennan úrskurð tóku forseti borgarstjórnar og skrifstofu- stjóri borgarstjórnar. Í umræðum í fjölmiðlum að undanförnu hafa bæði Guðrún Ebba og Björn Bjarnason borgar- fulltrúar lýst ofangreindum úrskurði sem skerðingu á málfrelsi og sakað undirritaða um að hindra umræður um málið á vettvangi borgarstjórnar. Þau ummæli sæta furðu þar sem þvert á móti var leyfð umræða um félagsstarf aldraðra utan dagskrár síðar á þessum sama fundi og málfrelsi Guðrúnar Ebbu því sýndur viðeigandi sómi. Báðum borgarfulltrúum er fullljóst að málfrelsi á fundum borgarstjórnar takmarkast af dagskrá fundarins og engum, hvorki í meirihluta né minni- hluta, leyfist að ræða í ræðustól það sem í hugann kemur hverju sinni utan hennar. Efnisatriði málsins gefa engin tilefni til upphlaups borgarfull- trúanna. Það hlýtur að stjórnast af öðrum hvötum en ást á mál- frelsinu. ■ Um daginnog veginn JÓN MAGNÚSSON ■ hæstaréttarlögmaður skrifar um stöðugleika. ■ Bréf til blaðsins ■ Einkenni þessara sjúkdóma eru margbreytileg og þar sem þetta eru sjálfssjúkdóms- greinandi sjúkdóm- ar er auðvelt fyrir flesta að samsama sig sjúkdóminum. Tískusjúkdómar Júlíus Hafstein fyrrverandi borgarfulltrúi Styrkir Sjálfstæðisflokkinn Það hefur að sjálfsögðu ekki skaðað Sjálfstæðisflokkinn að Davíð Oddsson ætli að hætta sem forsætisráðherra. Davíð Oddsson er að mynda sína fjórðu ríkisstjórn, sem er met sem seint verður slegið. Það að þeir Davíð og Halldór komist að samkomulagi um skipti á ráðuneytum síðar á kjörtímabilinu sýnir eingöngu mikið traust á milli manna. Davíð Oddsson er ekkert að hætta, hann hefur lýst því yfir að hann muni taka við embætti fjár- málaráðherra eða utanríkisráðherra. Hér er um sam- starf tveggja flokka og stjórnmálamanna að ræða sem greinilega geta unnið mjög vel saman. Það styrkir Sjálf- stæðisflokkinn. ■ Katrín Jakobsdóttir formaður Ungra Vinstri grænna Nauðsynlegt að Davíð hætti Sjálfstæðisflokkurinn tapaði næstum því sjö pró- sentum í kosningunum. Það þýðir bara að hans stefna nýtur minna fylgis í samfélaginu og ég veit ekki hvort það er rétt að tengja það persónunni Davíð Oddssyni. Hann hefur verið mjög öflugur leiðtogi en ég held í sjálfu sér að það sé nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að hann hverfi frá störfum. Ég held að hann verði ekki viðloðandi pólitík í næstu kosningum. Ég á þó jafnvel von á því að meiri möguleiki sé að stjórnin falli með Halldór í forsæti en Davíð. Það verður hins vegar ánægjulegt að fá Davíð Oddsson á ritvöllinn í glæpa- sagnaskrift. ■ Skaði að Davíð hætti sem forsætisráðherra? Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Valdið heillar „Framsókn tók völdin fram yfir almannahagsmuni en það verður hins vegar þungt fyrir fæti í næstu kosningum þegar flokkurinn leggur enn og aftur á vaðið til að blekkja kjósend- ur til fylgis við sig.“ BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Á VEFNUM POLITIK.IS. Blóðugur stuðningur „Ljóst er að Íraksstríðið er í hópi þeirra blóðugustu sem vestræn ríki hafa háð undan- farna áratugi. Því er ástæða til að fá skýringar frá nýrri ís- lenskri ríkisstjórn á því, hvers vegna ráðamenn þjóðarinnar lýstu yfir stuðningi við þetta stríð.“ SVERRIR JAKOBSSON Á VEFNUM MURINN.IS.Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist Sjálfstæðisflokkur með 4% minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Ríkisstjórn stöðugleikans FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.