Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 25
30 28. maí 2003 MIÐVIKUDAGUR Kristinn Reimarsson, sviðstjóriafrekssviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, er Skagamaður og alinn upp við fót- bolta. „Ég valdi reyndar handbolt- ann þegar ég var sextán ára, með- an hann var til á Skaganum.“ Kristinn á að baki á annað hund- rað meistaraflokksleiki með handboltaliði Skagamanna. Íþróttirnar eru yndi og starf Kristins. „Ég útskrifaðist af íþróttabraut og fór síðan í Íþrótta- kennaraskólann. Ég fór síðan í framhaldsnám til Oslóar.“ Þar var hann í tvö ár og kunni vel við sig. „Norðmenn sinna öllum þáttum mjög vel, hvort sem það eru afrek- síþróttir eða almenningsíþróttir.“ Kristinn er fráskilinn og á þrjú börn. Áhugamálin eru ekki mörg fyrir utan íþróttir og fjölskyldu. „Það kemst ekki margt annað að.“ Börnin eru líka á kafi í íþróttum. „Stelpan, sem er átján ára, er í fim- leikum og strákarnir, sem eru níu og þrettán ára, eru á kafi í fótbolt- anum uppi á Skaga.“ Hann fylgist með börnunum og segir mun betur haldið utan um allt íþróttastarf en var þegar hann var að sparka bolta á Skaganum. „Þá var enginn að skipta sér af manni.“ Kristinn segist hafa prófað ýmsar íþróttagreinar, en bolta- íþróttirnar hafi orðið ofan á. Kristinn fylgist með Skagamönn- um. „Ég hef hvorugan leik minna manna séð í sumar.“ Ástæðan er einföld, undirbúningur fyrir Smá- þjóðaleikana á Möltu hafa tekið allan lausan tíma. Leikarnir hefj- ast á mánudag. „Það hefur ekki gefist mikill tími til annars en að koma liðinu til Möltu.“ Milli tarnanna í starfinu segist Kristinn reyna að hreyfa sig. Hann skokkar. „Svo spila ég öld- ungablak.“ ■ Persónan KRISTINN REIMARSSON ■ undirbýr þátttöku Íslendinga á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Íþróttirnar eiga hug hans allan. Spilar blak og undirbýr afreksmenn Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Hva› ertu a› hugsa? 12 . og 1 9 jú ní o g 18 . jú lí. V er › kr. á mann 36 .2 40 36 .2 40 *Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. **Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Miðað við 2 fullorðna. Takmarkað sætaframboð Sólarplús fiú velur dagsetningu, bókar og grei›ir sta›festingargjald. Gistista›urinn er sta›festur viku fyrir brottför. * 47 .6 30 k r. ** Sama sólin, sama fríi› bara a›eins ód‡rara M al lo rc a M al lo rc a KRISTINN REIMARSSONHeldur utan um afreksfólk í íþróttum.Fylgist líka með börnunum, sem eru á kafií íþróttum. Mikið er um dýrðir í borginniZlin á Mæri i Tékklandi. Þar fer fram þessa dagana elsta og jafnframt stærsta barnakvik- myndahátíð veraldar, haldin í 43. skipti. Fjöldi mynda berst árlega á hátíðina og í ár keppir íslensk mynd í fyrsta skipti til verðlauna, Litla lirfan ljóta eftir Gunnar Karlsson, byggð á sögu Friðriks Erlingssonar. Nokkrar kvikmynd- ir eru sýndar utan keppni og með- al þeirra er mynd systkinanna Árna og Hrannar Sveinsbarna, Í skóm drekans. Í dómnefnd teikni- og brúðumynda fyrir börn situr í fyrsta skipti Íslendingur, Anna Kristine Magnúsdóttir. Anna Kristine, sem reyndar er ættuð frá Zlin, segir borgina und- irlagða af hátíðinni. „Á kvik- myndahátíðinni í ár eru 211 myndir sýndar og innan okkar flokks, í hópi teikni- og brúðu- mynda, keppa 36 myndir. Mér er mikill vandi á höndum, því þeirra á meðal er Litla lirfan ljóta og auðvitað vill maður helst að okkar land sigri,“ segir Anna Kristine. Meðal þeirra sem mæta á há- tíðina er stórleikarinn Peter Ustinov. „Að enda med sjálfum Hercule Poirot á kvikmyndahátíð er nokkuð sem Agatha Christie- aðdáandinn á eftir að lifa lengi á,“ segir Anna Kristine. ■ DÓMNEFNDIN Valið verður erfitt fyrir þriggja manna dómnefnd i teikni- og brúðumyndum. 36 myndir keppa til úrslita og dómnefndin hefur nú þegar horft á helming myndanna. Keppir í Tékklandi Kvikmyndir ■ Fyrsta íslenska kvikmyndin til að keppa á stærstu barnakvikmyndahátíð heims. Anna Kristine Magnúsdóttir situr í dómnefndinni. Stundum ofbýður manni og þáer lagt upp í svona herferðir,“ segir Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone. Hrundið hefur verið af stað rafrænni undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að morgunþátturinn Árla dags, í umsjón Vilhelms G. Kristinssonar, verði sendur út samfellt frá klukkan 7 til 9 virka daga á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Dyggir hlustendur Árla dags eru hvattir til að senda tölvupóst með nafni sínu og kennitölu á póst- fangið: arladags@lifivilhelm.is. Óskar telur vert að vekja sérstaka athygli á þessu framtaki í fjölmiðlum, ekki síst í ljósi þess að líklega eru fáir hlustendur Rásar 1 virkir Netverjar. Óskar segist hafa verið aðdáandi Vilhelms í all- langan tíma. „Sérstaklega kemst hann nálægt hjarta mínu þegar hann leikur snemma morguns tón- list með lögum hljómsveitar Rauða hersins – einkum úr hljóm- leikaferð hljómsveitarinnar til Lundúna upp úr 1960. Þetta gerir hann einn manna og sýnir þar með kjark og yfirburði umfram aðra útvarpsmenn. Þetta leiðir stund- um til þess að ég og margir aðrir, sem eru komnir að sínum vinnu- stað á þessum tíma dags, taka stundum aukahring til að klára lagið.“ Þessi þáttur hefur unnið til verðskuldaðrar aðdáunar að mati Óskars og honum, og vopnabróður hans í undirskrifarsöfnuninni, Árna Vilhjálmssyni hrl., finnst sérkennileg ráðstöfun að vekja Vilhelm til þess eins að senda hann í kaffi. „Já, sú ráðstöfun hefur vakið hörð viðbrögð margra dyggra hlustenda Rásar 1 sem fá illa skil- ið hvaða tilgangi það þjónar að halda úti tveimur útvarpsrásum og útvarpa á þeim sama efninu. Sérstaklega vekur þetta furðu þar sem stjórnandinn er náttúrulega mættur til vinnu og hefur útsendingar kl. 7 til 7.30. Hann virðist síðan sendur í kaffi til kl. 8.30.“ Undirtektir hafa farið fram úr björtustu vonum en betur má ef duga skal. „Jafnvel þó við Árni höfum báðir skrifað sitthvort lesendabréfið til Velvakanda Moggans, sem tekið hefur undir kröfur okkar, hefur það ekki dugað til.“ jakob@frettabladid.is ÓSKAR MAGNÚSSON Stendur fyrir herferð til að endurheimta morgunþátt sinn á Rás 1. Hann segir umsjónar- manninn, Vilhelm G. Kristinsson, komast sérstaklega nálægt hjarta hans þegar leikur snemma morguns lög með hljómsveit Rauða hersins. Herferð ■ Herferð til að endurheimta morgun- þátt Rásar 1 sem er hvíldur meðan „Morgunvaktin“ er samkeyrð á Rás 1 og Rás 2. Af hverju má „Árla dags“ ekki lifa fyrst búið er að vekja Vilhelm G. - um- sjónarmann þáttarins? spyrja forkólfar herferðarinnar. Lifi Vilhelm Kristinsson Bandaríska leyniþjónustan,CIA, fylgist grannt jafnt með hinu smæsta sem stærsta og Ís- land er því engin undantekning. Landinu eru þannig gerð ítarleg skil á heimasíðu stofnunarinnar (http://www.cia.gov/cia/publica- tions/factbook/geos/ic.html) en þar kemur meðal annars fram að við eigum engan almennilegan her en höfum hins vegar yfir lögreglu og landhelgisgæslu að ráða. Annars virðist vera tími til kominn að njósnararnir vestar uppfæri Ís- landsbókhald sitt þar sem Sverrir Hermannsson er enn sagður vera formaður The Liberal Party (Frjálslynda flokksins) auk þess sem Sighvat- ur Björgvinsson er nefndur sem formaður flokks sósíaldemókrata og Kristín Ást- geirsdóttir er und- ir smásjá CIA sem formaður The Women’s List (Kvennalistans). Þess er að vísu getið að flokkar Sighvats og Krist- ínar séu komnir undir regnhlíf Össurar Skarphéðinssonar í The Social Democratic Party, sem er væntanlega Samfylkingin. Baltasar Kormákur og Hall-grímur Helgason vinna nú í sameiningu að gerð kvikmynda- handrits. Handrit- ið er að fullu frumsamið og hefur Hallgrímur að mestu fengist við skriftirnar. Hefur hann dvalið á Seyðisfirði og á Hofsósi undan- farna mánuði við verkið og sér brátt fyrir endann á því. Standa vonir þeirra félaga til þess að úr verði kvikmynd sem fellur að al- þýðusmekk og beri jafnvel hróð- ur íslensku þjóðarinnar víða. Þriðjungur skilur HJÓNABÖND Á síðasta ári voru hjónavígslur hér á landi 1.619 talsins. Á sama tíma skildu 524 hjón. Meðalaldur karlmanna sem gengu í hjónaband í fyrra var 35,4 ár en kvenna 32,8 ár. Meðalaldur hjóna- korna lækkar þó umtalsvert ef ein- göngu eru teknir þeir sem gengu í hjónaband í fyrsta sinn. ■ HJÓN Vandasamt verk- efni. Fréttiraf fólki ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að nú blasir alvara lífsins við í Kaupþingi. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ib Árnason Riis. Ísafirði. Jón Arnór Stefánsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.