Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 5
6 30. maí 2003 FÖSTUDAGURVeistusvarið? 1Sir Edmund Hillary, sem kleif Ever-est-tind fyrstur manna, er nú staddur í Nepal. Hvaða ár kleif hann tindinn? 2Í hvaða landi geisa miklir þurrkar og430 hafa látist á síðasta hálfa mánuð- inum? 3Með hvaða óvenjulega hætti varbandaríski söngvarinn James Brown verðlaunaður í síðustu viku? Svörin eru á bls. 39 Lífeyrissjóður Austurlands: Nýja stjórnin sækist eftir trausti LÍFEYRISMÁL Ný stjórn tók við Líf- eyrissjóði Austurlands á mánudag í kjölfar þess að fyrrum stjórnar- menn viku úr sæti að eigin ósk eftir að hafa setið undir háværri gagnrýni vegna stórtaps á rekstri sjóðsins og umdeildra ákvarðana. Elfar Aðalsteinsson, 31 árs gamall forstjóri Eskju á Eskifirði, var kosinn stjórnarformaður, en með honum sitja Aðalsteinn Ingólfs- son, Þorkell Kolbeins og Sigurður Hólm Freysson. Elfar segir helsta verkefni nýrrar stjórnar snúast um traust. „Við þurfum að stuðla að því að fólki treysti Lífeyrissjóði Austur- lands, líkt og það treystir öðrum lífeyrissjóðum á landinu. Við verðum að bæta okkar ímynd að einhverju leyti, með því að tala um málefni en ekki menn.“ Afkoma sjóðsins hefur verið með slakasta lagi síðustu ár og tapaði sjóðurinn um milljarði króna í fyrra. Elfar segir þörf á samstillu átaki stjórnarinnar til að stoppa í götin. „Afkoman hefur verði óviðunandi síðustu þrjú ár. Við vonum að botninum hafi verið náð í neikvæðri ávöxtun.“ ■ Hátíð hafsins: Skemmtun fyrir alla fjölskylduna MENNING Hátíð hafsins verður haldin hátíðleg dagana 31. maí til 1. júní. Þetta er í fimmta sinn sem hátíð er haldin á Reykjavík- urhöfn dagana í kringum sjó- mannadaginn og hafnardaginn, sem er á laugardag. Að sögn Sifjar Gunnarsdótt- ur, verkefnisstjóra viðburða á Höfuðborgarstofu, verður mikið um dýrðir á hátíðinni. Reist verður tjaldborg þar sem fyrir- tæki og stofnanir tengd hafinu kynna starfsemi sína. Í sam- starfi við nýja Íslendinga verð- ur boðið upp á sjávarréttaveislu í tjaldborg. Nýir Íslendingar munu sjá um matseldina og verður íslenskt sjávarfang not- að í framandi rétti frá ýmsum menningarsvæðum. Réttirnir verða síðan seldir á vægu verði. Ljósmyndasýning með myndum úr Þorskastríðinu verður opnuð í Listasafni Íslands og fjöldi skemmtiatriða fyrir alla fjöl- skylduna fer fram á hafnar- bakkanum. ■ Fjölkvænismaður: Sjö ára dóm- ur mildaður KAÍRÓ, AP Sjö ára fangelsisdómur yfir El-Suweirky, egypskum 15 barna föður, hefur verið mildaður um þrjú ár af áfrýjunardómstóli. Suweirky, sem er 56 ára, var fyrir þremur árum dæmdur fyrir að vera kvæntur fimm konum á sama tíma, einni fleiri en leyfilegt er. Hann var einnig dæmdur fyrir að ljúga til um hjúskaparstöðu sína og fyrir að ginna konur til að hafa við sig kynmök. Málið vakti mikla athygli í Egyptalandi á sínum tíma. Þá sagðist Suweirky m.a. hafa kvænst 19 sinnum á æv- inni. ■ Sænska lögreglan: Óbreytt gengi Kaupþings HLUTABRÉF Rannsókn sænsku lög- reglunnar á meintum innherjasvik- um við yfirtöku Kaupþings á JP Nordiska virðist engin áhrif hafa haft á gengi Kaupþings Búnaðar- banka. Gengi hlutabréfa Kaupþings Búnaðarbanka var 145 við lok Kauphallarinnar á miðvikudag. Næsta dag á undan var gengið 144. Kastljós sænsku lögreglunnar vegna JP Nordiska hefur meðal annars beinst að aðaleigendum Bakkavarar. Gengi þess félags var sömuleiðis óbreytt á miðvikudag. ■ ÖRYGGISGÆSLA Mikil öryggisgæsla er vegna fundar átta helstu iðnríkja heims í Evian. Fundur átta helstu iðn- ríkja heims: Chirac hittir Bush PARÍS, AP Jacques Chirac Frakk- landsforseti mun eiga fund með forseta Bandaríkjanna, George Bush, í fjallaþorpinu Evian á mánudaginn næsta. Báðir leiðtogarnir eru þar vegna fundar átta helstu iðnríkja heims. Þetta verður í fyrsta skipti sem forsetarnir tveir ræða saman augliti til auglitis síðan í nóvem- ber, þegar þeir deildu harkalega um hvort réttlætanlegt væri að ráðast inn í Írak. Auk Frakklands og Bandaríkj- anna eru Japan, Rússland, Bret- land, Kanada, Þýskaland og Ítalía í hópi átta helstu iðnríkja heims. ■ INGVI HRAFN HÆTTIR Ljóst er að nýr formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna verður kosinn á landsfundi þess í haust. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður SUS og aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Hafsteinn Þór Hauksson, varaformaður SUS, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku. ■ Stjórnmál ELFAR AÐALSTEINSSON Nýr stjórnarformaður hyggst bæta ímynd Lífeyrissjóðs Austurlands. REYKJAVÍKURHÖFN Hátíð hafsins verður haldin hátíðleg í Reykjavík um helgina. Lifði af stórárás nasista í stríðinu Íslendingurinn Guðbjörn Guðjónsson fór með skipalestinni PQ17 í seinni heimsstyrjöldinni. Með honum um borð voru dauðadæmdir fangar. Árásin á skipalestina hófst einn morgun þegar hann var á vakt. STRÍÐ Guðbjörn Guðjónsson er einn af fjórum Íslendingum sem fóru í hina afdrifaríku siglingu með skipalestinni PQ17 í seinni heimsstyrjöldinni. Þ j ó ð v e r j a r sökktu 24 af 36 skipum í lestinni, en þau voru á leið frá Hvalfirði til Múrmansk í Sovét- ríkjunum með her- gögn. Íslendingarnir fjórir komust allir klakklaust úr þessari ferð, en Guðbjörn, sem verður 82 ára á þessu ári, er sá eini af þeim sem enn er á lífi. Guðbjörn segir að hann hafi ráðið sig sem háseta á SS Iron Clad einfaldlega vegna þess að hann hafi vantað vinnu. Hann seg- ist hafa gert sér grein fyrir að ferðin gæti orðið hættuleg þó hann hafi engan veginn getað gert sér grein fyrir að skipalestin myndi lenda í þeirri stórárás sem hún gerði. Guðbjörn segir að fyrir fram hafi menn svo sem átt að vita að ferðin gæti orðið hættuleg, því á meðal þeirra skipverja sem send- ir hefðu verið voru bandarískir fangar sem höfðu verið dæmdir til dauða. Í stað þess að vera tekn- ir af lífi var þeim boðið að fara í þessa ferð. Guðbjörn sagði að fljótlega eftir að skipalestin hafi verið komin norður fyrir Vestfirði hafi menn orðið varir við Þjóð- verjana. Sjálf árásin hafi hins vegar ekki átt sér stað fyrr en undan ströndum Norður-Noregs. „Mig minnir að þetta hafi byrjað um morgun þegar ég var á vakt,“ segir Guðbjörn. „Við vorum allt of nálægt ströndum Noregs þar sem Þjóðverjarnir voru í felum. Bæði orrustuflugvélar og kafbátar réðust á okkur. Við vorum í miðri skipa- lestinni og það var skotið allt í kringum okkur. Við sluppum samt með skrekkinn og sigldum í átt að ísnum, þar sem við máluðum skipið hvítt til að það sæist ekki.“ Guðbjörn segir að vissulega hafi hann og aðrir skipverjar ótt- ast um líf sitt. Sumir hafi hreinlega farið á taugum og ekki getað sofið, þeir hafi verið fluttir í herskip þar sem læknar voru um borð. „Ég þraukaði þetta, enda með stáltaugar.“ Á leiðinni til baka strandaði SS Iron Clad. „Það var viljandi gert því skipstjórinn þorði ekki að fara til baka. Við vorum teknir um borð í bandarískt skip og fluttir til Liverpool. Skömmu síðar komst ég heim til Íslands, en þetta var ógleymanleg ferð.“ trausti@frettabladid.is MEÐ STÁLTAUGAR Guðbjörn Guðjónsson segir að vissulega hafi hann og aðrir skipverjar óttast um líf sitt. Sumir hafi hreinlega farið á taugum og ekki getað sofið. „Ég þraukaði þetta, enda með stáltaugar.“ ■ „Við vorum í miðri skipalest- inni og það var skotið allt í kringum okkur.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Landssímamálið: Alvara lífsins í Fjárvernd VIÐSKIPTI Ríkisútvarpið sagði frá því í gær að eignarhaldsfélagið Alvara lífsins ehf., sem markaði upphaf fjársvikamálsins innan Landsímans, hafi verið einn stofnenda Fjárverndar, verð- bréfa fyrir 2 árum. Fjárvernd, verðbréf var eina hlutafélagið sem Alvara lífsins tók þátt í að stofna. Meðal annarra stofnenda má nefna Sparisjóð Kópavogs, Líf- eyrissjóð starfsmanna Kópavogs- kaupstaðar, auglýsingastofuna Nonna og Manna og RBD Hold- ings S.A í Lúxemborg. Forsvars- menn Alvöru lífsins, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, fengu rífleg lán hjá Sparisjóðnum. Bæði Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra Krist- jánsson fengu 6 milljónir króna hvor hjá sparisjóðnum í byrjun þessa mánaðar. Trygging lánanna er aftasti veðréttur á þakíbúðum þeirra félaga við Skúlatún. Sú trygging er talin vera haldlítil. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.