Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 9
12 30. maí 2003 FÖSTUDAGUR ■ Ráð og nefndir STJÓRNAR HERSÝNINGU Harry prins, yngri sonur Karls Bretaprins og Díönu heitinnar prinsessu, stjórnaði með styrkri hönd hersýningu ungra nema sem haldin var á dögunum í Eton-skóla, þar sem pilturinn stundar nám. Vangavelt- ur eru nú uppi um að Harry, sem er 18 ára, hyggi á frama í hernum. AP/M YN D Fjármálaráðuneytið telur að lítið megi út af bregða til að sjávarútvegur lendi í taprekstri: Versnandi afkoma sjávarútvegs SJÁVARÚTVEGUR Fjármálaráðuneyt- ið reiknar með versnandi afkomu sjávarútvegs á þessu ári, saman- borið við síðustu tvö ár. Í vefriti ráðuneytisins er því spáð að hreinn hagnaður sjávarút- vegs fyrir skatta verði um fjórir milljarðar króna á þessu ári. Sam- kvæmt áætlun ráðuneytisins var hann tæpir 14 milljarðar króna í fyrra og 19,5 milljarðar árið 2001. Hækkun krónunnar mun hafa hvað mest áhrif á afkomu sjávar- útvegs. Samkvæmt meðaltali í maí hefur krónan hækkað um 12,5% frá árinu 2001, en langmest gagnvart dollara eða um tæp 27%. Varlega áætlað gerir Fjármála- ráðuneytið ráð fyrir óbreyttri framleiðslu milli áranna 2002 og 2003, en lækkandi fiskverði inn- anlands. Í vefritinu segir að veiðigrein- ar standi mun betur en vinnsla, en talið er að hún verði rekin með halla á þessu ári. Ráðuneytið telur að lítið megi út af bregða til að greinin í heild lendi í taprekstri. Miðað við gefnar forsendur megi gera ráð fyrir að sjávarútvegur- inn í heild verði rekinn með halla ef gengi krónunnar hækkar um meira en 4% frá áætluðu meðal- tali maímánaðar. Færri störf en áður Skógrækt á Tumastöðum hefur dregist saman síðustu sjö ár. Samkeppnis- stofnun úrskurðaði að Skógrækt ríkisins mætti ekki standa fyrir smásölu plantna. Framleiðslan hefur því minnkað um 650 þúsund plöntur á ári. SKÓGRÆKT „Tumastaðir er stærsta og eina skógræktarstöðin í Rang- árvallasýslu. Síðustu ár hefur starfsemin þar dregist mjög mik- ið saman,“ segir Hreinn Óskars- son, skógarvörður Suðurlands. Hann segir að áður fyrr hafi þar verið sala, fólk hafi komið og keypt plöntur. En Samkeppnis- stofnun hafi úrskurðað að Skóg- rækt ríkisins mætti ekki standa fyrir smásölu á plöntum. Þar af leiðandi hafi salan liðið undir lok. Hreinn segir að 1996 hafi verið framleiddar um 800 þúsund skógarplöntur á Tumastöðum. Í dag séu framleiddar um 150 þús- und plöntur fyrir Skógræktina. Á Tumastöðum séu tveir heilsárs menn og ársverkin séu um fimm í það heila. 1996 hafi verið fimm til sex heilsársmenn og um fimmtán sumarkrakkar eða um tíu ársverk í það heila. „Nú höfum við gert samning við Blómaval sem mun rækta sínar plöntur á Tumastöð- um. Þá vonumst við til að umfang starfseminnar muni aukast aftur með fjórum til fimm sumarstörf- um.“ Hreinn segir Skógræktina aðallega hafa verið að gróðursetja inni í Þjórsárdal, Haukadal og í Grímsnesi. Helst hafi verið sáð í eyðisandana á þessum stöðum, mest birki og lerki. Mesta furða sé hversu vel það nái að spjara sig þar. Grenið sé aftur á móti sett í grónara land. „Í fyrra gróðursett- um við um 150 þúsund plöntur. Mest fór í eina stóra tilraun í Gunnarsholti sem er svo kölluð langtímatilraun gerð í samvinnu við rannsóknarstöðina á Mógilsá. Niðurstöður hennar verður ekki hægt að skoða fyrr en eftir tugi ára. Í skógræktinni er farið að at- huga hluti sem engum datt í hug að skoða fyrir tíu, tuttugu árum síðan. Kolefnisbinding í skógrækt var hugtak sem ekki var til, held- ur voru tré notuð í timbur. Slíka þætti verður hægt að skoða í stóru tilrauninni í Gunnarsholti. „Skógræktin hefur viljað halda í Tumastaði til að framleiða plönt- ur. Lausnin fyrir okkur er að leigja út aðstöðuna, t.d. Blómavali. Þá erum við ekki að selja þeim heldur vinna fyrir þá. Þeir rækta sínar plöntur og bera ábyrgð á þeim,“ segir Hreinn Óskarsson. hrs@frettabladid.is SEÐLABANKI EVRÓPU Seðlabanki Evrópu í Þýskalandi vonast eftir fjölgun í myntbandalaginu. Kannanir í Danmörku og Svíþjóð: Fylgjandi Evrunni KAUPMANNAHÖFN, AP Ný skoðana- könnun í Danmörku sýnir að naumur meirihuti þjóðarinnar er fylgjandi því að Evran verði tekin upp þar í landi. Svipuð könnun í Svíþjóð sýndi að meirihluti Svía er fylgjandi upptöku samevr- ópska gjaldmiðilsins. Einungis fimm mánuðir eru í að Svíar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, en Danir og Svíar eru ásamt Bretum einu þjóðir Evr- ópusambandsins sem ekki hafa tekið upp Evruna ennþá. ■ SAMA ÞINGVALLANEFND Alþingi kaus Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra og Össur Skarphéðinsson, for- mann Samfylkingar, í Þingvalla- nefnd. Þeir voru allir endur- kjörnir. ÞRÍR NÝIR Þrír varaþingmenn voru kosnir í nefnd um erlenda fjárfestingu, sem ber að hafa eft- irlit með því að takmörkunum á erlendri fjárfestingu sé fram- fylgt. Þeir eru Adolf H. Bernd- sen, Sjálfstæðisflokki, og Sam- fylkingarmennirnir Einar Karl Haraldsson og Ellert B. Schram. NÝTT TRYGGINGARÁÐ Tveir fyrr- um þingmenn Samfylkingar sem féllu í uppröðun og prófkjöri voru kosnir í tryggingaráð á sum- arþingi Alþingis. Það eru þau Karl V. Matthíasson og Sigríður Jóhannesdóttir. Aðrir sem voru kosnir nýir eru Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Framsóknar- flokks, og Guðrún Inga Ingólfs- dóttir fyrir Sjálfstæðisflokk. Margrét S. Einarsdóttir situr ein áfram úr fyrra tryggingaráði. FÓRNARLAMB STRÍÐS Óbreyttur borgari í Aceh-héraði í Indónesíu yfirheyrður af hermönnum. Indónesía: Meira mannfall INDÓNESÍA, AP Fréttir hafa borist af voðaverkum indónesískra hermanna gagnvart óbreyttum borgurum í Aceh-héraði. Upp- reisnarmenn í héraðinu berjast fyrir sjálfstæði þess frá Indónesíu. Íbúar héraðsins hafa sakað her Indónesíu um að brjóta mannréttindi þeirra. Indónesísk- ir hermenn komu í smábæinn Lawang í Aceh-héraði á þriðju- dag og ráku alla þorpsbúa inn í litla mosku nema einn mann, sem tekinn var afsíðis og myrt- ur. Stjórnvöld vilja meina að maðurinn hafi verið uppreisnar- maður en kona mannsins segir að hann hafi ekki tengst upp- reisninni á neinn hátt. Líklegt er talið að yfir 80 upp- reisnarmenn hafi dáið í Aceh- héraði í Indónesíu síðan stríð hófst milli uppreisnarmanna og hers Indónesíu 19. maí. Erfitt er þó að segja nákvæmlega til um fjölda látinna þar sem báðir deiluaðilar keppast við að ýkja mannfallið. Þetta stríð er stærsta hern- aðaraðgerð Indónesa síðan innrás var gerð í Austur-Tímor 1975. ■ Úrvalsvísitala: Spá fjórum nýliðum VIÐSKIPTI Greining Íslandsbanka telur að fjögur ný félög komi inn á úrvalsvísitölu Kauphallarinn- ar fyrir næsta árið. Upplýsingar um hvaða fyrirtæki mynda hana verða birtar 10. júní næstkom- andi. Þau félög sem Greining spáir að komi ný inn eru Fjár- festingarfélagið Straumur, Grandi, Íslandssími og SH. Vægi hvers þeirra um sig í vísi- tölunni er talið verða þrjú pró- sent. Hinn nýi risi, Kaupþing Búnað- arbanki, mun vega 21% af vísitöl- unni að mati Greiningar. Pharmaco kemur næst með 20% og síðan Ís- landsbanki með 16%. ■ Leiðrétting Vegna þess að vitnað var ístarfsmann á Prikinu í frétt um handtöku rekstrarstjórans skal tekið fram að starfsmaðurinn sem Fréttablaðið ræddi við er ekki veitingastjóri svo sem haldið var fram. ■ Skýrsla Rannsóknar og greiningar um vímuefnanotkun ungmenna: Drykkja algengust í Hafnarfirði RANNSÓKN Nýleg skýrsla Rann- sóknar og greiningar um vímu- efnanotkun sýnir að áfengis- neysla er töluvert meiri meðal hafnfirskra barna en annarra. Þess ber að geta að í skýrslunni er sérstaklega fjallað um vímu- efnaneyslu hafnfirskra ungmenna og hún borin saman við neyslu reykvískra ungmenna og lands- meðaltal. Á bilinu 50-55% áttundu bekkinga, á bilinu 60-65% níundu bekkinga og á bilinu 77-82% tí- undu bekkinga í Hafnarfirði, í Reykjavík og á landinu í heild segjast einhvern tíma um ævina hafa drukkið áfengi. Ölvun síðastliðna 30 daga er hlutfallslega algengari meðal áttundu, níundu og tíundu bekk- inga í Hafnarfirði en jafnaldra þeirra í Reykjavík og á landinu í heild. Algengast er árið 2002 að nemendur í 10. bekk í Hafnar- firði, í Reykjavík og á landinu í heild hafi drukkið bjór síðast- liðna 30 daga, því næst sterkt áfengi en minnst er um að tíundu bekkingar segist hafa drukkið léttvín. Neysla allra þessara drykkja er hlutfallslega algeng- ari meðal nemenda í 10. bekk í Hafnarfirði en í Reykjavík og á landinu í heild. ■ VINNSLAN Í VANDRÆÐUM Í vefritinu segir að veiðigreinar standi mun betur en vinnsla, en talið er að hún verði rekin með halla á þessu ári. Hlutfall nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2002 sem hafa drukkið áfengi síðastliðna 30 daga. % SKÓGRÆKT Á Tumastöðum hefur ræktun skógarplantna dregist verulega saman á síðustu árum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.