Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 12
15FÖSTUDAGUR 30. maí 2003 Síldarvinnslan hf: Ágætis hagnaður SJÁVARÚTVEGUR Síldarvinnslan hf. var rekin með 585 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði árs- ins. Síldarvinnslan sameinaðist SR-Mjöli í byrjun ársins, en sam- anlagður hagnaður fyrirtækj- anna var 1,2 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Loðnuveiðar hafa gengið verr en áætlanir gerðu ráð fyrir og styrking íslensku krónunnar hef- ur lækkað rekstrartekjur fyrir- tækisins. Mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækisins næstu misseri vegna gengis gjaldmiðla og norsk-íslensku síldarinnar. ■ BRUSSEL, AP Komið hefur upp óánægja á meðal fulltrúa Evr- ópuþingsins með uppkast að stjórnarskrá Evrópu sem birt var á mánudaginn. Háttsettur Þjóðverji, Elmar Brok, er ósáttur við að athuga- semdir Evrópuþingsins við drögin að stjórnarskránni hafi ekki verið tekin til greina. Hann segir enn fremur að hagsmun- um sex stærstu þjóðanna sé vel borgið, en stjórnarskráin í þeirri mynd sem hún er núna taki ekki tillit til minni þjóða sambandsins. Smáþjóðirnar innan Evrópu- sambandsins hafa oft lýst yfir áhyggjum sínum með þá grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um nýjan forseta Evrópusam- bandsins. Hann á að sitja í allt að fimm ár í einu. Þetta kerfi myndi koma í staðinn fyrir núverandi stjórn- unarkerfi þar sem þjóðir sam- bandsins skiptast á að fara með forsætið í 6 mánuði hver. Smá- þjóðirnar óttast að með þessu muni áhrif þeirra á ákvarðana- töku innan Evrópusambandsins minnka. Búist er við að sátt náist um þessa nýju stjórnarskrá fyrir næstu áramót án þess að komi til atkvæðagreiðslu. ■ STJÓRNARSKRÁ EVRÓPU Fyrstu drög að stjórnarskrá Evrópu voru birt á mánudaginn. Drög að stjórnarskrá Evrópu: Óánægja með hlut smáþjóða Sænski seðlabankinn: Birgitta myntslegin STOKKHÓLMUR, AP Sænski seðla- bankinn hefur látið útbúa nýja mynt í tilefni af 700 ára afmæli St. Birgittu, eina dýrlings Svíþjóðar. Um er að ræða 2.000 króna silfur- pening annars vegar og 20 þúsund króna gullpening hins vegar. Myntin, sem verður gefin út í takmörkuðu upplagi, er ætluð fyr- ir safnara en ekki til almennar notkunar í Svíþjóð. St. Birgitta var uppi á árunum 1303 til 1373. Hún var þekkt fyrir sýnir af Kristi og Maríu mey. Árið 1999 tilnefndi Jóhannes Páll páfi II Birgittu sem eina af þremur kvenkyns dýrlingum Evrópu. ■ PAKISTAN Verkamenn vinna við að standsetja lestar- teina til Indlands. Indland og Pakistan: Sendiherra útnefndur PAKISTAN, AP Yfirvöld í Pakistan hafa útnefnt nýjan sendiherra sem gegna á embætti í Indlandi. Ekki er langt síðan Indverjar út- nefndu sendiherra í Pakistan, en 18 mánuðir eru síðan löndin köll- uðu heim þáverandi sendiherra sína. Samskipti Indlands og Pakistan hafa lengi verið storma- söm og hafa valdið alþjóðasamfé- laginu áhyggjum þar sem bæði ríki búa yfir kjarnorkuvopnum. Allt er nú á réttri leið og þjóðirn- ar eru m.a. í viðræðum um endur- reisn almenningssamgangna milli landanna. ■ JACQUES CHIRAC Frakklandsforseti á fundi 8 helstu iðnríkja heims. Leiðtogar þróunarríkj- anna í Frakklandi: Samstarf styrkt INDLAND, AP Forsætisráðherra Ind- lands, Atal Bihari Vajpayee, ásamt forráðamönnum frá 11 öðr- um þróunarlöndum, er boðið á fund með utanríkisráðherrum 8 helstu iðnríkja heims í Frakklandi í vikunni. Forráðamenn þróunar- ríkjanna eru á fundinum í boði Jacques Chirac Frakklandsfor- seta, en Chirac vill með þessu reyna að styrkja samskipti milli iðn- og þróunarríkjanna. Hann segir að nauðsynlegt sé að efla samstarf til að reyna að minnka bilið milli ríkra og fátækra, stöð- va hryðjuverk og ná árangri í um- hverfismálum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.