Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 13
Getur verið að það sé of mikið afreglum til í heiminum? Og að við leggjum of mikið upp úr að þeim sé fylgt? Mér datt þetta í hug í kjöl- far tveggja frétta fyrr í vikunni. Annars vegar umfangsmikla lög- regluaðgerð í mörgum löndum vegna grunns um innherjaviðskipti í tengslum við yfirtöku Kaupþings á JP Nordiska og hins vegar sex mán- aða keppnisbann Patreks Jóhannes- sonar í kjölfar þess að hann skyrpti í átt að handboltadómara. Það er eitthvað bogið við aðgerð- ir lögreglunnar vegna JP Nordiska. Í fyrsta lagi virðast hinir grunuðu ekki hafa keypt bréfin fyrr en eftir að áform Kaupþings voru gerð opin- ber. Í öðru lagi er erfitt að ímynda sér annað en að yfirvöld hefðu getað kallað eftir gögnum um málsatvik án þess að standa fyrir innrásum í fyrirtæki og á einkaheimili. Í þriðja lagi beinist grunur að tiltölulega litl- um hagnaði í samhengi við umfang aðgerðanna og möguleg skaðleg áhrif þeirra ef grunurinn er ekki á rökum reistur. Það er eins og brotin eða mögulegur ávinningur sé ekki meginmálið heldur beinist brotið að einhverju heilögu og ósnertanlegu. Eða þá að hinir grunuðu séu á ein- hvern hátt óhreinir; að þeir séu ut- angarðs í viðskiptalífi Svíþjóðar – „götustrákar“ eins og Davíð Odds- son kallaði þá sem stunda viðskipti án velvildar þeirra sem telja sig máttarstólpa viðskiptalífsins. Sem kunnugt er eru æði mörg stór fyrirtæki á Íslandi til rann- sóknar hjá skattayfirvöldum, rann- sóknarlögreglu, samkeppnisyfir- völdum eða fjármálaeftirlitinu. Til- efnin eru margs konar og sum furðulega léttvæg – jafnvel klögu- mál samkeppnisaðila eða annarra hefnigjarnra aðila. Í flestum tilfell- um er mögulegt brot túlkunaratriði; oft á nýsettum lögum sem engin dómareynsla er komin á. En alltaf eru aðgerðir yfirvalda með þeim hætti að engu er líkara en verið sé að grípa fram fyrir hendur ódæðis- manna áður en þeir fremja enn eitt illvirkið. Og almenningur – og einnig fjölmiðlarnir – situr eftir með sífellt sömu spurninguna á vör- unum: Eru það eintómir glæpamenn sem stjórna fyrirtækjum á Íslandi? Síðan fylgja vangaveltur um nauð- syn þess að kenna viðskiptafræði í skólum – líklega allt niður í fyrstu bekki grunnskóla. Fjöldi þessara mála er orðinn svo mikill að maður er hættur að trúa á stríð milli óprúttinna pen- ingamanna annars vegar og hins vegar vökulla gæslumanna laga og réttar og almenns velsæmis. Ef svo væri mætti draga þá ályktun að ís- lenskt samfélag væri að leysast upp í einhvers konar glæpasamfélag. Og stundum má heyra í fólki – ekki síst stjórnmálamönnum – sem trúa því. Eða þá að íslenskt samfélag hafi alltaf verið glæpasamfélag en með tilkomu nýrra laga og reglna sé að verða breyting þar á. Kannski eru þessi mál öll sömul sama eðlis og sex mánaða útlegð Patreks Jóhannessonar úr hand- bolta. Þótt dómurinn nái ekki til landsleikja vildi HSÍ taka þátt í for- dæmingu þýskra handboltayfir- valda og meinaði Patreki að spila með íslenska landsliðinu. Hver var sök Patreks? Hann skyrpti í átt að dómara. Ég veit ekki, en líklega hef ég misst af einhverju. Ég vissi ekki að handboltadómarar væru komnir á þann stall að óvirðing við þá væri nokkurs konar helgispjöll. Þetta mál er náttúrlega bull. Áhorfendur, leik- menn og aðrir sem lifa í handbolta- heimum eru fullfærir um að fást við þessa framkomu Patreks án aðstoð- ar sérstakra dómstóla. Sá sem lætur það eftir sér að skyrpa að fólki upp- sker eins og hann sáir. Álit manna á honum minnkar – en honum gefst jafnframt kostur á að vinna það til baka með eðlilegri iðrun og þekki- legri framkomu þar eftir. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um reglur og þá sem brjóta reglur – viljandi og óafvitandi. 16 30. maí 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ýmsir urðu til þess í nýafstað-inni kosningabaráttu að tala um foringjadýrkun og óeðlilega áherslu á hlutverk foringja í ís- lenskum stjórnmálum. Þetta er hluti af hinni svokölluðu per- sónupólitík, sem hefur verið að færast í vöxt hér á landi á undan- förnum árum og áratugum. Ástæðurnar eru ýmsar og hafa m.a. verið nefndar til sögunnar skýringar s.s. að sjónvarpið kalli á áberandi og afgerandi foringja og að vaxandi sókn inn á miðju stjórnmálanna dragi fram per- sónueinkenni forustumanna á sama tíma og málefnalegar markalínur verði óskýrari. Vissu- lega eru þetta staðreyndir breyttra samfélagshátta þó menn láti þetta á köflum fara í taugarn- ar á sér – ekki síst þeir sem sjá borgaralegt lýðræði fyrir sér sem kerfisbundið samspil, sem á endanum skilar jafnvægi milli ólíkra valdaþátta og hagsmuna og tryggir um leið réttindi minni- hlutans. Foringjadýrkun hins vegar stuðlar að samþjöppun valds og eykur hættu á geðþótta- ákvörðunum og óvandaðri stjórn- sýslu. Í því samhengi er ekkert stjórnmálaafl undanskilið, því foringjadýrkun er alltaf af sama toga, hvort heldur hún birtist hjá Samfylkingu, Framsókn, Sjálf- stæðisflokki eða Vinstri grænum. Garðveisla fína fólksins Það er hins vegar mun minna talað um hlutverk foringjanna í því gestaboði sem stofnað hefur verið til í kjölfar kosninganna og virðist eiga að standa allt kjör- tímabilið. Ríkisstjórnarmyndun hefur ekki í aðra tíð minnt eins mikið á lokaða garðveislu fína fólksins og nú. Nýir gestir koma inn á meðan öðrum er kurteisis- lega vísað á dyr og bent á mis- munandi tignarlegar útgöngu- leiðir. Enn aðrir fá að vita að þeir megi klára úr tebollanum sínum og maula síðustu kökusneiðina áður er þeir þurfi að láta sig hverfa. Utan við dyrnar er síðan búið að hóa saman nýjum og ferskum boðsgestum, sem fylgj- ast óþreyjufullir með þeim, sem fengið hafa kallið, skella í sig síð- ustu góðgerðunum. Nálægt and- dyrinu standa hins vegar gest- gjafarnir, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, og brosa út að eyrum geislandi af sjálfs- trausti eins og húsbændum sem vita að þeir eiga mikið undir sér sæmir. Sýndarsamráð Sú aðferð sem viðhöfð er við val ráðherra í ríkisstjórnina af stjórnarflokkunum tveimur er vissulega ekki ný af nálinni. Það hefur tíðkast hjá báðum þessum foringjum að ræða við þingmenn og gera síðan í kjölfarið tillögu til þingflokksins um ráðherralista. Óneitanlega hefur sú tilfinning vaknað á síðari árum, og alveg sérstaklega nú í vor, að þetta samráðsferli sé hálfgerð sýndar- mennska. Um það bera vott við- brögð þingmanna sem fengið hafa inni í gestaboðinu og eins viðbrögð hinna sem vísað hefur verið á dyr. Allt fer þetta vissu- lega fram af siðfágun og kurteisi Guðmundar á Glæsivöllum, en bæði nýir ráðherrar og ráðherrar á útleið hegða sér allir eins og þeir hafi verið að draga um það í hlutkesti hvar þeir ættu að sitja á Alþingi, en ekki hvort þeir eigi að setjast í ríkisstjórn eða ekki. Þeim kemur niðurstaðan gjör- samlega á óvart – ýmist þægilega á óvart eða óþægilega á óvart. Fyrir vikið verða viðtöl fjöl- miðlamanna við nýja ráðherra ekki ósvipuð viðtölum við ný- kjörnar fegurðardrottningar eða fólk sem hefur unnið í happ- drætti: ,,Hvernig tilfinning var að vinna ráðherrastól í garð- veisluhappdrætti Davíðs og Hall- dórs?!“ Almennu reglurnar Þó þetta kunni að vera spenn- andi aðferð við ráðherraval er engu að síður ástæða til að staldra við. Fyrir nokkrum árum komu svona hlutir mönnum ekki eins mikið á óvart, enda töldu menn sig þekkja grunnreglurnar sem leikurinn byggðist á. Regl- urnar sem réðu því hverjir og hvers konar fólk var kallað inn í gestaboðið. Þá byggðu menn á ýmsum óskráðum sanngirnis- reglum, s.s. að reynt yrði að halda uppi ákveðinni kynjaskipt- ingu, að ráðherrar kæmu ekki allir úr sama kjördæminu og stæðu ekki fyrir sömu sjónarmið- in. Jafnvel var til þess tekið hvernig þeim hafði gengið í kosn- ingunum, hver staða þeirra í flokknum var í kjördæminu og hvernig þeir höfðu staðið sig, svo eitthvað sé nefnt. Í dag virðast menn ekki lengur treysta því að slíkar almennar reglur ráði för í endanlegri ákvörðun um boðs- lista gestgjafanna. Persónulegt mat og sérviska leiðtogans vegur orðið þyngra gagnvart þessum almennu sanngirnisreglum og samfara vaxandi persónupólitík mun sú þróun augljóslega halda áfram enn frekar. Hættan á þjóna- og undirlægjuhætti við leiðtogann er augljós. Og jafnvel þó það kunni að vera mikilvægt að hafa sterka foringja er nauð- synlegt að staldra við og spyrja hversu langt eigi að ganga í þeim efnum. ■ Misskiln- ingur Guð- mundar Athugasemd frá Brimborg: Guðmundur Andri Thorssonskrifar grein í Fréttablaðið á mánudag og spyr til hvers ríkis- sjónvarp er. Í greininni minnist Guðmundur á að á undan Júró- vision hafi birst sjónvarpsauglýs- ing sem hann vildi meina að væri afrakstur þess sem íslenskir kvik- myndagerðarmenn fáist við á vegum þessarar stofnunar. Þetta mætti misskilja og vil ég leiðrétta það hér með. Það er bílaumboðið Brimborg, sem flytur inn Volvo, Ford, Dai- hatsu og Citroën, sem stóð að sýn- ingu auglýsingarinnar og ríkis- sjónvarpið kom ekki að gerð hennar heldur voru það almanna- tengslafyrirtækið GCI-Iceland og framleiðslufyrirtækin BaseCamp og Glansmyndir. ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um persónu- pólitík og vaxandi vald formanna. Gestaboð foringjanna ■ Bréf til blaðsins Eru reglurnar orðnar of margar og óreyndar? ■ Af Netinu Spurt er „Er Íbúðalánasjóður stofnun sem við viljum efla? Er ekki heilla- vænlegra að huga að svipuðum breytingum og hafa átt sér stað í nágrannalöndum okkar þar sem dregið hefur verið úr ríkisaf- skiptum af húsnæðismálum?“ HELGA ÁRNADÓTTIR Á VEFNUM TIKIN.IS. Ófullkominn heimur „En heimurinn er víst ekki fullkominn og ég er alls ekki menntamálaráðherra. Ég er bara óbreyttur þingmaður og meira að segja í stjórnarand- stöðu.“ KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Á VEF SÍNUM ALTHINGI.IS/KOLBRUNH Bókaðu flug á www.IcelandExpress.is Eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Þjónustuverið er opið virka daga frá 9-17, laugardaga frá 10-14 og sunnudaga frá 11-15. Sími 5 500 600 Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Byrgið er kristilegt meðferðar-heimili og var fyrst opnað 1996 sem lítið meðferðarheimili. Heimili fyrir vímuefnaneytendur, oftast heimilislaust. Um tveggja ára skeið var starfsemin starf- rækt í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Hin eiginlega stefna og hugsjón starfseminnar var mörkuð þegar hafist var handa við uppbyggingu Rockville. Þar var í fjögur ár með- ferðar- og endurhæfingarsambýli sem ekki á sér hliðstæðu hér. Sú meðferð er byggð á 12 spora kerf- inu og orði Guðs. Nú hefur Byrgið flutt starf- semi sína á Efri-Brú í Grímsnesi. Í boði er enn öflugri meðferð og pláss er fyrir 55 manns í lang- tímameðferð. Vonir standa til þess að að- hlynningardeild verði opnuð fyrir 25 manns á Vífilsstöðum, þar sem skjólstæðingar Byrgisins geti haf- ið meðferð og fengið hjálp til að komast yfir verstu fráhvörfin með góðri aðhlynningu og lyfjameð- ferð. Aðhlynningardeildin myndi stytta biðtíma eftir meðferð í Byrginu, þannig að í mesta lagi þyrfti fólk að bíða í sólarhring. Bið eftir meðferðarplássi getur verið lífsspursmál. Með aðhlynningar- deild ætlar Byrgið að sjá til þess að þeir sem þurfa að komast í með- ferð strax, geti það. ■ Baksviðs Byrgið Verður breytt um áherslur? Einn úr átakshópi öryrkja skrifar: Forysta Framsóknarflokksinsfékk skýr skilaboð frá hinum almenna kjósanda að það yrði ekki óbreytt ástand eftir kosning- ar. Margir gáfu Framsóknar- flokknum atkvæði sitt í þeirri góðu trú að breytingar myndu verða og að framsókn væri ekki hækja fyrir íhaldið. Vonandi á for- ystan eftir að sjá að sér og kjós- endur eftir að sjá breytingar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.