Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 19
22 30. maí 2003 FÖSTUDAGUR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Bi llu nd Bi llu nd DANMÖRK Beint leiguflug me› ICELANDAIR 4. j ún í - 4 . se pt . 21 .6 52 21 .6 52 V er › fr á kr. á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug og flugvallarskattar. Ef 2 ferðast saman, 24.950 kr á mann. Takmarkað sætaframboð FÓTBOLTI „Við höfum aðeins 14 leik- menn og það væri kraftaverk ef við kæmust upp í næstu deild,“ segir Saint Paul Edeh, framherji Africa United, sem leikur í B-riðli 3. deildar Íslandsmótsins í sumar. Félagið hefur leikið utan deilda í nokkur ár en tekur nú þátt í Ís- landsmótinu í fyrsta sinn. Edeh hefur skorað yfir 60 mörk á undan- förnum þremur árum fyrir Africa. „Mig langar til að verða marka- hæstur í deildinni og langar til að leika fyrir landslið Nígeríu. Landsliðsþjálfarinn Christian Chukwu þjálfaði Udoji United þegar ég lék með félaginu. Eldri leikmenn eru hættir í landsliðinu og leikmenn á aldur við mig hafa fengið tækifæri. Liðið býr sig undir keppni í Afríkumeistara- keppninni á næsta ári og Heims- meistarakeppninni árið 2006. Mig langar til að komast að hjá öðru félagi, ekki endilega hér á landi, til þess að geta sannað mig fyrir landsliðsþjálfaranum.“ Saint Paul Edeh fæddist í Nígeríu í desember 1979 og þar hóf hann knattspyrnuferil sinn. „Ég lék með Udoji United FC frá Enugu frá 1993 til 1997 og varð ní- gerískur meistari árið 1996. Í kjöl- far þess kepptum við í Afríku- keppni meistaraliða en náðum ekki langt.“ Udoji United vann Kaloum Star frá Gíneu en tapaði fyrir USM Alger frá Alsír og komst því ekki í riðlakeppnina. „Eftir keppnina fór ég til eg- ypska félagsins Al-Ahly, sem er stærsta félag Afríku. Ég lék í Eg- yptalandi til ársis 1999 en eftir þjálfaraskipti hjá Al-Ahly fór ég til Dempo SC Goa á Indlandi. Síð- ar sama ár kom ég hingað til lands og lék þrjá leiki með Fram.“ „Draumurinn var úti fyrir fjór- um árum en nú er ég að byrja upp á nýtt og ætla að vinna hörðum höndum þar til draumurinn verð- ur að veruleika.“ Edeh skoraði bæði mörk Africa í bikarleik gegn u-23 liði KR og höfðu félög úr 1. og 2. deild samband við hann í framhaldi af því. Það gæti því far- ið svo að Edeh væri á förum frá Africa United. obh@frettabladid.is SAINT PAUL EDEH Saint Paul Edeh í leik gegn Frey í 3. deildinni á sunnudag. Langar að leika fyrir Nígeríu Real Madrid líklega á höttunum eftir nýjum þjálfara: Gerir hosur grænar fyrir Wenger KNATTSPYRNA Franska blaðið L’Equipe skýrir frá því að Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, hafi átt fund í París með forráðamönnum Real Madrid með það í huga að taka við þjálfarastarfinu hjá stórlið- inu af Vicente Del Bosque. „Ég hef hitt fullt af fólki að undanförnu,“ sagði Wenger að- spurður um fundinn. „Ég á enn eftir tvö ár af samningi mínum við Arsenal og það getur vel verið að ég framlengi hann.“ Samningaviðræðum við Vicente De Bosque, núverandi þjálfara Real Madrid-liðsins, var hætt þegar ljóst varð að Real kæmist ekki í úrslit Meistaradeildar Evrópu en metnaður forráðamanna Real Madrid er þekktur víða og ólík- legt þykir að Del Bosque haldi stöðu sinni. ■ Saint Paul Edeh, leikmaður Africa United, hefur skorað yfir 60 mörk fyrir félagið á undanförnum þremur árum. Hann gæti verið á leiðinni til félags í 1. eða 2. deild. KNATTSPYRNA Grindavík tekur á móti Fram í síðasta leik 3. um- ferðar Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu. „Framarar eiga al- veg að geta nálgast toppbarátt- una í sumar,“ sagði Guðmundur Torfason, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Fram og Grindavíkur, um leik liðanna. Grindavík er enn án stiga eftir tvær umferðir en Fram náði jafntefli gegn KR í annarri umferð. „Þetta er dálítill úrslitaleikur fyrir bæði lið. Grindvíkingum hefur gengið illa, skorað aðeins eitt mark og það úr vítaspyrnu. Ég á von á breytingum inni á vellinum hjá þeim, jafnvel að við sjáum Kekic fremstan. Lee Sharpe var skemmtilegur gegn Fylki og gaman að vita til þess að það er metnaður í Grindavík. Það hefur alltaf verið erfitt að spila í Grindavík. Fram hefur ekki sótt stig þangað lengi og Grindvík- ingar verða að vinna heima- leikina til að eiga möguleika í sumar. Ég hef trú á jafntefli, Kekic skori þrennu og leikurinn endi 3-3.“ ■ Grindavík – Fram í Landsbankadeildinni: Bæði lið geta meira en staðan gefur til kynna FRÁ LEIK FYLKIS OG GRINDAVÍKUR Grindvíkingar hafa byrjað verr en búist var við. Smáþjóðaleikarnir: 57 gull í frjálsum FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Íslendingar hafa unnið til 57 gullverðlauna í frjáls- um íþróttum á Smáþjóðaleikun- um. Aðeins Kýpverjar hafa gert betur en þeir hafa verið sigursæl- ir í hlaupagreinum. Pétur Guðmundsson sigraði fimm sinnum í kúluvarpi og Þór- dís Gísladóttir fjórum sinnum í hástökki. Jón Arnar Magnússon hefur sigrað í þremur greinum, 110 metra grindahlaupi, kúlu- varpi og langstökki, en hann kepp- ir ekki á þessum leikum. Silja Úlf- arsdóttir keppir hins vegar á Möltu og hefur tækifæri á að sigra í 100 og 200 metra hlaupi þriðju leikana í röð. ■ JÓN ARNAR Jón Arnar Magnússon sigraði í 110 metra grindahlaupi, langstökki og kúluvarpi á síðustu Smáþjóðaleikum. GULLVERÐLAUN karla konur samtals Andorra 9 2 11 Ísland 28 29 57 Kýpur 86 31 117 Liechtenstein 2 6 8 Lúxemborg 12 13 25 Malta 0 3 3 Mónakó 1 5 6 San Marínó 3 3 6 MARCELLO LIPPI Real Madrid vill enn fá hann eða Arsene Wenger til liðsins. A-landslið karla: Lindberg leikur gegn Íslandi HANDBOLTI Hans Óttar Lindberg er í danska landsliðshópnum sem leikur gegn Íslandi um helgina. Hans Óttar, sem er af íslensku bergi brotinn, leikur með Team Helsinge, sem varð í 7. sæti dönsku deildarinnar í vetur. Hann hefur leikið 45 leiki með yngri landsliðum Dana og lék sína fyrstu A-landsleiki í vetur þegar Danir unnu Pólverja 43:26 í vin- áttuleik um miðjan mars. Hans Óttari gekk mjög vel í fyrsta A- landsleiknum, skoraði fimm mörk og átti þrjár línusendingar sem gáfu mark. Foreldrar Hans Óttars eru Sig- rún Sigurðardóttir og Erling Lind- berg en þau eru bæði fædd og upp- alin í Hafnarfirði og léku hand- bolta með FH á sínum yngri árum. FR ÉT TA B LA Ð I/ RÓ B ER T FR ÉT TA B LA Ð I/ VI LH EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.