Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 22
Kristján Davíðsson og Þór Vig-fússon opna safnið með frá- bærri sýningu á nýjum verkum. Þeir eru af ólíkum kynslóðum en sameinast hér á þessari sýningu. Það má því segja að þeir séu að rugla saman reytum,“ segir Birna Kristjánsdóttir, forstöðumaður Listasafns Árnesinga. Safnið var flutt frá Selfossi til Hveragerðis nú í vor og að sögn Birnu er safnið orðið helmingi stærra og mun betur í stakk búið til að sinna menningar- og listastarfi í Árnessýslu. „Við viljum endilega fá fólk sem á leið hjá til að líta við og skoða fallega list, bæði heimamenn og ferðamenn. Safnið er í alfaraleið og þessi sýning höfðar til breiðs hóps þar sem þetta er spennandi sam- tímalist. Í aukasal safnsins sýnum við vandaðan íslenskan listiðnað, bæði eftir Árnesinga og aðra.“ Sýningin stendur til 31. júlí og er opið alla daga frá klukkan 12 tl 18. Safnið er til húsa við Austurmörk 21 í Hveragerði. ■  Hollenska myndlistarkonan Dorine van Delft heldur sýningu í SÍM-húsinu að Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Sýningin ber nafnið Will Hydrogen Effect You?  Sýningin “Afbrigði af fegurð“ hefur opnað á Prikinu. Það er Femínistafélag Íslands sem stendur fyrir sýningunni.  Stóra norræna fílasýningin í sýn- ingarsal Norræna hússins. Á sýningunni eru verk eftir dönsku listamennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pernelle Maegaard. Victoria Winding hefur séð um gerð fræðslutexta.  Sýning Claire Xuan í Ljósmynda- safni Íslands við Tryggvagötu. Listakon- an kynnir þar myndverk sín og ljós- myndir og fimmtu ferðadagbók sína, Ís- land.  Sýning í Listasafni Íslands á úrvali verka í eigu safnsins. Um sumarsýningu safnsins er að ræða.  Hrafnhildur Sigurðardóttir sýnir lág- myndir, textílverk og myndverk unnin með tölvutækni í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 1. júní. Listasafn AS, Freyjugötu 41 er opið frá 13.00 til 17.00 alla daga nema mánudaga.  Ljósmyndasýningin Myndaðir máls- hættir stendur nú yfir í Caffé Kúlture í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu, gegnt Þjóðleikhúsinu. Þetta er sýning á loka- verkefnum útskriftarnema í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík. Sýningin stendur til 6. júní og er hún opin á af- greiðslutíma kaffihússins.  „ÓRÓ“ nefnist vorsýning sex mynd- listarnema á öðru ári í Listaháskóla Ís- lands sem haldin verður í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þessa helgi og næstu helgi. Opnunartími er frá kl. 14- 17.  Einar Hákonarson er með sýningu á nýjum verkum í Húsi málaranna, Eiðis- torgi. Sýningin stendur til 7. júní og verða opin fimmtudaga-sunnudaga kl. 14-18.  Sýning á höggmyndum eftir Örn Þorsteinsson stendur yfir á Kjarvals- stöðum. Sýningin teygir sig um ganga Kjarvalsstaða og umhverfis húsið.  Veronica Österman frá Finnlandi er með málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin er opin virka daga 10-18 og laugardaga 11-16. FÖSTUDAGUR 30. maí 2003 25 ERNA HAUKSDÓTTIR Ég hafði hugsað mér að fara íBorgarleikhúsið um helgina til að nýta síðasta miðann minn í áskriftinni en mér sýnist ég búin að sjá það sem verður um helgina svo það verður líklega að bíða fram yfir helgi,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það væri til dæmis gaman að fara í Þjóðleikhúsið og sjá síðustu sýn- inguna á Rauða spjaldinu og ef ég væri í stuði eftir leikhús gæti ég svona í gríni boðið manninum mínum á Elviskvöld á Kránni þar sem hann er mikill Elvisaðdáandi. Mér þykir mjög gaman að fara á rölt um listasöfnin og get hugsað mér að koma við á Listasafni Ís- lands, þangað er alltaf gaman að koma. Sýningin hans Einars Há- konarsonar freistar mín þar sem það er býsna langt síðan ég hef farið á sýningu hjá honum. Sýn- ing Þorbjargar Höskuldsdóttur þykir mér spennandi, ég hef alltaf verið hrifin af verkunum hennar og á eitt fallegt. Síðan hef ég í mjög mörg ár farið á útskriftar- sýningar hjá myndlistar- og hönn- unarnemendum og þykir það mjög skemmtilegt og áhugavert. Slík sýning stendur nú yfir. Þetta eru aðeins örfáar sýningar af ótrú- lega mörgum sem í gangi eru sem stendur og gaman væri að sjá.“  Val Ernu Þetta lístmér á! Kynslóðir mætast í Hveragerði ✓ EITT VERKA KRISTJÁNS Kristján Davíðsson og Þór Vigfússon leiða saman hesta sína í Listasafni Árnesinga i Hveragerði. Þeir sýna þar ný verk á opnun- arsýningu safnsins en sýningin stendur til loka júlí. ■ MYNDLIST ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.