Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 27
30. maí 2003 FÖSTUDAGUR Skjár einn hefur óvænt skotistinn í fréttir dagsins. Kemur ekki til af góðu. Boginn snemma spenntur hátt og allt sprakk framan í frumherjana. Stofnuðu meira að segja fréttastofu og höfðu vit á því að láta konur lesa fréttirnar. En ekki lengi. Það vantaði peninga strax þá. Þessar konur eru nú að tínast áskjáinn aftur ein af annarri. Dóra Takefusa situr í Íslandi í dag og er prýði fyrir þáttinn. Eitthvað virðist hún þó vera óör- ugg í settinu. Hlýtur að lagast. Ekki skorti hana sjálfsöryggið á Skjá einum. Brynja Þorgeirsdótt- ir fór af Skjánum yfir á frétta- stofu Stöðvar 2 og hefur gert það gott. Kannski eilítið of hörkuleg miðað við útlit. Brynja gæti brill- erað inn í framtíðina ef hún mýkti aðeins framgöngu sína. Og svo berast þær fréttir að fyrrum fréttastjóri Skjás eins sé á leið í sjónvarpsfréttir ríkisins. Sólveig Bergmann er besti fréttalesari sinnar kynslóðar í sjónvarpi. Skrýtið að Stöð 2 skyldi ekki kveikja á því. Gísli Einarsson, fréttaritari áVesturlandi, hefur gert þætti sem hann nefnir Út og suður og Ríkissjónvarpið sýnir. Bregður upp skemmtilegum mannlífs- myndum á gamaldags hátt og hefur vit á því að tala ekki sjálf- ur. Gaman að sjá og heyra eigin- mann prestsins í Miklabæ lýsa Skagfirðingum sem fólki sem kann að lifa. Gefur sér tíma til þess. Þar er lífið annað og meira en vesen og vinna. ■ Við tækið EIRÍKUR JÓNSSON ■ horfir um öxl og fram á við. Stelpurnar á Skjá einum 20.00 Jimmy Swaggart 21.00 Adrian Rogers 21.30 Joyce Meyer 22.00 Life Today 22.30 Joyce Meyer 23.00 Billy Graham 0.00 Nætursjónvarp – blönduð inn- lend og erlend dagskrá Með áskrift að stafrænu sjón- varpi Breiðbandsins fæst aðgangur að rúmlega 40 erlendum sjónvarpsstöðvum, þar á meðal 6 Norðurlanda- stöðvum. Nánari upplýsingar um áskrift í síma 800 7000. 15.40 NBA (Úrslitakeppni NBA) 18.30 Football Week UK 19.00 Trans World Sport 20.00 4-4-2 21.00 Double Take (Ekki er allt sem sýnist) Aðalhlutverk: Craig Sheffer, Cost- as Mandylor, Brigitte Bako. 1997. Strang- lega bönnuð börnum. 22.30 Gillette-sportpakkinn 23.00 4-4-2 23.55 NBA Bein útsending. 2.30 If Looks Could Kill (Úlfur í sauð- argæru) Aðalhlutverk: Antonio Sabato Jr., Maury Chaykin. 1996. 4.00 Dagskrárlok og skjáleikur 6.58 Ísland í bítið 9.00 Bold and the Beautiful 9.20 Í fínu formi 9.35 Oprah Winfrey 10.20 Ísland í bítið 12.00 Neighbours 12.25 Í fínu formi (Þolfimi) 12.40 Dharma og Greg (6:24) 13.00 Fugitive (20:22) 13.45 Jag (22:24) 14.30 The Agency (5:22) 15.15 60 Minutes II 16.00 Smallville (17:21) 16.45 Barnatími Stöðvar 2 17.20 Neighbours 17.45 Buffy, the Vampire Slayer 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Allt um Vini 20.20 Friends (20:23) (Vinir) 20.50 Off Centre (5:7) 21.15 George Lopez (7:26) 21.45 American Idol (27:34) 22.45 Next Friday (Á föstudaginn) Að- alhlutverk: Ice Cube, Tamala Jones 2000. Stranglega bönnuð börnum. 0.20 Rocky Marciano Aðalhlutverk: Jon Favreau, Penelope Ann Miller, Judd Hirsch, George C. Scott, Duane Davis. 1999. 2.00 Shooting Fish Aðalhlutverk: Dan Futterman, Kate Beckinsale. 1997. 3.50 Allt um Vini 4.40 Friends (20:23) (Vinir) 5.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 5.25 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 6.00 A Dog of Flanders 8.00 Bicentennial Man 10.10 Stuttur Frakki 12.00 Playing by Heart 14.00 A Dog of Flanders 16.00 Bicentennial Man 18.10 Stuttur Frakki 20.00 Playing by Heart 22.00 Diamonds 0.00 Snow Falling on Cedars 2.05 The Real Thing 4.00 Diamonds 7.00 70 mínútur 16.00 Pikk TV 19.00 XY TV 22.03 70 mínútur 23.10 Meiri músík Allt um Vini er langþráður skemmtiþáttur um Friends, vin- sælustu sjónvarpsþætti fyrr og síðar. Stiklað er á stóru, farið yfir hvað gengið hefur á síðasta áratuginn, viðtöl við stjörnurnar sem og íslenska að- dáendur þeirra, fróðleiksmolar, senur og ýmislegt fleira sem kitlar hláturtaugarnar. Þáttaröð- inn fór í loftið fyrir níu árum en undanfarin ár hafa aðdáendur Friends óttast að næsta þáttaröð verði sú síðasta. Nú er staðfest að framleiðsla á tíundu þátta- röðinni hefst síðar á árinu og því ættu aðdáendur vinanna sex í New York að geta andað léttar í sumar. Umsjónarmaður þáttar- ins er Vigdís Jóhannsdóttir. Stöð 2 19.30 Skjár 1 21.00 Lögreglumenn sem eru að eltast við ræningja hnjóta um lík karls og konu. Þau virðast hafa verið í ástarleik þannig að sérglæpa- sveitin er kölluð til.Höfuð og hendur vantar á konuna. Þau verða að bera kennsl á líkin en það er hægara sagt en gert. Allt um Vini Law and Order 30 18.00 Förðunarþáttur 18.30 Guinness World Records 19.30 Yes, Dear (e) 20.00 Dateline 21.00 Philly Kathleen er fyrsta flokks verjandi, sannur riddari hringborðsins í leit að hinum heilaga kaleik réttlætisins. Ásamt félaga sínum berst hún harðri bar- áttu við hrokafulla saksóknara og dóm- ara í von um að fá kerfið til að virka. Kathleen er líka einstæð móðir og barns- faðirinn jafnframt helsti andstæðingur hennar og ofurfjandi, sjálfur aðalsak- sóknari Fíladelfíuborgar. Spennandi rétt- ardrama. 22.00 Djúpa laugin Í Djúpu lauginni sýna Íslendingar af öllum stærðum og gerðum sínar bestu hliðar í von um að komast á stefnumót. Leikurinn gengur út á að einn keppandi spyr þrjá einstaklinga af gagnstæða kyninu margvíslegra spurn- inga, án þess að fá að hitta þá, og sá sem svarar best fyrir sig fær spennandi stefnumót og óvissuferð með spyrjand- anum að launum. 23.00 Will & Grace (e) 23.30 Malcolm in the middle(e) 0.00 CSI: Miami (e) 0.50 Jay Leno (e) 1.40 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Pekkóla (20:26) (Pecola) 18.30 Einu sinni var... - Uppfinninga- menn (12:26) (Il était une fois.... les découvreurs) Frönsk teiknimyndasyrpa um þekkta hugvitsmenn og afrek þeirra. Í þessum þætti er fjallað um Lavoisier og efnafræði. e. 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.10 Landsleikur í handbolta Bein útsending frá síðari hálfleik í landsleik Ís- lendinga og Dana í handknattleik í Aust- urbergi. Þessi lið léku um bronsverðlaun á Evrópumótinu í fyrra. 21.00 Aftur á skólabekk (In a Class of His Own) Sjónvarpsmynd frá 1999 um húsvörð í skóla í Oregon-fylki sem verður að næla sér í prófgráðu eigi hann ekki að missa vinnuna. Leikstjóri: Robert Munic. Aðalhlutverk: Lou Diamond Phillips. 22.35 Stóra veislan (Big Night) Bíó- mynd frá 1996 um tvo bræður sem reka ítalskan veitingastað. Reksturinn gengur illa og kvöld eitt leggja þeir allt undir til að reyna að bjarga fyrirtækinu. Leikstjór- ar: Campbell Scott og Stanley Tucci. Meðal leikenda eru Marc Anthony, Tony Shalhoub, Stanley Tucci, Minnie Driver, Isabella Rossellini og Ian Holm. 0.25 Lúlú á brúnni (Lulu on the Bridge) Djassleikarinn Izzy verður fyrir slysaskoti á tónleikum og getur ekki spil- að framar. Hann finnur dularfullan pakka úti á götu og eftir það taka undarlegir at- burðir að gerast. Lúlú á brúnni er bráð- skemmtileg og hrífandi ástarsaga sem situr lengi eftir í huganum. Kvikmynda- skoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 12 ára. Leikstjóri: Paul Auster. Meðal leikenda: Harvey Keitel, Mira Sor- vino, Vanessa Redgrave, Mandy Patinkin, David Byrne, Lou Reed og Willem Dafoe. e. 2.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok ■ Sólveig Berg- mann er besti fréttalesari sinnar kynslóð- ar í sjónvarpi. Skrýtið að Stöð 2 skyldi ekki kveikja á því. SJÓNVARP Stríðssérfræðingur hef- ur kært fréttastofu Fox í Los Angeles vegna myndbandsupp- töku frá æfingabúðum al Kaída- hryðjuverkasamtakanna. Maður- inn segist ekki enn hafa fengið greitt fyrir upptökuna þrátt fyrir að hafa lofað stöðinni einkarétt á sýningu þess. Maðurinn, sem var áður í sérsveit bandaríska landgöngu- liðsins, Grænhúfunum, segir sjónvarpsstöðina hafa brotið öll loforð sín og ekki einu sinni skil- að spólunni með upptökunum til hans aftur. Vegna þess krefst maðurinn um 2 milljóna dollara í skaðabætur. Myndbandsupptakan var 52 mínútur og þar sáust liðsmenn al Kaída við æfingar í leynilegum búðum. Sjónvarpsstöðin hafði lofað að fjölfalda ekki upptökuna með nokkrum hætti en þó birtust þær á fleiri sjónvarpstöðvum. Maðurinn sagðist hafa verið að reikna með peningunum þar sem hann hefði ætlað að kaupa sjúkraföng, mat og aðrar nauð- synjavörur fyrir bágstadda í Afganistan. Áhorf á stöðina á þeim tíma sem Bandaríkin réðust inn í Afganistan náði sögulegu há- marki. Maðurinn veitti stöðinni sjónvarpsupptökur af svæðum sem engir aðrir sjónvarpstöku- menn komust inn á. Talsmenn Fox hafa ekki viljað tjá sig um málið. ■ AL KAÍDA Upptökurnar voru sýndar á mörgum sjónvarpsstöðum víðs vegar um heiminn, án sam- þykkis mannsins sem tók þær. Fox-sjónvarpsstöðin: Kærur vegna upp- töku af al Kaída Við gerum betur Njóttu þess að ferða st um landi ð á góð um bí l Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna í bílinn en meira í sjálfan þig og þína. Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum. Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is * Opel Corsa, innifalið 50 km, vsk. og trygging Aðeins2.850á dag *

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.