Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 36
Fréttiraf fólki FÖSTUDAGUR 30. maí 2003 ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að aðalféhirðar hirða aðallega fé. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Árið 1953. Indland. Honum var veitt sakaruppgjöf. Við erum sérfræðingar í viðarvörn. Á rannsóknastofu Málningar er haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað viðarvörn frá okkur algjöra sérstöðu. Kjörvari 16 - þekjandi - alkýðolíubundin þekjandi viðarvörn sem sameinar kosti olíu og akrýls, góða smýgni og frábært veðrunarþol. Kjörvari 12 - pallaolía - olíubundin viðarvörn sem smýgur mjög vel inn í viðinn og hefur frábært veðrunarþol. - Fæst í meira en 300 litum. Kjörvari 14 - gagnsær - gagnsæ, olíubundin viðarvörn á hvers konar við sem smýgur einstaklega vel inn í viðinn. - Fæst í yfir 300 litum og myndar þannig góða vörn gegn áhrifum sólarljóss á viðinn. fyrir íslenskar aðstæður Sérhönnuð viðarvörn Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Bláfell Grindavík. HVAÐ GAMALL NEMUR, UNGUR TEMUR Þegar þekking og viska eru annars vegar leitar unga kynslóðin til þeirrar eldri. Þessi hópur sneri dæminu við og grunnskólanemar kenndu eldri borgurum á tölvur. Eldri borgarar á námskeiðinu voru yfir sig hrifnir af ungdómnum og fóru fögrum orðum um þolinmæði þeirra og natni við kennsluna. Unga fólkið stóð sig frábærlega enda ekki að því að spyrja þegar því er falin ábyrgð og sýnt traust og virðing. Rithöfundurinn Sjón hefurákveðið að yfirgefa sitt gamla forlag, Eddu, um leið og Halldór Guð- mundsson hættir sem forstjóri fyr- irtækisins. Sjón ætlar að ganga í raðir Bjartsmanna og þar á bæ eru menn að vonum himinlifandi með liðsaukann enda Sjón „alvörumaður og vonandi verður Bjartur honum alvörufor- lag“, eins og þeir orða það hjá Bjarti. Þó jómfrúarræðan á Alþingi sémerkur áfangi á ferli hvers þingmanns eru þær oft auð- gleymanlegar. Það á sennilega síður við um jómfrúar- ræðu Helga Hjörvars en margra annarra, enda ekki oft sem þingforseti sér ástæðu til að stöðva þingmann í jómfrúarræðu sinni til að benda honum á að gæta mannasiða. Reyndar virðist Helga hafa legið meira á að flytja jómfrúarræðu sína en mörgum öðrum, í það minnsta var ekki enn búið að samþykkja kjörbréf hans og hann ekki búinn að vinna drengskapar- eið sinn sem þingmaður þegar hann tölti í ræðustól. Það gerðist ekki fyrr en næsta dag. Sumum þykir sem biðVilhjálms Vilhjálmssonar eftir að komast í oddvitastöðuna hjá sjálfstæðismönnum í borgar- stjórn hafi verið orðin nokkuð löng. Vilhjálmur var einn þriggja borg- arfulltrúa sem komu til greina sem eftirmaður Davíðs Oddssonar á stóli borgarstjóra, en hinir voru Árni Sigfússon og Inga Jóna Þórðardóttir. Þeirra í stað var Markús Örn Antonsson sóttur í Ríkisútvarpið. Þegar útlitið var dökkt fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 1994 var honum skipt út fyrir Árna. Inga Jóna tók svo við af Árna eftir að sjálfstæðismenn töpuðu öðrum kosningum sínum í röð 1998. Björn Bjarnason var svo valinn til forystu fyrir síð- ustu kosningar en hverfur nú á braut. Tólf árum eftir að Vil- hjálmur kom fyrst til greina er hann loks orðinn oddviti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.