Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 11
12 31. maí 2003 LAUGARDAGUR Sveinbjörn Kristjánsson, aðalgjaldkeri Landssímans, hóf feril sinn á Fínum miðli. Var ráðinn til Símans árið 1999. Ráðning múrarans og iðnrekstrarfræðingsins þótti vera stílbrot. Féhirðir í einkarekstri Sveinbjörn Kristjánsson, fyrr-um aðalgjaldkeri Landssím- ans, er talinn hafa staðið í mesta fjársvikamáli á Íslandi þegar hann millifærði yfir 130 milljónir króna af reikningum fyrirtækis- ins til einkafyr- irtækja í sinni eigu. S v e i n b j ö r n var ráðinn til starfa hjá Sím- anum árið 1999. Ráðningu hans bar brátt að og það undraði marga að hann skyldi skjótast beint í starf aðalféhirðis en ekki þurfa að vinna sig upp metorða- stigann. Sveinbjörn hafði þá um nokkur skeið starfað sem fjár- málastjóri hjá Fínum miðli, sem rak nokkrar útvarpsstöðvar. Þar var Sveinbjörn undir stjórn Guð- laugs Þórs Þórðarsonar, núver- andi borgarfulltrúa og alþingis- manns. Guðlaugur Þór segist hafa ráðið Sveinbjörn, sem er múrari og iðnrekstrarfræðingur að mennt, að Fínum miðli þegar hann var ráðinn sem framkvæmda- stjóri. „Allt sem sneri að starfi hans hjá Fínum miðli var í lagi og ég stóð hann aldrei að neinu mis- jöfnu. Fyrir mér var Sveinbjörn hinn vænsti maður og þeir sem eiga um sárt að binda í þessum harmleik eiga samúð mína,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er leiðinlegt að sjá hvern- ig allt þetta mál er. Hlýtur að vera skelfilegt fyrir hann og fjölskyldu hans,“ segir Guðlaugur. Aðspurð- ur um tengsl þeirra Sveinbjarnar segir Guðlaugur Þór að þau séu lítil eftir að samstarfi þeirra lauk. Sveinbirni var sagt upp hjá Fínum miðli árið 1999 þegar Saga Communication tók við rekstrin- um og bandarískir eigendur komu inn með sína menn. Sveinbjörn sótti um hjá Símanum um mitt ár 1998 og fékk starf aðalféhirðis. Stressaður Um það leyti sem Sveinbjörn var ráðinn aðalgjaldkeri Lands- síma Íslands var Þórarinn Viðar Þórarinsson stjórnarformaður Símans en Guðmundur Björnsson var forstjóri. „Hann hafði ekki hina traustu ímynd gjaldkerans og virkaði stressaður,“ segir einn samstarfs- manna Sveinbjörns hjá Símanum. Hann segir að Sveinbjörn hafi reykt mikið, sem enn hafi undir- strikað taugaveiklunareinkennin. „Hann passaði vel sem fjár- málastjóri í Fínum miðli en féll engan veginn að starfinu hjá Sím- anum,“ segir hann. Starfsmaðurinn segir að sér hafi virst sem Sveinbjörn væri sá sem flestar greiðslur fóru um hendurnar á. Þar hafi hann sjálf- ur sinnt öllu frá smæstu upphæð- um. „Hann var maðurinn sem af- greiddi dagpeninga starfsmanns upp á 5.000 kall fyrir hádegi og greiddi 100 milljónir eftir há- degi,“ segir hann. Annar starfsbróðir Svein- björns segir að hann hafi verið óvenjulega lágt settur í skipuriti fyrirtækisins ef miðað var við stöðu hans sem aðalféhirðis en í upphafi var hann fjórði maður frá forstjóra. Við ráðningu Brynjólfs Bjarnasonar forstjóra fylgdi Kristín Guðmundsdóttir með sem fjármálastjóri. Þar með lækkaði Sveinbjörn raunverulega í skipu- ritinu og varð fimmti maður frá forstjóra. Kristín var sett yfir fjármáladeildina sem Kristján Indriðason hafði stjórnað. Krist- ján varð þar með næstráðandi. Ester Jónatansdóttir, yfirmaður fjárstýringar, lækkaði einnig með Kristjáni. Hún var næsti yfirmað- ur Sveinbjörns. Þau Kristján og Ester eru talin bera mesta stjórn- unarlega ábyrgð og meðal starfs- manna er um það rætt að þau verði kölluð á teppi forstjórans einn góðan veðurdag. Innan Símans var það á vitorði einhverra starfsmanna að aðalfé- hirðirinn stæði í fjármálavafstri í „skrýtnum“ fyrirtækjum. Þetta þótti sumum bjóða hættunni heim en ekki tókst að fá staðfest hvort yfirmönnum Sveinbjörns hafi verið kunnugt um það. Hann vakti litla eftirtekt í hópi samstarfsmanna og jafnan fór lít- ið fyrir honum. Innan Símans fer það orð af Sveinbirni að hann hafi verið einfari. Ljúfmenni Vinir Sveinbjörns segja að hann hafi ævinlega verið vel klæddur og gjarnan í drapplituðum frakka. Þeir segja hann vera ljúfmenni sem vilji hvers manns vanda leysa. Þeim er mjög brugðið vegna þess- ara tíðinda. „Ég hefði aldrei trúað neinu slíku upp á hann. Sveinbjörn var sífellt brosandi og yndisleg manneskja. Ég vona að þetta sé allt misskilningur en ekki ásetningur hans,“ segir einn vinanna sem nú vita ekki sitt rjúkandi ráð. Um síð- ustu helgi buðu Sveinbjörn og Ragnar frændi hans öllu starfs- fólki Priksins til London þar sem haldin var árshátíð. Fyrir Ragnar Orra varð ferðin endaslepp því hann fór heim til Íslands í snatri á laugardeginum eftir að Svein- björn, Árni Þór og Kristján Ra voru handteknir. Sjálfur var hann handtekinn nokkrum dögum seinna. Reyndar vakti það athygli lögregluyfirvalda að svo virðist sem losnað hafi um fé á síðustu vikum. Um áramótin kom Svein- björn fram í dagsljósið sem eig- andi Priksins, sem átti í greiðslu- erfiðleikum vegna húsaleigu. Það var ekki fyrr en í apríl, eftir að eig- andi hússins hafði hótað útburði, að Sveinbjörn greiddi vangoldna leigu upp á 900 þúsund. En hann greiddi 1,9 milljón króna en hringdi síðan í leigusalann og bað um endurgreiðslu á milljóninni. Helstu áhugamál Sveinbjörns utan þess að standa í atvinnu- rekstri eru sögð snúast um stjórn- mál en hann hefur lengi verið virk- ur í starfi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vinir hans segja að stundum hafi svo virst sem honum líkaði illa að standa í skugga Krist- jáns Ra, bróður síns. Þetta hafi lýst sér í því að hann hafi gjarnan vilj- að koma til aðstoðar í ýmsum mál- um og sanna getu sína. Þarna telja sumir vina Sveinbjörns að skýr- ingu á meintum fjárglæfrum sé að finna. Hann hafi viljað sanna sig í augum félaga sinna með því að út- vega lán á hagstæðum kjörum. Vandinn hafi verið sá að allt fór úr böndum þegar verðfall varð á fyr- irtækjum á markaði og ekki var hægt að endurgreiða. rt@frettabladid.is „Hann hafði ekki hina traustu ímynd gjald- kerans og virkaði stress- aður. LANDSSÍMINN Aðalféhirðirinn er talinn hafa komið stórfé undan með því að láta færa inn á reikninga tengdra fyrirtækja. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.