Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 18
31. maí 2003 LAUGARDAGUR Venjan er sú að listamenn vinnaverk sérstaklega fyrir þessa sýningu,“ segir Rúrí, sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum í ár. „Þetta er að segja má heimsmeistaramótið í myndlist þannig að fólk gerir alltaf sitt besta. Þetta er bæði mikill heiður fyrir listamanninn og um leið fylgir þessu gífurlega mikil ábyrgð af því maður er að koma þarna fram sem fulltrúi þjóðarinnar.“ Tvíæringurinn í Feneyjum er jafnan stór viðburður í listaheimin- um, með þeim alstærstu. Þangað streymir menningarelíta Evrópu nánast eins og hún leggur sig, að ógleymdum fulltrúum frá flestum heimshornum. Stjórnvöld í hverju landi velja fulltrúa sína á tvíæringinn. Á síð- asta tvíæringi var Finnbogi Péturs- son fulltrúi Íslands og þar áður var það Sigurður Árni Sigurðsson. Full- trúar Íslands hafa til afnota sýning- arskála sem finnski arkitektinn Alvar Aalto reisti árið 1956. Byrjar á að skoða skálann „Ég held að þessi skáli hafi ver- ið framlag hans í arkitektúr- tvíæringi sem er haldinn annað árið á móti hinum. Finnar notuðu hann til að byrja með, en síðan byggðu þeir praktískari skála með Norð- mönnum og Svíum, steinsteyptan.“ Rúrí segir þennan skála frekar erfiðan viðureignar fyrir lista- menn. „Þetta er léttbyggður timbur- skáli sem þarf mikið viðhald. Hann er nettur í stærðinni og minnir svo- lítið á gám. Þetta er það rými sem ég þarf að vinna í og það er ekki hægt að segja annað en að þessi skáli sé dálítið krefjandi. En maður byrjar á því að fara á staðinn til þess að skoða skálann.“ Verkið sem Rúrí fer með nefnist Archives – Endangered Waters. Þetta verk er engin smásmíði og gífurleg vinna liggur að baki því. Tvöfaldan gám þurfti undir verkið þegar það var flutt til Feneyja. Flókinn tæknibúnaður Rúrí vill reyndar ekki tala mikið um sjálft verkið fyrr en sýningin er byrjuð. Þó tekur hún fram að mjög flókinn tæknibúnaður er í því, bæði skynjarar og stýribúnaður. „Tölvu- fræðingar og verkfræðingar hafa unnið bæði með mér og fyrir mig að því að hanna þennan tæknibún- að. Þannig að þetta verk er heilmik- il vél í rauninni, eins konar sýning- arvél.“ Meginuppistaðan í verkinu eru samt fimmtíu og tvær ljósmyndir af íslenskum fossum. „Mér finnst fossar vera af- skaplega einkennandi fyrir Ís- land. Það er ekki bara eldur og ís,“ segir Rúrí. „Við eigum óvenju mikið af fossum og ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað við erum gæfusöm að hafa þessa fossa. Við erum sennilega ekki vöknuð til vitundar um það enn hvað þetta er mikill fjársjóð- ur. En það kemur ábyggilega því nú er að verða svo mikill hörgull á neysluhæfu vatni í heiminum.“ Vötn og fossar eru kannski ein- um of hversdagsleg fyrirbæri hér á landi til þess að fólk veiti því gaum. „Þetta bara er þarna og hefur alltaf verið þarna. Þangað til okkur tekst að spilla því. Það er hættan.“ Íslenskir fossar til Feneyja Draumar og átök: Einræðiáhorfandans“ er yfirskrift alþjóðlega tvíæringsins í Feneyj- um þetta árið. Sýningin verður opnuð almenningi 15. júní og stendur fram í nóvemberbyrjun. Fyrsti tvíæringurinn í Feneyj- um var haldinn árið 1894. Þá sýndu eingöngu ítalskir lista- menn, en síðar bættust fleiri Evr- ópuþjóðir í hópinn. Á síðustu ára- tugum hefur þátttökuþjóðunum auk þess verið fjölgað mjög. Árið 1982 fóru listamenn þangað fyrst á vegum Íslands en áður höfðu bæði Sigurður Guð- mundsson og Magnús Pálsson sýnt þar í boði Skandinava. Formleg þátttaka Íslands hófst árið 1984 og hafa Íslendingar leigt finnskan skála sem teiknað- ur er af Alvar Aalto undir sýning- ar sínar. „Tvíæringurinn í Feneyjum var fyrsti tvíæringurinn í heim- inum. Allir hinir hafa tekið hann sér til fyrirmyndar,“ segir Rúrí. Hún segist hafa gaman af að skoða sögu Feneyjatvíæringsins og þá ekki síst arkitektúrinn á sýningarskálunum. „Strax í byrjun eru byggðir þarna skálar, svonefndir pavil- ions, og smám saman hafa þjóð- irnar verið að byggja sér sína skála. Maður sér að skálarnir eru með mismunandi yfirbragði eftir því hvenær þeir eru byggðir. Þessir elstu eru afskaplega klass- ískir og virðulegir. Yfirleitt er tjaldað til bestu arkitektum hverrar þjóðar og það væri nátt- úrlega mjög gaman fyrir Íslend- inga að taka þátt í þessu, af því að þetta virkar sem kynning á arki- tektum þjóðarinnar.“ ■ Tvíæringurinn í Feneyjum HUGFANGIN AF FOSSUM Rúrí verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár. RÚRÍ Á VINNUSTOFU SINNI Hefur lagt dag við nótt undanfarna mánuði við undirbúning sýningarinnar í Feneyjum. Tvöfaldan gám þurfti til að flytja verkið út. ■ MYNDLIST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.