Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 31. maí 2003 21 S E TTLEGIR M A Í D A G A R sófa sett + golf sett Maímánuður er settlegur hjá okkur því glæsilegt golfsett* frá versluninni Hole in One fylgir öllum sófasettum sem keypt eru í þessum mánuði. Tilboðið gildir um öll sófasett hvort sem þú velur hina sígildu samsetningu 3+2+1 eða þína eigin samsetningu – t.d. hornsófa, tvo sófa, sófa og tvo stóla, hornsófa og stól … Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is Settlegt par golfsett: fullt sett • 3-PW járn • 400 cc driver • 3+5 tré • Pútter • Gó›ur bur›arpoki • Hanski • 10 golfkúlur • 30 tí * H R IN GD U EÐA K O M D US E M F Y R S T Í golf og svo upp í sófa? Tíminn og vatnið „Fossar eru afskaplega hrífandi. Þeir eru svo magnaðir. Þeir soga fólk með sér. Í stórum fossi er svo gífurlegur máttur að hinn persónu- legi máttur einstaklingsins verður voðalega lítill. Það er óskaplega auðvelt að dragast að þessum stóra mætti. Ég hef farið þó nokkra hringina í kringum landið til að mynda fossa. Reyndar er ótrúlegur fjöldi af foss- um á landinu, þannig að ég er alls ekki búin að ná þeim öllum.“ Tíminn hefur komið mjög við sögu í listsköpun hennar ekki síður en fossar og vötn, að minnsta kosti á seinni árum. Hún veltir því fyrir sér hvernig við reynum að leggja mælikvarða á tímann og ekki síður hvernig við mótum tímann með ýmsum hætti, líkt og fossar og ár- farvegir móta landslagið. „Þetta með tímann og vatnið hljómar einhvern veginn svo klisju- kennt að enginn þorir að segja það. En löngu áður en Steinn Steinarr skrifaði Tímann og vatnið höfðu menn verið að líkja tímanum við rennandi vatn. Það er eitthvað heill- andi finnst mér við þessa hugsun.“ Var farið að sundla „Það er reyndar gaman að því að þegar ég var lítil safnaði ég mér fyrir myndavél. Það var með því fyrsta sem ég safnaði mér fyrir um ævina. Þetta var rússnesk mynda- vél þar sem maður horfir niður og myndin er á hvolfi, með sex senti- metra filmu. Og það fyrsta sem ég gerði var að fara út til að mynda foss. Þetta var sem sagt á fyrstu filmunni sem ég tók um ævina. Ég fór fram á mjóan berggang sem hefur orðið eftir eins og haft fram- an við fossinn. Ég sá að þetta var besti staðurinn til að ná góðri mynd beint framan á fossinn. Svo var ég þarna að stilla fókusinn á hvolfi og fossinn auðvitað á hreyfingu, og allt í einu var mig farið að sundla svo ég skellti mér á rassinn og tók myndina þannig þótt mér fyndist það nú ekki eins gott sjónarhorn. En ég slapp við að fara í fossinn.“ Rúrí var tólf ára þegar þetta var. „Þetta varð svo sem enginn áhrifa- valdur, en þetta rifjaðist skyndilega upp fyrir mér þegar ég var ein- hvern tímann að mynda einn af þessum fossum.“ Listakonan Rúrí hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra lista- manna. Margir Íslendingar heyrðu fyrst af Rúrí árið 1974 þegar hún lagði gylltan Benz gjörsamlega í rúst með stórri sleggju á Lækjar- torgi. Á síðari árum hafa nokkur stór verk eftir hana vakið mikla eftirtekt, enda hafa þau verið á fjölförnum stöðum. Má þar nefna listaverkið Fyssu við Grasagarðinn í Laugardal og Regnbogann við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á næst- unni verður sett upp nýtt verk eft- ir Rúrí í Gufuneskirkjugarði, stór minnisvarði um látið fólk sem hefur horfið. Að láta gott af sér leiða Að Rúrí skuli fara til Feneyja með ljósmyndir af íslenskum foss- um undir yfirskriftinni Vötn í út- rýmingarhættu leiðir hugann óneit- anlega að áformum um virkjanir á hálendinu og annað brölt mannanna af svipuðu tagi. Enda hefur Rúrí verið ófeimin að taka á umdeildum þjóðfélagsmálum í myndlist sinni, svona í aðra röndina að minnsta kosti. „Mér finnst að listamenn verði að taka ábyrgð á því sem þeir eru að gera. Í raun og veru finnst mér að hver einasti einstaklingur þurfi að gera það, en kannski meira þeir sem hafa sig eitthvað að ráði í frammi í þjóðfélaginu. Maður vill líka gjarnan leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að koma einhverju til betri vegar. Ég held að ef við værum öll dálítið bet- ur meðvituð um afleiðingar gerða okkar, jafnvel þótt það séu nú bara einhverjar litlar og skrítnar athafn- ir, þá værum við sem mannkyn komin lengra á veg. Ég held að það blundi með flest- um þessi þrá eftir betra lífi í raun- inni, að þroskast aðeins og bæta heiminn frekar en hitt. Ég er eng- inn predikari en ég viðurkenni að ég hef þessar þrár. Hérna áður fyrr meðan maður var yngri vildi maður ekki láta neitt slíkt uppi. Það þótti frekar hallærislegt. Svo vex maður upp úr því og gerir sér grein fyrir að engu máli skiptir þó öðrum finn- ist eitthvað hallærislegt sem maður er að gera.“ gudsteinn@frettabladid.is FER Á „HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í MYNDLIST“. Hún ætlar að sýna alþjóðlegu menningar- elítunni íslenska fossa í útrýmingarhættu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.