Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 26
31. maí 2003 LAUGARDAGUR Kannastu við þessa tvo? Tveirfílefldir lögregluþjónar á tröppunum og sökudólgarnir, tveir 6 ára, biðu þess sem verða vildi. Ég ákvað að kannast við af- kvæmin, sem höfðu að eigin sögn „rekist“ á málningardollur á glámbekk og „óvart“ málað úlpur allra barnanna í hverfinu. Að því búnu ákváðu þeir að láta reyna á túttubyssuhæfnina og gróðurhús nokkrum lóðum frá var nú tóftirn- ar einar. Malcolm in the Middle er ský- laust einn af mínum uppáhalds- þáttum á Skjá einum. Samúðin er náttúrlega oftast með einu kven- persónunni á heimilinu, móður- inni, sem heldur sönsum á yfir- náttúrulegan hátt, hvort sem um er að ræða synina fjóra eða erfið- asta krakkann á heimilinu, eigin- manninn. Nú er aumingja konan ólétt eina ferðina enn og lætur sig dreyma um draumadóttur. Í síð- asta þætti sá hún fyrir sér að drengirnir þrír í föðurhúsum væru orðnir að stúlkum, og vá! hvað allt yrði auðveldara. Ég á sjálf sitt hvort settið af drengjum og stúlkum og viðurkenni að stelpurnar voru að mörgu leyti auðveldari. Það stukku ekki á þær dularfullir drullupollar í brakandi þurrki á sólríkum sumardögum og þær slógust ekki upp á líf og dauða yfir sokki eða gömlu leik- fangi. Þó bar nokkuð á flokka- dráttum í vinkvennahópnum og dramatísk vinslit og lukkulegar sáttir daglegt brauð. Ég gæti þó með engu móti gert upp á milli hvort var skemmtilegra, erfiðara eða meira krefjandi. Krakkar eru vinna og þá skiptir kynið engu máli. En það hefði verið gaman að þekkja aðferðir mömmunnar í Malcolm, þó ekki væri nema vegna þess hvað hún er ómót- stæðileg trunta. ■ Við tækið EDDA JÓHANNSDÓTTIR ■ hefði viljað prófa uppeldisaðferðir mömmunnar í Malcolm in the Middle á sínum tíma. Ómótstæðileg trunta 20.00 Billy Graham 21.00 Praise the Lord 23.00 Robert Schuller 0.00 Miðnæturhróp C. Parker Thomas 0.30 Nætursjónvarp – blönduð innlend og erlend dagskrá Með áskrift að stafrænu sjón- varpi Breiðbandsins fæst aðgangur að rúmlega 40 erlendum sjónvarpsstöðvum, þar á meðal 6 Norðurlanda- stöðvum. Nánari upplýsingar um áskrift í síma 800 7000. 13.30 4-4-2 14.25 NBA (Úrslitakeppni NBA) 17.00 Toppleikir 18.50 Lottó 19.00 South Park (5:14) (Trufluð til- vera) Bráðfyndinn heimsfrægur teikni- myndaflokkur um félagana Kyle, Stan, Cartman og Kenny. 19.25 Spænski boltinn Bein útsend- ing. 21.30 One Man’s Hero (Hetjusaga) Dramatísk kvikmynd um írska innflytj- endur sem mæta fordómum í banda- ríska hernum á 19. öld. Foringi Íranna er John Riley en þetta er saga hans. Riley og félagar flýðu til Mexíkós en þar tók ekkert betra við og Írarnir áttu í útistöð- um við yfirvöld í báðum löndum. Aðal- hlutverk: Tom Berenger, Joaquim De Al- meida, Daniela Romo. Leikstjóri: Lance Hool. 1999. Stranglega bönnuð börnum. 23.30 Jirov/Toney/Tarver/Griffin Út- sending frá hnefaleikakeppni í Connect- icut í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra sem mættust voru Vassiliy Jirov og James Toney en í húfi var heimsmeistaratitill IBF-sambandsins í milliþungavigt. Á sama stað mættust einnig Antonio Tarver og Montell Griffin og börðust um heims- meistaratitil IBF-sambandsins í létt- þungavigt. 1.30 Innervision (Sjáaldur) Erótísk kvikmynd. Stranglega bönnuð börnum. 2.50 Dagskrárlok og skjáleikur 8.00 Barnatími Stöðvar 2 12.00 Bold and the Beautiful 13.20 Legal Eagles (Lagarefir) Aðal- hlutverk: Daryl Hannah, Debra Winger, Robert Redford. 1986. 15.10 Vikan í enska boltanum 15.35 Tónlist 16.00 Afleggjarar - Þorsteinn J. 16.25 Monk (2:12) 17.10 Sjálfstætt fólk (Arthúr Björgvin Bollason) 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Lottó 19.00 Friends 4 (13:24) 19.30 Here on Earth (Þetta líf) Dramatísk kvikmynd með rómantísku ívafi. Kelley Morse er nemandi í virtum einkaskóla. Einn daginn fer hann á rúnt- inn í nýja Benzinum sínum en ökuferðin endar með ósköpum. Morse og annar maður sitja uppi með að hafa rústað veitingastað. Þeir eru dæmdir til að hjál- pa við endurreisn staðarins en það á eftir að verða þeim lærdómsrík reynsla. Aðal- hlutverk: Chris Klein, Leelee Sobieski, Josh Hartnett, Michael Rooker. 2000. 21.15 Training Day (Nýliðinn) Hörku- spennandi kvikmynd sem færði Denzel Washington Óskarinn. Alonzo Harris er rannsóknarlögga í Los Angeles sem kallar ekki allt ömmu sína þegar stöðva á eitur- lyfjasala og annan óþjóðalýð. Nýliðinn Jake Hoyt slæst í för með hinum reynda Harris í einn sólarhring og það er reynsla sem hann gleymir ekki í bráð. Aðalhlut- verk: Denzel Washington, Ethan Hawke, Tom Berenger, Scott Glenn. Leikstjóri: Antoine Fuqua. 2001. Stranglega bönnuð börnum. 23.20 Proof of Life (Á lífi) Bandaríska verkfræðingnum Peter Bowman er rænt af eiturlyfjasölum í Suður- Ameríku. Olíu- fyrirtækið sem Peter vann fyrir ræður sér- fræðinginn Terry Thorne til að leysa mál- ið. Þegar fyrirtækið fer á hausinn þvær það hendur sínar af málinu og kallar Terry til baka. Kona Peters þrábiður Terry um að halda rannsókn málsins áfram og skrapar saman peningum til þess að það sé mögulegt. Breyttar aðstæður kalla á breytta starfshætti en hvorki kona Peters né Terry bjóst við að rómantíkin myndi gera vart um sig. Aðalhlutverk: Russell Crowe, Meg Ryan, David Morse. 2000. Stranglega bönnuð börnum. 1.35 Possessed (Andsetinn) Aðalhlut- verk: Timothy Dalton, Henry Czerny, Jon- athan Malen, Christopher Plummer. 2000. Stranglega bönnuð börnum. 3.20 Friends 4 (13:24) 3.45 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 6.00 The Deli 8.00 Air Bud 10.00 The Picture Bride 12.00 Bossa Nova 14.00 The Deli 16.00 Air Bud 18.00 The Picture Bride 20.00 Bossa Nova 22.00 Regeneration 0.00 Entrapment 2.00 Shadow of Doubt 4.00 Regeneration 7.00 Meiri músík 12.00 Lúkkið 14.00 X-TV.. 15.00 Trailer 16.00 Geim TV 17.00 Pepsí listinn 19.00 XY TV 20.00 Meiri músík Óskarsverðlaunamynd á Stöð 2 Nýliðinn, eða Training Day, er hörkuspennandi kvikmynd sem færði Denzel Washington Óskarinn. Alonzo Harris er rannsóknarlögga í Los Angeles sem kallar ekki allt ömmu sína þegar stöðva á eiturlyfjasala og annan óþjóðalýð. Nýliðinn Jake Hoyt slæst í för með hinum reynda Harris í einn sólarhring og það er reynsla sem hann gleymir ekki í bráð. Leikstjóri er Antoine Fuqua en með Wash- ington í helstu hlutverkum eru Ethan Hawke, Tom Berenger og Scott Glenn. Myndin, sem er frá árinu 2001, er stranglega bönn- uð börnum. Stöð 2 21.15 Skjár 1 21.00 John Laroquette snýr aftur sem hinn dularfulli Joey Heric, sem var sýknaður í tvígang af því að hafa myrt tvo samkynhneigða elskhuga sína en ljóst er að hann framdi morðin. Heric er nú orðinn lögmaður og fær stofu Bobby til að aðstoða sig við að verja fyrsta skjólstæðing sinn. Það er maður grunaður um morð og réttarhöldin verða til þess að Heric getur sýnt leiklist- arhæfileikana í réttarsal. Nýliðinn The Practice 28 13.00 Listin að lifa (e) 14.00 Mótor - Sumarsport (e) 14.30 Jay Leno (e) 15.30 Yes, Dear (e) 16.00 Djúpa laugin (e) 17.00 World’s Wildest Police Videos (e) 18.00 Fólk með Sirrý (e) 19.00 Cybernet 19.30 Life with Bonnie (e) 20.00 MDs Skoski sjarmörinn John Hannah fer með hlutverk læknisins Ro- bert Dalgety í MDs sem eru á dagskrá á laugardagskvöldum kl. 20.00. Þættirnir gerast á sjúkrahúsi og meðal annarra leikara er hinn írskættaði William Fichtner sem leikur galgopann William Kellerman. 21.00 Leap Years Hæfileikarík ung- menni kynnast árið 1993 og halda vin- skap sínum lifandi næstu ár. Rugla sam- an reytum og eiga (stundum óþarflega) náin kynni. Við fáum að líta inn til þeirra árin 1993, 2001 og 2008 og sjá hvernig samböndin hafa þróast. Leik- og söng- konan Athena berst við að ná frægð og frama, kemst á toppinn en hrynur síðan í hyldýpi eiturlyfjaneyslu. Vinir hennar Gregory gagnrýnandi, Joe lögmaður og Ben ríkisbubbi reyna að hjálpa henni en eiga sjálfir við sín vandamál að stríða, þá helst framhjáhöld, fjölskyldudeilur og vændiskvennaheimsóknir. 22.00 Law & Order SVU (e) 22.50 Philly (e) Kathleen er fyrsta flokks verjandi, sannur riddari hring- borðsins í leit að hinum heilaga kaleik réttlætisins. Ásamt félaga sínum berst hún harðri baráttu við hrokafulla sak- sóknara og dómara í von um að fá kerfið til að virka. Kathleen er líka einstæð móðir og barnsfaðirinn jafnframt helsti andstæðingur hennar og ofurfjandi, sjálf- ur aðalsaksóknari Fíladelfíuborgar. 23.40 Tvöfaldur Jay Leno (e) 1.10 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is 9.00 Morgunstundin okkar 9.02 Mummi bumba (22:65) 9.08 Stjarnan hennar Láru 9.19 Engilbert (15:26) 9.30 Albertína ballerína (18:26) 9.45 Hænsnakofinn (8:13) 10.03 Babar (11:65) 10.18 Gulla grallari (33:52) 10.50 Viltu læra íslensku? 11.10 Kastljósið 11.50 Formúla 1 Bein útsending frá tímatöku fyrir kappaksturinn í Mónakó. 13.00 Út og suður (3:12) 13.25 Í einum grænum (4:8) 13.50 Geimskipið Enterprise 14.35 Vélhjólasport 14.55 Einvígi í borðtennis 16.00 Íslandsglíman Samantekt af Ís- landsglímunni 2003. 16.20 Landsleikur í handbolta Bein útsending frá leik karlaliða Íslendinga og Dana. 17.30 Fótboltaþátturinn Þáttur um Ís- landsmótið í fótbolta. 18.00 Táknmálsfréttir 18.10 Enn og aftur (1:19) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Laugardagskvöld með Gísla Marteini 20.25 Söngur hjartans (A Song From the Heart) Rómantísk kvikmynd um blindan sellóleikara sem fellur fyrir fræg- um píanóleikara en áttar sig ekki á því að hún hefur leitað langt yfir skammt. Aðalhlutverk: Amy Grant, D.W. Moffett og Keith Carradine. 21.55 Betty hjúkka (Nurse Betty) Gamanmynd frá 2000 um þjónustu- stúlku í Kansas sem missir vitið eftir að maðurinn hennar er myrtur. Hún heldur að hún sé fyrrverandi kærasta sápuóp- erustjörnu og fer til Los Angeles að hitta hann en morðingjar mannsins hennar veita henni eftirför. Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 16 ára. Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Renée Zellweger, Chris Rock og Greg Kinnear. 23.40 Að hrökkva eða stökkva (Drop Zone) Spennumynd frá 1994 um baráttu lögreglunnar við fallhlífabófa sem brjót- ast inn á lögreglustöðvar og stela þaðan gögnum um njósnara. Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 16 ára.Leikstjóri: John Badham.Aðalhlut- verk: Wesley Snipes og Gary Busey. e. 1.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok SJÓNVARPSEFNI Í Bandaríkjunum geisar mikið áhorfsstríð linnu- laust milli stóru sjónvarpsstöðv- anna og áhorfsmælingar eru framkvæmdar margsinnis á dag. Nú hefur Fox-sjónvarps- stöðin hafið sig langt yfir keppi- nauta sína á því sviði, en sú stöð hefur alla jafna haldið sig fjarri toppsætum sjónvarpsáhorfs- listanna. Ástæðan er hinir feikivinsælu sjónvarpsþættir American Idol sem Fox er með á dagskrá sinni, en Stöð 2 sýnir þættina um ung- mennin söngglöðu hérlendis. Þættirnir eru svo vinsælir að í síðustu viku vermdu tveir þeirra auk forþáttar þrjú efstu sætin á vikulegum topp 10 áhorfslista þar vestanhafs. Áþekkir þættir hafa þegar sprottið upp og njóta þeir einnig vinsælda. Svo virðist sem áhugi á ungu fólki sem keppir á sviði hæfileika sé meiri en á beinni og harðvítugri líkamlegri og and- legri keppni manna á milli, sem hefur verið þungamiðja flestra raunveruleikasjónvarpsþátta hingað til. Eitt er þó víst, að raunveruleika- bólan er ekki sprungin enn þó Survivor-þættirnir, sem einnig hafa verið sýndir hérlendis og notið töluverðra vinsælda, dali í áhorfi vestanhafs. ■ HÆFILEIKAR Fjölmargir rembast eins og rjúpa við staur og fáir sýna sína raunverulegu hæfileika. American Idol: Gríðarlegar vinsældir þáttana ekki í rénun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.