Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 33
■ ■ KVIKMYNDIR  Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800  Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900  Háskólabíó, s. 530 1919  Laugarásbíó, s. 5532075  Regnboginn, s. 551 9000  Smárabíó, s. 564 0000  Sambíóin Keflavík, s. 421 1170  Sambíóin Akureyri, s. 461 4666  Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500 ■ ■ LEIKSÝNINGAR  14.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner eru frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins. Örfá sæti laus.  14.00 Lab Loki sýnir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu barnaleikrit- ið Baulaðu nú... Dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls. Leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir, leikarar eru Kristjana Skúla- dóttir og Lára Sveinsdóttir. Miðaverð er krónur 1200 og miðapantanir eru í síma 590-1200.  20.00 Erling er frumsýnt í Loft- kastalanum í kvöld. Með aðalhlutverk fara Stefán Jónsson og Jón Gnarr en Benedikt Erlingsson er leikstjóri sýning- arinnar. Uppselt er í kvöld.  20.00 Hin sívinsæla leiksýning, Með fulla vasa af grjóti, er í kvöld og næstu laugardagskvöld. Þetta er allra síðasti séns til að skella sér á þennan sprenghlægilega gamanleik og enn er örfá sæti laus.  20.00 Öfugu megin uppí eftir Derek Benfield kemur nú aftur á fjalirn- ar á stóra sviði Borgarleikhússins. Örfá sæti laus í kvöld.  20.00 Nútímadanshátíð í Borgar- leikhúsinu. Sex danshöfundar flytja sex sólódansa. Næstsíðasta sýning er í kvöld.  20.00 Rómeó og Júlía eftir Shakespeare er sýnt í Borgarleikhús- inu í samstarfi við Vesturport og Ís- lenska dansflokkinn. Þetta er allra síð- asta sýning og því miður, fyrir þá sem hafa ekki séð sýninguna, er uppselt.  21.00 Björk Jakobsdóttir verður í félagsheimilinu Hnífsdal með leiksýn- ingu sína, Sellófon. Uppselt er á þá sýn- ingu en aukasýning er sunnudaginn 14. sept. kl. 21.00. ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Margrét Sigurðardóttir, söngur, og Sigurgeir Agnarsson, selló, koma fram á tónleikum í Kirkjuhvoli við Kirkjulund í dag. Á tónleikunum verða flutt ýmis áhugaverð verk. Þau Margrét og Sigurgeir koma fram hvort fyrir sig en flytja einnig saman nokkur íslensk þjóð- lög í útsetningu Margrétar. Peter Máté leikur með þeim á píanó. Menningar- og safnanefnd Garðabæjar skipuleggur tónleikana. Miðasala verður á staðnum. ■ ■ OPNANIR  14.00 opnar listakonan Snjólaug Guðmundsdóttir sýninguna UrmUll í Listasafni Borgarness. UrmUll er hand- verks- og listíðasýning og eru öll verkin á sýningunni unnin úr ull. Snjólaug er vefnaðarkennari frá Mynd- og handíða- skóla Íslands. UrmUll er fimmta einka- sýning Snjólaugar en Listasafn Borgar- ness er til húsa í Safnahúsi Borgarfjarð- ar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi.  15.00 Berglind Björnsdóttir ljós- myndari opnar einkasýningu á verkum sínum í Íslenska Grafíksalnum, Hafnar- húsinu. Myndirnar eru bæði svart-hvít- ar og í lit. Sýningin verður opin fimmtu- daga til sunnudaga frá klukkan 14 til 18.  Listakonan Ingibjörg Torfadóttir sem búsett hefur verið í Kanada frá ár- inu 1976 opnar í dag sýninguna, Óður til Óðins. Sýningin er haldin í Gallery 11, Innrömmun Sigurjóns, Fákafeni 11.  Yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) verður opn- uð í Listasafni Íslands í dag og stendur til 26. október. Á sýningu Listasafns Ís- lands eru yfir 100 verk, málverk og vefn- aður, sem varpa ljósi á feril þessa merka brautryðjanda íslenskrar myndlistar. Í til- efni sýningarinnar gefur Listasafn Íslands út bók með greinum um ævi og list Júlíönu Sveinsdóttur.  15.00 Þrjár einkasýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs – Gerð- arsafni. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson opn- ar í Austursal sýninguna Skraut /Kjörað- stæður þar sem hann sýnir skúlptur- og ljósmyndaverk. Sýning Katrínar Þor- valdsdóttur í vestursal heitir Borð- hald/Ef ég segi þér hver ég er þá gleymir þú hver ég var. Á sýningunni er áhorfendum boðið til veislu. Á sýning- unni er flutt hljóðverk Hafdísar Bjarna- dóttur tónlistarmanns. Á neðri hæð safnsins opnar Olga Bergmann í sam- starfi við stofnun Dr. B sýninguna Nátt- úrugripasafn. Olga horfir til framtíðar og sýnir brot úr hugsanlegri náttúrusögu í Gerðarsafni. Sýningarnar standa til 5. október. Safnið er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 nema mánudaga. 34 13. september 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 SEPTEMBER Laugardagur Í dag verður samsýning á verk-um myndlistarmannanna Bubba (Guðbjörns Gunnarssonar) og Jó- hanns G. Jóhannssonar opnuð í Húsi málaranna á Eiðistorgi: „Við erum miklir vinir og höfum haldið nokkrar sýningar saman,“ segir Jóhann G. Jóhannsson. „Sýning Bubba ber yfirskriftina Ferðalag en það er vísun í ferð hans til Kyoto í Japan. Verkin hans eru skúlptúrverk þar sem hann ber saman íslenska og japanska nátt- úru. Við fáum m.a. að sjá verk unnin úr granít sem Bubbi tók með sér heim frá Japan.“ Margir tengja nafnið Jóhann G. Jóhannsson fremur við tónlist en myndlist: „Sem krakki var myndlistin mitt aðaláhugamál en svo þróaðist það þannig að tónlist- in átti hug minn allan á tímabili. Ég er eiginlega að fagna 40 ára tónlistarafmæli mínu um þessar mundir en ferillinn hófst í skóla- hljómsveit í Samvinnuskólanum á Bifröst 1963.“ Í tilefni af afmælinu stendur Skífan að veglegri útgáfu á tón- listarverkum Jóhanns: „Það var að frumkvæði Sölva Blöndal í Quarashi. Hann vildi að þessi út- gáfa yrði til og er búinn að vinna að því í sumar að safna saman þekktustu lögunum mínum,“ segir Jóhann. Lagið Don’t Try to Fool Me sem hljómar nú á öldum ljósvakans er einn af smellum hans: „Ég er mjög hrifinn af því hvernig Regína Ósk flytur lagið. Ég ætlaði mér alltaf að endurút- gefa lagið með íslenskum texta og það verður vonandi af því á næsta ári en þá eru liðin 30 ár síðan ég söng það fyrst,“ segir Jóhann sem tók upp penslana aft- ur þegar hann hafði lokið við að semja tónlist við Poppleikinn Óla: „Í tónlistinni vinnur maður með mörgum og þarf oft að gera málamiðlanir. Eftir svoleiðis tímabil er gott að geta ráðið einn yfir striganum.“ Á sýningunni í Húsi málaranna sýnir Jóhann vatnslita- og olíu- málverk sem lýsa hughrifum hans á íslenskri náttúru. Sýningin opn- ar klukkan tvö í dag og allir áhugasamir eru hvattir til að láta sjá sig. ■ Hughrif íslenskrar náttúru VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR Mér líst mjög vel á nútíma-danshátíðina í Borgarleik- húsinu og langar til að reyna að komast á hana. Það er næstsíðasta sýning í kvöld og ég er búin að heyra að þetta sé mjög vel heppn- uð hátíð,“ segir söngkonan Val- gerður Guðnadóttir. „Ég væri reyndar líka til í að sjá seinni helminginn af Rómeó og Júlíu. Aðalleikkonan slasaðist í sýning- unni sem ég fór á um daginn svo ég sá bara fyrri helminginn. Það er líka alltaf gaman að komast á góða tónleika og mig langar að sjá Margréti Sigurðardóttir syngja á Kirkjuhvoli í dag. Það er langt síðan ég hef séð Margréti syngja og nú er hún nýkomin heim úr námi. Hún ætlar að flytja íslensk þjóðlög í eigin útsendingu og það finnst mér mjög spennandi,“ seg- ir Valgerður sem mun m.a. syngja í Brúðkaupi Figaros hjá Íslensku óperunni í vetur.  Val Valgerðar Þetta lístmér á! „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins um leið og ég vakna“ „Ég borða mikilvægustu máltíð dagsins á innan við mínútu“ JÓHANN G. JÓHANNSSON OG BUBBI Opnun á myndlistarsýningu þeirra félaganna verður í Húsi málaranna, Eiðistorgi 11, í dag. ■ MYNDLIST FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Lab Loki sýnir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu barnaleikritið „Baulaðu nú...“ Dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls. Í dag 13. sept kl. 14:00 sun 21. sept. kl.14:00 lau 27. sept. kl. 14:00 Miðaverð er 1200. Miðapantanir í síma 590-1200. Nánari upplýsingar í síma 662-4805 ✓ ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.