Fréttablaðið - 17.09.2003, Síða 2
2 17. september 2003 MIÐVIKUDAGUR
„Jú, því miður. Ég væri að segja
ósatt segði ég annað.“
Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður vill að
stjórnmálamenn standi við orð sín og loforð varð-
andi línuívilnun til smábáta. Menn eigi að standa
við orð sín – og segja satt.
Spurningdagsins
Einar Oddur, hefurðu aldrei sagt
ósatt?
■ Dómsmál
Undirbúinn verði lög-
skilnaður ríkis og kirkju
STJÓRNARSKRÁ Össur Skarphéðins-
son telur að í ljósi þeirra breyt-
inga sem orðið hafa á íslensku
samfélagi á undanförnum árum
og áratugum sé
tímabært að
e n d u r s k o ð a
ákvæði stjórn-
arskrárinnar
sem fjalla um
þjóðkirkjuna. Í
62. grein
stjórnarskrár-
innar segir að
„[h]in evangel-
íska lúterska
kirkja [skuli]
vera þjóðkirkja
á Íslandi, og [ríkisvaldið skuli] að
því leyti styðja hana og vernda.“
Þessu ákvæði telur Össur að eigi
að breyta þótt ekki dragi hann dul
á mikilvægi kristinna gilda í ís-
lenskri samfélagsgerð.
„Hins vegar er það þannig að
það eru að verða miklar breyting-
ar á samfélaginu. Þessar breyt-
ingar fela í sér að okkar samfélag
er stöðugt að auðgast, bæði menn-
ing þess og atvinnulíf, af fólki af
erlendu bergi brotnu,“ segir Öss-
ur. Hann segir að í ljósi þessa líti
hann svo á að íslenskt samfélag sé
fjölmenningarsamfélag. „Þetta
fólk [sem flutt hefur til landsins]
hefur fært með sér nýja siði í trú-
arlegum skilningi og stjórnar-
skráin verndar rétt þeirra til full-
komins jafnræðis á við aðra,“ seg-
ir hann. Hann telur þó að sem fyrr
komi til greina að undirstrika
mikilvægi kristinna lífsgilda í
samfélaginu með einhverjum
hætti í stjórnarskrá.
„Ég segi því sem kristinn mað-
ur að ég tel að það sé kominn tími
til að skoða hvort ekki eigi að
breyta því ákvæði stjórnarskrár-
innar sem segir að tiltekið form
kristinnar kirkju skuli vera þjóð-
kirkja á Íslandi; og jafnframt
hvort ekki eigi að fella þá sérstöðu
úr stjórnarskránni að ríkisvaldinu
beri að styðja hana og vernda.
Þetta geri ég ekki til að grafa und-
an kristinni trú. En ég tel að það
sem standi upp úr sé trúfrelsis-
ákvæðið og að allir, sama hvaða
trúarbrögð þeir aðhyllast, verði að
finna sama skjól í stjórnarskránni,
sem er ramminn utan um okkar
samfélag,“ segir hann.
Össur vill að breytingar á
stjórnarskránni verði gerðar í
samstöðu við kirkjuna. Hann
bendir á að nú þegar sé aðskilnað-
ur ríkis og kirkju orðin mikill.
„Biskupinn hefur sagt að það sé
orðinn skilnaður að borði og
sæng. Við þurfum að taka afstöðu
til þess hvort ekki sé rétt að
ganga þá í gegnum fullan lög-
skilnað. Við þurfum svo að velta
því fyrir okkur sem þjóð á hvaða
forsendum við eigum að gera
þetta,“ segir Össur.
thkjart@frettabladid.is
Fjármunir leita tækifæra:
Tími kominn á Símann
MARKAÐUR Yngvi Örn Kristinsson,
framkvæmdastjóri verðbréfasviðs
Landsbankans, segir tækifæri til
einkavæðingar núna. Þetta kom
fram í erindi hans á morgunverðar-
fundi Landsbankans um horfur í
efnahagsmálum þjóðarinnar.
Yngvi segir að mikið fé sé í um-
ferð sem leiti farvegs. Takmörkuð
fjárfestingartækifæri við þessar
aðstæður skapi hættu á eignabólu á
verðbréfamarkaði. Hann telur því
að nú sé réttur tími til að selja fyr-
irtæki eins og Landssímann og
hugsanlega skoða sölu eignarhluta
opinberra aðila í orkufyrirtækjum.
Sala Símans mistókst á sínum
tíma þegar íslensk stjórnvöld
gerðu tilraun til þess að selja fyrir-
tækið. Verðið þótti hátt og almenn-
ingur hunsaði útboðið. Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra segir
málið í höndum einkavæðingar-
nefndar. Hann segir ekki skynsam-
legt að rjúka upp til handa og fóta
nú. „Þetta eru sumpart sömu menn
og töldu að við værum að krefjast
of mikilla fjármuna fyrir fyrirtæk-
ið á sínum tíma.“ Hann segir nauð-
synlegt að meta breyttar aðstæður
og það verði gert á næstu mánuð-
um meðal annars í ljósi þessara að-
stæðna. „Það er mjög ánægjulegt
að heyra að það sé mat fjármála-
sérfræðinga að nú sé að nálgast
réttur tími til að selja.“ ■
Héraðsdómur:
Tóbaksrisa
vísað frá
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík-
ur vísaði í gær frá máli tóbaksfyrir-
tækisins British American Tobacco
á hendur íslenska ríkinu.
Tóbaksfyrirtækið telur tak-
markanir á sölu og auglýsingum á
tóbaksvörum vera of víðtækar og
ganga gegn tjáningarfrelsinu. Hér-
aðsdómur segir fyrirtækið ekki
eiga lögvarða hagsmuni í málinu
þar sem það selji einungis íslenska
ríkinu tóbak en sé sjálft hvorki í
dreifingu né sölu hérlendis.
Á mánudaginn var þingfest í hér-
aðsdómi álíka mál tóbaksfyrirtæk-
isins JT International og verslunar-
innar Bjarkar gegn ríkinu. ■
Nítján ára piltur
úr Keflavík:
Játaði tvö
bankarán
DÓMSMÁL Nítján ára piltur úr
Keflavík játaði í Héraðsdómi
Reykjaness í gær að hafa framið
tvo bankarán fyrr á árinu; það
fyrra í Hafnarfirði 1. apríl og það
síðara í Grindavík 5. júní.
Eftir ránið í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar tók það lögreglu nokkurn
tíma að finna ræningjann. Eftir að
hann var tekinn vildi hann ekki
gangast við glæpnum fyrr en vika
var liðin frá ráninu. Þá mun hann
hafa verið búinn að koma hluta
ránsfengsins í lóg.
Þegar pilturinn rændi Lands-
bankann í Grindavík náðist hann á
leið út úr bænum. Hann hafði þá
losað sig við fenginn en játaði
þegar lögregla gekk á hann. Pen-
ingarnir úr bankanum fundust
síðar við vegarkantinn. Mun
mesti hluti þýfisins úr ránunum
tveimur þannig hafa fundist.
Hinn meinti bankaræningi,
sem hélt á hnífi í báðum ránunum,
hefur verið frjáls ferða sinna frá
því 10. júní. Búast má við dómi í
málinu innan fjögurra vikna. ■
Útgerðarmenn ákærðir:
Meintur 638
tonna afla-
stuldur
DÓMSMÁL Ríkislögreglustjóri hef-
ur ákært sex menn og fjögur
einkafyrirtæki fyrir stórfelld
brot á lögum um nytjastofna sjáv-
ar, lögum um stjórn fiskveiða og
fyrir landhelgisbrot.
Ákært er fyrir heimildarlausar
veiðar á samtals 638 tonnum af
fiski af ýmsum tegundum. Að
auki eru tveir mannanna ákærðir
fyrir að hafa með því að veiða 125
tonn af áðurgreindum afla gert
eigendur skipsins sem leigt var
skuldbundna til að kaupa viðbót-
araflaheimildir til að rétta af afla-
stöðu skipsins. Þá er ákært fyrir
svik á virðisaukaskatti og á stað-
greiðslu starfsmanna upp á sam-
tals 17,1 milljón króna. Veiðarnar
voru stundaðar á bátum frá Ólafs-
vík og Bíldudal.
Ljóst þykir að verðmætið nemi
vel yfir 100 milljónum króna.
Mennirnir hafa allir neitað sök og
neita að tjá sig um málið fyrr en
við aðalmeðferð þess, sem hefst 8.
október. ■
Kaupréttur stjórnenda:
60 milljónir
í bónus
VIÐSKIPTI Lykilstarfsmenn Eim-
skipafélags Íslands keyptu í gær
hlutabréf í félaginu á grundvelli
kaupréttarsamninga. Kaupgengið
var ýmist 5,0 eða 6,11. Eimskipafé-
lagið sjálft keypti megnið af hlutun-
um aftur á genginu 7,5. Söluupphæð
samninganna var rúmir 162 milljón-
ir króna, en félagið keypti til baka
hluti fyrir 222 milljónir króna. Sölu-
hagnaður nítján starfsmanna var
því 60 milljónir króna.
Kaupréttur starfsmanna var
mismunandi. Forstjórinn Ingimund-
ur Sigurpálsson keypti hlut fyrir 7,5
milljónir og seldi fyrir 10,5 milljón-
ir. Innleystur kaupauki hans nemur
því þremur milljónum króna. ■
Dagsektum beitt vegna ágalla á brunavörnum að Laugavegi 162:
Brunavarnir Þjóðskjalasafns í ólagi
BRUNAVARNIR Borgaryfirvöld hafa
veitt slökkviliðsstjóra Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins heimild til
að beita Fjársýslu ríkisins dag-
sektum vegna ágalla á brunavörn-
um húsnæðisins að Laugavegi 162.
Þjóðskjalasafn Íslands og Við-
lagatrygging Íslands eru m.a. til
húsa á Laugavegi 162. Þjóðskjala-
safnið varðveitir skjöl opinberrar
stjórnsýslu í fortíð og nútíð. Það
geymir því mikið magn upplýs-
inga er varða stjórn landsins,
sögu stofnana þess og réttindi
þegnanna. Í Þjóðskjalasafninu eru
nú varðveittir meira en 30 km af
skjölum ef mælt er í hillulengd.
Hlutverk Viðlagatryggingar
Íslands er að vátryggja gegn tjóni
af völdum náttúruhamfara: eld-
gosa, jarðskjálfta, skriðufalla,
snjóflóða og vatnsflóða.
Dagsektirnar nema 6.400 krón-
um fyrir hvern virkan dag þar til
kröfur um brunavarnir hafa verið
uppfylltar. ■
Hrísey:
Hrepps-
nefnd vill
ívilnun
SJÁVARÚTVEGSMÁL Hreppsnefnd
Hríseyjarhrepps hefur ályktað um
að staðið verði við loforð um línu-
ívilnun og byggðakvóta. Hrísey-
ingar skora á ríkisstjórn og sjávar-
útvegsráðherra að standa nú þegar
við gefin fyrirheit um línuívilnun
og aukningu byggðakvóta sem
landsfundir ríkisstjórnarflokk-
anna hafi samþykkt fyrir kosning-
ar og skýrt sé kveðið á um í stjórn-
arsáttmála núverandi ríkisstjórn-
ar. „Það er einnig krafa okkar að
Alþingi Íslendinga taki á þessum
málum um leið og það kemur sam-
an í haust og tryggi mörgum
byggðarlögum víða um land
áframhaldandi tilveru,“ segir í
ályktun Hríseyinga.
Mörg félög útgerðarmanna um
land allt hafa mótmælt línuívilnun-
inni, sem þau telja fela í sér mis-
munun. ■
8,4 MILLJÓNIR UNDAN SKATTI
Mál ríkislögreglustjóra gegn
tveimur mönnum sem voru í veit-
ingarekstri var þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær.
Mennirnir, sem neita sök, eru
sagðir hafa skotið samtals 8,4
milljónum króna undan skatti
með fölsun reikninga.
PAR ÁKÆRT FYRIR SKATTSVIK
Ríkislögreglustjóri hefur höfðað
mál gegn pari á fertugsaldri fyrir
að hafa í atvinnurekstri sínum
ekki staðið skil á staðgreiðslu
tæplega 900 þúsund króna opin-
berum gjöldum sem haldið var
eftir af launum starfsmanna
þeirra árið 1999.
STURLA BÖÐVARSSON
Samgönguráðherra segir málið í höndum
einkavæðingarnefndar.
BÓNUSGREIÐSLUR
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eim-
skipafélagsins, fékk þriggja milljóna króna
bónus í formi kaupréttar í félaginu.
LAUGAVEGUR 162
Þjóðskjalasafn Íslands og Viðlagatrygging Íslands eru m.a. til húsa á Laugavegi 162.
Össur Skarphéðinsson telur að breytingar á samfélaginu kalli á endur-
skoðun á stöðu þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá. Hann segir mikilvægt að
allir, óháð trúhneigð, finni sama skjól undir stjórnarskrá Íslands.
AÐSKILNAÐUR RÍKIS OG KIRKJU
Össur Skarphéðinsson vill að breytingar á stjórnarskránni verði gerðar í samstöðu við
kirkjuna.
BANKARÆNINGINN
Nítján ára piltur úr Keflavík vakti athygli í
vor eftir að hafa tvívegis framið vopnað
bankarán.
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
Segir að kominn sé
tími til breytinga.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI