Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 20.09.2003, Qupperneq 13
13LAUGARDAGUR 20. september 2003 Við setningu Menntaskólans áAkureyri hvatti nýr skóla- meistari, Jón Már Héðinsson, til að kennurum yrðu greidd hærri grunnlaun. Hann sagði yfir- vinnu of stóran hluta launa og því þyrfti að breyta. „Ég er ekki sammála þeim sem halda því fram að besta starfsfólkið hafi horfið úr starfi vegna launanna. Þeir sem eru áfram í starfi eru það vegna brennandi áhuga á starfinu fyrst og fremst en vilja að sjálfsögðu fá þokkalega greitt fyrir starfið. Ég álít að það eigi að hækka grunnlaun í skólum þannig að yfirvinna verði ekki svo stór hluti launa sem raun ber vitni. Jafnframt á að gera miklar kröf- ur til starfsfólks skólanna,“ seg- ir hann. Jón bendir á að vissulega hafi laun kennara hækkað á undan- förnum árum, sem sýni þá áherslu sem stjórnvöld setja á menntun og breytt viðhorf sam- félagsins til kennara. Jón Már er Vestfirðingur, fæddur og uppalinn á Patreks- firði. Hann hugðist leggja fyrir sig sjómennsku og var staðráð- inn í að verða skipstjóri en hafði mikinn áhuga á íslensku og sögu. Eftir stúdentspróf frá MA lagði hann stund á þau fög en bætti við sig uppeldis-og kennslufræði. „Það gerði ég til að hafa eitthvað út úr því námi sem ég hafði lagt fyrir mig mér til skemmtunar. Það varð aldrei af því að ég færi í Stýrimanna- skólann en bræður mínir bættu fyrir það og lögðu fyrir sig sjó- mennskuna.“ Jón Már hefur starfað við Menntaskólann á Akureyri í lið- lega tuttugu ár bæði sem kenn- ari og síðustu ár sem aðstoðar- skólameistari. Fyrir ári síðan lauk hann MBA-námi frá NPU- háskólanum í Chicago og hefur þannig bætt við sig námi í rekstri og stjórnun. „Nemendur hafa tekið mér ákaflega vel, ég get ekki annað en verið ánægður, en við skóla- setningu mættu um það bil 600 manns. Skólalífið fer ljúflega af stað, bæði nemendur og kennar- ar tilbúnir að takast á við nám og kennslu,“ segir Jón Már Héð- insson skólameistari. ■ Tímamót JÓN MÁR HÉÐINSSON ■ Hann er Vestfirðingur og varð staðráð- inn í að verða skipstjóri en endaði sem skólameistari við Menntaskólann á Akur- eyri. Vestfirðingur sem settist að á Akureyri ??? Hver? Leikari. ??? Hvar? Ég er heima hjá mér að passa drenginn minn. ??? Hvaðan? Ég er að mestu leyti alinn upp í Lang- holtshverfinu. ??? Hvað? Ég var að debútera í mínu fyrsta hlut- verki sem atvinnuleikari í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Ég leik pabbastrákinn sem kemur út úr skápnum og veldur eilitlum usla á heimilinu þar sem hann er einka- barn og pabbinn á erfitt með að með- taka þá staðreynd. ??? Hvernig? Leikritið er eftir Hávar Sigurjónsson og er nútímafjölskyldudrama þar sem ást milli fólks spilar stórt hlutverk. ??? Hvers vegna? Vegna þess að það kom af sjálfu sér að verða leikari. Svo er það bara svo skemmtilegt. ??? Hvenær? Það var frumsýnt í gærkvöldi en önnur sýning er í kvöld. ■ Persónan ■ Nýjar bækur Hugvísindastofnun Háskóla Ís-lands hefur gefið út fyrsta eintak Ritsins í ár sem að þessu sinni fjallar um Áróður í gegnum m a n n k y n s s ö g - una. Þau Álfrún Gunnlaugsdóttir, Ólafur Páll Jóns- son, Gauti Krist- mannsson og Margrét Jóns- dóttir skrifa í bókina hvert með sínum hætti. Í bókinni eru einnig þýddar ritgerð- ir heimspekinganna Arthur Danto, George Dickie og Morris Weitz. Ritið kemur út þrisvar sinnum á ári og hægt er að gerast áskrifandi á skrifstofu Hugvís- indastofnunnar. ■ JÓN MÁR HÉÐINSSON Hann stundaði sjálfur nám við MA og þekkti vel innviði skólans þegar hann réðst þangað sem kennari fyrir tuttugu árum. ÍVAR ÖRN SVERRISSON Hnn var að debútera í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi í nýju leikriti Hávars Sigurjóns- sonar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.