Fréttablaðið - 20.09.2003, Side 23

Fréttablaðið - 20.09.2003, Side 23
LAUGARDAGUR 20. september 2003 23 ■ Bókatíðindi ■ Sagt og skrifað Í ár eru liðin 21 ár síðan hinn ást-sæli leikari og rithöfundur Flosi Ólafsson lét síðast að sér kveða á vettvangi íslenskra bókmennta. Þá kom út bókin Í Kvosinni sem mörg- um er enn í fersku minni. Á árun- um þar á undan, á áttunda áratug síðustu aldar, komu út eftir Flosa metsölubækurnar Slett úr klaufun- um (1973), Hneggjað á bókfell (1974) og Leikið lausum hala (1975). Síðustu ár hefur Flosi dvalið á sveitasetri sínu í Borgarfirði og fengist við margt, meðal annars við skriftir og samantekt ritverksins Ósköpin öll – Sannleikskorn úr sam- búð sem væntanlegt er í bókaversl- anir nú fyrir jól. Bókin er glefsur úr hálfrar aldar sambúðarsögu heiðurshjónanna Flosa og Lilju á of- anverðri 20. öld, eins og Flosi man best, og eru textarnir í ritinu byggðir á miklu magni heimilda um þetta athyglisverða lífshlaup frá því sambúðin hófst og fram á þenn- an dag. Þetta eru dagbókar- brot,sneplar, uppköst, minnismiðar og jafnvel slitur úr prentuðu máli og allt skrifað í hálfkæringi eins og höfundar er von og vísa. Útgefandi er bókaútgáfan Skrudda. Annar útgefenda, Ívar Gissurarson, segir bókina eiga brýnt erindi. „Bókin á brýnt erindi til allra þeirra sem hyggja á sam- búð,“ segir hann, „ekki síður en þeirra sem þegar hafa stofnað til sambúðar og eru í sambúð, að ekki sé nú talað um þá fjölmörgu sem eru að gefast upp og slíta sambúð. Hjá öllu þessu góða fólki þyrfti bókin helst að eiga sér samastað á náttborðinu, í kompaníi við spora- bækur, guðsorð og annað lesmál sem stuðlað getur að lífshamingju almennt.“ Höfundur vill láta þess getið að hans heitasta ósk er sú að þetta rit stuðli að því að sem flestir hokri sem lengst saman – í góðu. ■ NIEMI OG MYNDAVÉLIN Einn þeirra rithöfunda sem unnu hug og hjörtu landans á nýliðinni bókmenntahátíð var Mikael Niemi, höfundur met- sölubókarinnar Rokkað í Vittula. Danska sjónvarpið sendi sitt fólk til Íslands til þess meðal annars að taka viðtal við Mikael Niemi fyrir vinsælan þátt, Bestseller. Eftir viðtalið, sem meðal annars var tekið upp á þakinu á Laugavegi 18, settu sjónvarpsmenn hljóðnema á Mikael Niemi og létu hann ganga um í búðinni, en stóðu sjálfir með myndavélina uppi á efri hæð búðarinnar. Þá bar að tvo sænska ferðamenn sem svifu á hann og spurðu hvort hann væri virkilega Mikael Niemi. Hann játti því fyrst og spjallaði við fólkið, en benti þeim svo á myndavélina og sagði: „Þið hafið lent í þættinum Falin myndavél.“ GÓÐ SALA Á BÓKMENNTAHÁTÍÐ Vel heppnaðri bókmenntahátíð lauk um síðustu helgi. Áhugi á hátíðinni var mikill og endur- speglast greinilega á metsölu- listum bókabúða Máls og menn- ingar og Eymundssonar. Á lista Eymundssonar eru allar tíu söluhæstu bækurnar eftir rit- höfunda sem voru gestir á bók- menntahátíð og níu bækur eftir þá eru á lista yfir tíu mest seldu bækurnar í Máli og menn- ingu. Barist um Booker- verðlaunin Booker-verðlaunin, virtustubókmenntaverðlaun Breta, verða afhent um miðjan október. Sex bækur berjast um verðlaunin. Þær eru Brick Lane eftir Monica Ali, Oryx and Crake eftir Margar- et Atwood, The Good Doctor eftir Damon Galgut, Notes on a Scandal eftir Zoe Heller, Aston- ishing Splashes of Colour eftir Clare Morrall og Vernon God Little eftir DBC Pierre. Verðlaun- in eru 50.000 pund, auk þess sem aukin sala og umfjöllun um verð- launabókina er gulltryggð. ■ FLOSI OG LILJA Flosi hefur síðustu ár dvalið að Bergi í Borg- arfirði ásamt konu sinni Lilju Margeirsdóttur. Ný bók hans inniheldur glefsur úr hálfrar aldar sambúðarsögu þeirra hjóna. Ný bók eftir Flosa Ólafsson Ný skáldsaga Arnaldar Arnaldur Indriðason er umþessar mundir að leggja lokahönd á sína sjöundu skáld- sögu og kemur hún út fyrir jólin hjá Vöku- H e l g a f e l l i . A r n a l d u r hefur tvö undanfar in ár fengið Glerlykilinn, N o r r æ n u glæpasagna- verðlaunin, fyrir Grafar- þögn og Mýr- ina. Samið hefur verið um útgáfu á verkum hans í ýmsum Evrópulöndum og hef- ur Mýrin meðal annars selst í yfir 100.000 eintökum í Þýska- landi. Það kemur aðdáendum Arn- aldar að líkindum í opna skjöldu að aðalsöguhetjan úr fyrri verk- um hans, Erlendur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður, kem- ur ekki við sögu í nýju bókinni. Að sögn útgefanda Arnaldar seg- ir bókin frá ungum lögmanni, sem situr í gæsluvarðhaldi og rifjar upp afdrifarík kynni sín af konu að nafni Bettý. Hún birtist einn daginn í aðskornum kjól með litla gullkeðju um ökklann. Og þegar hún brosti ... ■ ARNALDUR IND- RIÐASON. Erlendur lögga er víðs- fjarri í nýrri bók hans. Réttindastofa Eddu hefur geng-ið frá samningi um sölu á Mávahlátri eftir Kristínu Marju Baldursdóttur til forlagsins Signature í Hollandi. Áður hefur útgáfurétturinn verið seldur til Danmerkur og Þýskalands þar sem bókin fékk góðar viðtökur. Meðal annars var sagan sögð „stórkostleg“, „bráðskemmtileg“ og „heillandi“. Signature í Hollandi leggur ekki síst áherslu á að gefa út vandaðar skáldsögur frá Norðurlöndunum og má þar nefna verk höfunda á borð við Jostein Gaarder, höfund Veraldar Soffíu. Mávahlátur kom upphaf- lega út hjá Máli og menningu árið 1995. Barnabækur til Taílands Réttindastofa Eddu hefur einnig gengið frá samningum um útgáfu á þremur íslenskum barnabókum í Taílandi og komu þær nýverið þar á markað. Þetta eru Sagan af bláa hnettinum eft- ir Andra Snæ Magnason, Peð á plánetunni jörð eftir Olgu Guð- rúnu Árnadóttur og Leikur á borði eftir Ragnheiði Gestsdótt- ur. Bækurnar komu út hjá Image Publishing í samstarfi við Dhamrongchaitaham Founda- tion. Eru bækurnar til sölu á al- mennum markaði en fleiri þús- undum gjafaeintaka hefur að auki verið dreift í taílenska skóla. ■ ANDRI SNÆR MAGNASON Sagan af bláa hnettinum er komin út á taílensku. Íslensk skáldverk til Hollands og Taílands KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR Mávahlátur kemur út í Hollandi. Hún er þegar komin út í Þýskalandi og Danmörku og hefur hlotið góðar viðtökur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.