Fréttablaðið - 20.09.2003, Side 35

Fréttablaðið - 20.09.2003, Side 35
LAUGARDAGUR 20. september 2003 35 Gunnar Tónn Gu nnarsson Kt.: 021 070-000 9 FÉLAG SSKÍRT EINI ST ARFSÁ RIÐ 20 03-200 4 og sérstök vildarkjör! Ný félagsskírteini Félagsmenn í Vinafélagi Íslensku óperunnar fá • 10% afslátt af miðum á óperusýningar Íslensku óperunnar • 15% afslátt af miðum á óperutónleika og minni uppfærslur Íslensku óperunnar • 25% afslátt af miðum á hádegistónleika Íslensku óperunnar • 10% afslátt af þátttökugjaldi á óperu- námskeiðum Vinafélagsins og Endurmenntunar HÍ • áskrift að Óperublaðinu • 15% afslátt af vörum (geisladiskum, dvd-diskum og myndböndum) í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15 • 15% afslátt af klassískri tónlist (á geisla- diskum, dvd-diskum og myndböndum) í Skífunni, Laugavegi 26 gegn framvísun félagsskírteinis Skuldlausir félagsmenn fá nýju skírteinin send fyrir 10. október. Skráning nýrra félaga stendur yfir. Sími: 511 6400 Netfang: vinafelag@opera.is Upplýsingar um fjölbreytta dagskrá Óperunnar er að finna á Óperuvefnum: www.opera.is Það er búið að byggja heljarinnarkofa hérna uppi á þaki,“ segir Erling T.V. Klingenberg, annar sýn- ingarstjóra Grasrótar 2003 í Ný- listasafninu. „Magnús Árnason er þar með óhugnanlega skepnu sem mér skilst að hafi fyrst sést í Vínar- borg. Hún fylgdi honum svo hingað til lands.“ Magnús er einn þrettán ungra myndlistarmanna sem sýna verk sín á Grasrót 2003. Þetta er í fjórða sýningin á jafnmörgum árum sem ber þetta heiti. Grasrótarsýningar Nýlistasafns- ins hafa orðið einn helsti vettvangur ungra myndlistarmanna til þess að koma verkum sínum á framfæri. Meðal sýnenda er einnig Birgir Örn Thoroddsen, öðru nafni Bibbi Curver, sem mætir með fiðlufjöl- skylduna sína. „Þetta verk hans er tónverk og fjölskylduportrett í senn,“ segir Er- ling. Bibbi fékk fjölskyldu sína til þess að spila á hljóðfæri. Hver fjöl- skyldumeðlimur fékk hljóðfæri við hæfi, en öll hljóðfærin eru úr fiðlu- fjölskyldunni. Þannig fékk pabbinn kontrabassa, mamman selló og síð- an eru börnin þrjú með lágfiðlu, fiðlu og sópranfiðlu, „Það er svolítið gaman að sjá hvernig valdastrúktúrinn í fjöl- skyldunni kemur í ljós í gegnum gerð þessa myndverks,“ segir Er- ling. ■  Yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889 - 1966) stendur yfir í Listasafni Íslands. Á sýningunni eru yfir 100 verk, málverk og vefnaður, sem varpa ljósi á feril þessa merka brautryðj- enda íslenskrar myndlistar. Sýningin stendur til 26. október.  María Guðnadóttir er með mynd- listarsýningu á Kaffi Expresso í Spöng- inni Grafarvogi. Sýningin stendur frá til 7. október.  Bubbi, Guðbjörn Gunnarsson, skúlp- túristi og Jóhann G. Jóhannsson, mynd- listar- og tónlistarmaður eru með sam- sýningu í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Sýningin stendur yfir til 28. september og er opin fimmtudaga til sunnudags kl. 14-18.  Þrjár einkasýningar eru nú í Lista- safni Kópavogs-Gerðarsafni. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er í Austursal með sýninguna Skraut/Kjöraðstæður þar sem hann sýnir skúlptur- og ljósmynda- verk. Sýning Katrínar Þorvaldsdóttur í vestursal heitir Borðhald/Ef ég segi þér hver ég er þá gleymir þú hver ég var. Á neðri hæð safnsins opnar Olga Berg- mann í samstarfi við stofnun Dr. B sýn- inguna Náttúrugripasafn. Sýningarnar standa til 5. október. Safnið er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 nema mánu- daga.  Mæja, myndlistarkona, sýnir málverk sín í Hitaveitu Suðurnesja í Hafnarfirði en sýningin ber heitið Losti & Þrá. Sýn- ingin er opin alla virka daga kl. 8-16.  Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir sýna á Kjarvals- stöðum í tengslum við listahátíðina List án landamæra.  Safn, samtímalistasafn á Laugavegi 37, er opið miðvikudaga til föstudaga frá kl 14-18 en til 17 laugardaga og sunnu- daga.  Sýning á verkum myndhöggvarans Sæmundar Valdimarssonar stendur yfir á Kjarvalsstöðum.  Sýning Ingu Jónsdóttur stendur yfir í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ við Freyjugötu. Sýninguna nefnir hún Ryk. Í Arinstofu stendyr yfir sýning á verkum Kristins Péturssonar og nefnist hún Töfratákn.  Teikningar sjö til sextán ára barna í Hafnarfirði og hugmyndir þeirra um vinabæjarsamstarf Hafnarfjarðar og Cuxhaven eru sýndar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar. Sýningin stendur til 6. október. ■ ■ FÉLAGSLÍF  13.00 Samtök iðnaðarins og Félag blikksmiðjueigenda fyrir Degi iðnaðar- ins í blikksmiðjum. Opið hús verður til klukkan 16 í 9 blikksmiðjum á sex stöðum á landinu. Blikksmiðja Austur- bæjar ehf. Súðarvogi 6, Reykjavík; Ísloft blikk- og stálsmiðja ehf. Bíldshöfða 12, Reykjavík; Funi Blikkás ehf. Dalvegi 28, Kópavogi; Stjörnublikk ehf. Smiðjuvegi 2, Kópavogi; Blikksmiðja Einars ehf. Smiðjuvegi 4B, Kópavogi; Blikksmiðja Guðmundar J.H. Akursbraut 11, Akra- nesi; Blikk- og tækniþjónustan ehf. Kald- baksgötu 2, Akureyri; Þ.H. blikk ehf. Gangheiði 37, Selfossi; Eyjablikk ehf. Flötum 27, Vestmannaeyjum. Skrímsli á þakinu ■ MYNDLIST UNG OG UPPRENNANDI Grasrót íslenskra myndlistarmanna sýnir verk sín í Nýlistasafninu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.