Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 20.09.2003, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 20. september 2003 skemmtileg birta fyrir alla 93.000 eintök frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum  sjónvarpsdagskráin vi›töl greinar ver›launagátur pistlar sta›reyndir og sta›leysur frítt á föstudögum Við ætlum að hlúa að þeimlitlu,“ segir Auður Andrés- dóttir sem fer fyrir hópi kaup- manna sem er að opna tískuversl- un fyrir smávaxið fólk í Kringl- unni. „Það er bara staðreynd að margir unglingar sem taka vöxt út seint hafa átt í erfiðleikum með að finna föt á sig. Sérstaklega á þetta við um unglinga á aldrinum 13-14 ára.“ Í verslun litla fólksins í Kringl- unni geta smávaxnir fundið sitt- hvað við sitt hæfi. Lítil jakkaföt, stutt bindi og litla síðkjóla: „Smá- vaxið fólk veit að það getur verið erfiðara að finna litlar stærðir en gull. Það er sannarlega tími til kominn að þessum hópi verði sinnt í verslunum af þessu tagi,“ segir Auður sem búinn er að opna í Kringlunni - við hliðina á Herra- garðinum. ■ ráð5fyrir helgina 1Karlmenn, komið elskunniykkar á óvart, annað hvort með blómagjöf eða óvæntu nuddi. 2Konur, farið í Kolaportið ogkaupið harðfisk fyrir hundinn eða eiginmanninn. 3Farið svo útmeð hundinn í göngutúr um hraunið í Hafna- firði áður en veturinn skellur á. Gleymið ekki pokanum. 4Sjáið viðureign Kátra pilta ogBotnleðju í Popppunkti í kvöld. 5Skelliðykkur á Mínus á Grand Rokk. Sveittari stemmningu fáið þið varla í bænum í kvöld. Föt fyrir litla LITLU FÖTIN Nú til í Kringlunni. Ríkissjónvarpið mun á næstunnisýna þrjá þætti úr smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar. Fyrst ber að nefna heimilda- mynd um ævi Halldórs Kiljan Lax- ness sem ber vinnuheitið Í leit að Laxness en Hannes vinur sem kunnugt er að ritun ævisögu Nóbelsskáldsins í þremur bindum: „Ráðgert að er að sýna þann þátt 14. desember,“ segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ríkissjónvarpsins. „Þá er Hannes með tvo aðra þætti í vinnslu fyrir okkur sem heita Heimastjórn í hundrað ár og eru gerðir til að minnast þeirra tíma- móta sem felast í titlinum,“ segir Bjarni. „Þeir þættir verða sýndir í febrúar.“ Bjarni Guðmundsson segir að fleiri þættir með Hannesi Hólm- steini séu ekki á teikniborði Ríkis- sjónvarpsins að svo komnu máli. ■ Þrefaldur Hannes í RÚV BJARNI GUÐMUNDSSON Fleiri þættir ekki á teikniborðinu. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Halldór Ásgrímsson og Colin Powell. Arnór Guðjohnsen. Hávar Sigurjónsson Sjónvarp HANNES HÓLMSSTEINN ■ vinnur að gerð þriggja þátta fyrir Ríkissjónvarpið. Þeir verða sýndr á næstu mánuðum. HANNES HÓLMSTEINN Laxness og Heimastjórnin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.