Fréttablaðið - 02.10.2003, Síða 39

Fréttablaðið - 02.10.2003, Síða 39
FIMMTUDAGUR 2. október 2003 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. 100 milljónir króna. Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri grænir. Aðalsteinn Víglundsson. Snorri Már Skúlason, sem erflestum kunnur úr sjónvarps- þættinum Íslandi í dag, hefur tekið við starfi kynningarfulltrúa á Þjóðminjasafni Íslands: „Ég byrj- aði að vinna í dag og líst ljómandi vel á mig. Það á að fara að opna safnið aftur eftir fimm ára hlé og það er gríðarlegur hugur í mönn- um. Það er stöðugt verið að vinna hérna stórmerkilegt starf sem þarf að koma á framfæri við al- menning og mitt hlutverk verður að vinna að ímyndar- og kynning- armálum,“ segir Snorri, sem finnst nýja starfið skemmtileg áskorun. „Ég er sagnfræðingur að mennt og hér sameina ég háskólamennt- un mína og reynslu af fjölmiðlum. Eftir að mér var sagt upp í vor ákvað ég að hvíla mig um stund á fjölmiðlum og fannst því tilvalið að koma hingað. Ég lít á þetta sem tímabundið verkefni en það á að opna safnið aftur á sumardaginn fyrsta og það verða mikil tímamót í sögu safnamála á Íslandi. Hér er gríðarlegur hugur í mönnum og þó safnið hafi verið lokað fyrir al- menningi hefur verið mikil starf- semi í gangi á Þjóminjasafninu. Fjölmiðlabakterían lætur mann þó ekkert í friði og ég reikna með að hún láti á sér kræla einhvern tímann seint á næsta ári aftur. En eftir átta ára törn í daglegum út- varps- eða sjónvarpsþáttum er kærkomið að taka sér hlé. Áhorf- endur áttu skilið að fá hvíld frá mér og ég frá sjónvarpinu. Eins og vinur minn sagði við mig þá er ég ekki lengur að fást við Ísland í dag heldur Ísland í gær. ■ Þingseta Sigurlínar MargrétarSigurðardóttur, hins heyrnar- lausa þingmanns Frjálslynda flokksins, hefur skapað nokkur úr- lausnarefni sem starfsmenn þings- ins hafa þurft að ganga í, meðal ann- ars að setja upp búnað og aðstöðu fyrir táknmáls- túlka svo Sigurlín geti tekið full- an þátt í umræðum á þingi. Þetta starf virðist ekki hafa náð yfir í dómkirkjuna því þegar þingmenn komu þar saman á þingsetning- unni í gær var enga túlka þar að finna heldur fékk Sigurlín í hend- urnar útprent af boðskap prests- ins. Sumum þótti reyndar sem stólræðan tæki mið af því að bæði Frjálslyndir og Samfylking hafa kallað eftir aðskilnaði ríkis og kirkju. Á dögunum birtist á forsíðuSéð og heyrt mynd af Jóni Ársæli sjónvarpsmanni og tækni- manni hans í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2. Sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þeir eru í faðmlögum og skælbrosandi og margir virðast hafa misskilið fyrirsögnina algerlega og haldið að Jón Ársæll væri að koma út úr skápnum. Það er hins vegar al- gjör misskilningur og þótt fyrir- sögnin sé eilítið óljós er Jón Ár- sæll hamingjusamlega giftur sinni konu, Steinunni Þórarins- dóttur. Bara eins og alltaf. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Gljúfrasteinn er í Mosfellsdal en Dvergasteinn á Seyðisfirði. Guðbergur Bergsson rithöf-undur á sér eina ósk: „Að ég ætti margar óskir óupp- fylltar,“ segir Guðbergur. „Ann- ars eru óskirnar bestar óuppfyllt- ar því uppfyllt ósk er endalok óskarinnar og þá er allt búið.“ Fréttiraf fólki ■ Eina ósk Tímamót SNORRI MÁR SKÚLASON ■ Hefur tekið sér hvíld frá fjölmiðla- starfinu um tíma en hefur tekið við nýju starfi sem kynningarfulltrúi Þjóðminja- safnsins. Úr Íslandi í dag í Ísland í gær SNORRI MÁR SKÚLASON Sagnfræðing- ur og fjöl- miðlamaður kann vel við sig í nýja starfinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.